Hoppa yfir valmynd

Stjórnarráð Íslands

Álit um ábyrga kolefnisjöfnun

Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.

Lesa meira...

Hlutverk og verkefni

Loftslagsráð sinnir verkefnum í anda laga um loftslagsmál sem hafa að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og skapa skilyrði  fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsráð rýnir á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál, þ.m.t. aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Kolefnishlutleysi

Kolefnishlutleysi lýsir lokamarkmiði, ekki leiðinni að því marki. Ef því er beitt af fullri einurð við stefnumörkun breytast forsendur og það kemur betur í ljós hvaða viðbrögð eru hagkvæmust þegar upp er staðið og hversu brýnt er að mikill árangur náist án tafar.

Loftslagsráð hefur fjallað um kolefnishlutleysi út frá hnattrænu samhengi og með tengingu við íslenskan veruleika.

Loftslagsráð hélt opinn fund þar sem rýnt var í fyrirkomulag og reynslu Dana í stjórnun loftslagsmála. Ulla Blatt Bendtsen, yfirmaður alþjóðatengsla hjá danska loftslagsráðinu hélt fyrirlestur og síðan fóru fram umræður milli hennar og meðlima í Loftslagsráði. Ulla sagði frá hlutverki danska loftslagsráðsins og hvernig greiningar þeirra og ráðgjöf nýtist við ákvarðanatöku stjórnvalda, sem og um nýlegar breytingar á löggjöf um loftslagsmál og uppfærð markmið Dana í loftslagsmálum.
Lesa meira...

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar