Stjórnarráð Íslands

Efst á baugi
Loftslagsráð birtir nýtt efni reglulega á vefnum, álit, greinargerðir og upplýsingar úr starfi ráðsins, auk annars efnis sem snertir loftslagsmál á heimsvísu og á Íslandi. Hér getur þú kynnt þér það nýjasta.

Hlutverk og verkefni
Loftslagsráð sinnir verkefnum í anda laga um loftslagsmál sem hafa að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og skapa skilyrði fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.
Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu til jafns við sambærileg ráð nágrannaríkja okkar. Loftslagsráð, sem er sjálfstætt starfandi ráð, hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Ráðið var formlega skipað síðast árið 2019 og lauk því fjögurra ára skipunartíma sínum í byrjun september sl. Ráðherra hefur endurskipað Halldór Þorgeirsson sem formann og Brynhildi Davíðsdóttur sem varaformann Loftslagsráðs og munu þau vinna að undirbúningi starfs ráðsins á komandi vikum þar til nýtt Loftslagsráð hefur verið hefur verið fullskipað, eigi síðar en 1. desember nk.
Íslenskt efni um loftslagsmál
- Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
- Lög og reglur um loftslagsmál
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Umhverfisstofnun
- Orkustofnun
- Vísindanefnd um loftslagsbreytingar
- Landgræðslan
- Skógræktin
- Loftslagssjóður
- Grænvangur
- Græna orkan
- Byggjum grænni framtíð
- Upplýsingavefur um losun og skuldbindingar
Erlent efni um loftslagsmál
- Rammasamningur SÞ um loftslagsbreytingar (UNFCCC)
- Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)
- Parísarsamningurinn
- Kyoto bókunin
- Norrænt samstarf um umhverfi og loftslagsmál
- 26. loftslagsráðstefna SÞ (COP26)
- 27. loftslagsráðstefna SÞ (COP27)
- 28. loftslagsráðstefna SÞ (COP28)
- 2050 Pathways Platform
- World Resources Initiative
- International Climate Councils Network(ICCN)