Hoppa yfir valmynd

Stjórnarráð Íslands

 

Efst á baugi

Loftslagsráð birtir nýtt efni reglulega á vefnum, álit, greinargerðir og upplýsingar úr starfi ráðsins, auk annars efnis sem snertir loftslagsmál á heimsvísu og á Íslandi. Hér getur þú kynnt þér það nýjasta.

Loftslagsráð vorið 2023 ásamt framkvæmdastjóra þess.

   

 Hlutverk og verkefni

Loftslagsráð sinnir verkefnum í anda laga um loftslagsmál sem hafa að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og skapa skilyrði  fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

 

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk loftslagsráða í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður sérstaklega um stjórnkerfi og stjórnsýslu loftslagsmála sem og hlutverk, samsetningu og verkefni loftslagsráða og gefin dæmi frá Bretlandi og Danmörku þar um. Einnig verður farið í gegnum stjórnun, stjórnkerfi og stjórnsýslu loftslagsmála hérlendis og lagalegt hlutverk íslenska loftslagsráðsins innan þess, kynntar niðurstöður úttektar á starfsemi ráðsins hingað til og ábendingar varðandi frekari styrkingu á starfsemi þess.

Málþingið verður haldið í Grósku Bjargargötu 1, 101 Reykjavík þann 11. janúar nk. frá kl 13:00-16:00 og er opið öllum.

Sjá nánar hér: Stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða | Facebook

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar