Hoppa yfir valmynd

Stjórnarráð Íslands

Kolefnishlutleysi

Kolefnishlutleysi sem hugtak er flestum framandi enda hefur það fram til þessa einkum verið notað í samskiptum innan vísindasamfélagsins. Notkun þess í pólitískri og samfélagslegri umræðu hófst fyrir alvöru í aðdraganda Parísarsamningsins og varð síðan hluti af þeim samningi í árslok 2015.

 

Hlutverk og verkefni

Loftslagsráð sinnir verkefnum í anda laga um loftslagsmál sem hafa að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og skapa skilyrði  fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsráð rýnir á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál, þ.m.t. aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Fulltrúar í Loftslagsráði

Í ráðinu eiga sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Ráðherra skipar auk þess formann og varaformann Loftslagsráðs. 

Fólk á ráðstefnu um loftslagsmál

 
 

ERUM VIÐ VIÐBÚIN?

Vel sótt ráðstefna Loftslagsráðs um aðlögun að loftslagsbreytingum

Markmið ráðstefnunnar var að kalla fram viðbrögð við fyrirsjáanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga í þeim tilgangi að auka hæfni samfélagsins til að takast á við þær.  

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar