Hoppa yfir valmynd

Stjórnarráð Íslands

 

Mynd frá mótmælum COP27

 

Efst á baugi

Loftslagsráð birtir nýtt efni reglulega á vefnum, álit, greinargerðir og upplýsingar úr starfi ráðsins, auk annars efnis sem snertir loftslagsmál á heimsvísu og á Íslandi. Hér getur þú kynnt þér það nýjasta.

 

 

Hlutverk og verkefni

Loftslagsráð sinnir verkefnum í anda laga um loftslagsmál sem hafa að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og skapa skilyrði  fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

 

SAMANTEKTARSKÝRSLA UM LOFTSLAGSBREYTINGAR IPCC

Lokaviðvörun í loftslagsmálum

Draga þarf úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda í heiminum um helming fyrir árið 2030, eða innan sjö ára. Að öðrum kosti mun líf á jörðu verða fyrir óbætanlegum áhrifum sem vara munu næstu árhundruðin, jafnvel árþúsundin. Nú er svo komið að hvert gráðubrot í hlýnun hefur stigmagnandi áhrif á veður, uppskeru og lífsskilyrði milljóna manna um allan heim.

Þetta kemur fram í samantekt sjöttu matsskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), kynnt 20. mars sl.

Lesa meira... 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar