Norðmenn ætla að minnka losun um allt að 75%

Norsk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau stefni að því að draga úr nettólosun um að minnsta kosti 70 til 75% fyrir 2035, miðað við losun árið 1990 og er það töluvert hærra en núgildandi markmið Noregs um að minnsta kosti 55% samdrátt fyrir árið 2030.

Metnaðarfull loftslagsmarkmið auka hagvöxt

Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið geta aukið hagvöxt ríkja verulega. Aðgerðir til að minnka útblástur geta þar með átt sinn þátt í því að auka velmegun til muna og minnka fátækt....

Tímamót í loftslagsaðgerðum

Að mati Loftslagsáðs eru þau þáttaskil í framkvæmd loftlagsaðgerða, sem ráðið kallaði eftir í aðdraganda þingkosninga í nóvember 2024, ekki komin fram. Stjórnsýsla loftslagsmála sé enn of sundurlaus sem birtist einkum í veikri verkstjórn og eftirfylgni, ómarkvissri ráðstöfun fjármuna, skorti á upplýsingamiðlun og takmörkuðu samráði við almenning.

Þjóðir heims uppfæra loftslagsmarkmið sín

Þrítugasta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP30, mun fara fram í Belém í Brasilíu í nóvember. Þessi ráðstefna hefur verið talin sérstaklega  mikilvæg meðal annars vegna...

Stór þögull meirihluti vill loftlagsaðgerðir

Styður almenningur loftslagsaðgerðir eða hefur almenningur litlar áhyggjur af loftslagsmálum? Finnst almenningi nóg komið og vill frekar leggja áherslu á önnur mál en...

Aðgerðaleysi í loftlagsmálum er fokdýrt

Það getur haft í för með sér verulegan fjárhagslegan kostnað fyrir Evrópuríki að standast ekki skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Mun skynsamlegra er...

Loftslagsráð heimsins vinna saman

Loftslagsráðið í Íslandi er ekki eitt sinnar tegundar á heiminum. Fjölmörg önnur þjóðríki víða um veröld starfrækja einnig opinber loftslagsráð af sama toga. Markmið þeirra allra...

Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum er lykilaðgerð

Loftslagsráð hefur beint sjónum sínum að orkuskiptum í vegasamgöngum og sendir frá sér álit. Loftslagsráð ítrekar í álitinu að orkuskipti í vegasamgöngum þurfa að verða lykilaðgerð.

Dómstólar og ábyrgð ríkja á loftslagsbreytingum

Í auknum mæli hafa einstaklingar og félagasamtök en einnig ríki og ríkjabandalög leitað til dómstóla í þeim tilgangi að krefja fyrirtæki og ríki til að axla ábyrgð á skaða vegna...

Álit Loftslagsráðs um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Það er mikið í húfi fyrir Ísland að samstarf ríkja í baráttunni við loftslagsvandann skili árangri hratt og örugglega. Loftslagsráð hefur tekið uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum til umfjöllunar.

Hlutverk og skipan Loftslagsráðs

Loftslagsráð er sjálfstætt starfandi ráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftslagsmál. Þá er hlutverk ráðsins einnig að hafa yfirsýn yfir fræðslu og miðlun upplýsinga um loftslagsmál til almennings.

Loftslagsráð sinnir hlutverki sínu með því að rýna áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál, stuðla að upplýstri umræðu um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu sem og ráðgjöf um aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá stendur Loftslagsráð fyrir fræðsla og miðlun upplýsinga, t.d. með skipulagningu eða þátttöku í málstofum og öðrum viðburðum um loftslagstengd málefni. Sjá nánar »

Loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru hnattrænn vandi. Öll losun gróðurhúsalofttegunda, hvar sem hún er á jarðarkringlunni, leiðir til aukins styrks koldíoxíðs í andrúmsloftinu. 

Álit ráðsins

Verkefni Loftslagsráðs felast m.a. í því að rýna á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál og veita ráðgjöf um aðlögun að loftslagsbreytingum.