Loftslagsráð | Aðhald og ráðgjöf í loftslagsmálum Hoppa yfir valmynd

Stjórnarráð Íslands

Álit um ábyrga kolefnisjöfnun

Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.

Lesa meira...

Hlutverk og verkefni

Loftslagsráð sinnir verkefnum í anda laga um loftslagsmál sem hafa að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og skapa skilyrði  fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsráð rýnir á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál, þ.m.t. aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Fulltrúar í Loftslagsráði

Í ráðinu eiga sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Ráðherra skipar auk þess formann og varaformann Loftslagsráðs. 

 

Fólk á ráðstefnu um loftslagsmál

 

 
 

LOFTSLAGSVÆNAR FRAMFARIR Í KJÖLFAR COVID-19

Markviss samvinna og kapphlaup við tímann

 
Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi héldu málfund þriðjudaginn 10. nóvember í beinu streymi á netinu. Myndbönd frá fundinum eru nú aðgengileg á vefnum. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.   Lesa meira...
 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar