Loftslagsskuldbindingar Íslands
mars, 2024

Umfjöllunarefni

Stutt samantekt á helstu skuldbindingum sem varða samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda.

Helstu atriði:

  • Í landsframlagi gagnvart Parísarsamningnum kemur fram að Ísland vinni með ESB, aðildarríkjum þess og Noregi að sameiginlegu markmiði um 55% samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030, miðað við 1990. Samvinnan felur í sér að Ísland tekur þátt í þremur lykilkerfum ESB sem ætlað er að draga úr nettólosun í Evrópu: kerfi um skiptingu ábyrgðar, landnotkunarkerfi og viðskiptakerfi með losunarheimildir.
  • Nýlega gerði ESB umtalsverðar breytingar á þessum kerfum undir yfirskriftinni Fær í 55. Breytingarnar munu leiða til hertra skuldbindinga Íslands um samdrátt í nettólosun, auk þess sem kröfur viðskiptakerfisins munu hafa aukin áhrif á fyrirtæki hér á landi.
  • Einnig standa yfir viðamiklar breytingar á löggjöf ESB á ýmsum sviðum sem ætlað er að innleiða hugmyndafræði Evrópska græna sáttmálans og stuðla að kolefnishlutleysi Evrópu árið 2050. Fylgjast þarf náið með þessari þróun enda er fyrirséð að hún muni hafa veruleg áhrif á Íslandi.