Hlutverk og skipan Loftslagsráðs
Loftslagsráð er sjálfstætt starfandi ráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftslagsmál. Þá er hlutverk ráðsins einnig að hafa yfirsýn yfir fræðslu og miðlun upplýsinga um loftslagsmál til almennings.
Loftslagsráð sinnir hlutverki sínu með því að rýna áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál, stuðla að upplýstri umræðu um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu sem og ráðgjöf um aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá stendur Loftslagsráð fyrir fræðsla og miðlun upplýsinga, t.d. með skipulagningu eða þátttöku í málstofum og öðrum viðburðum um loftslagstengd málefni. Sjá nánar »
Loftslagsbreytingar
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru hnattrænn vandi. Öll losun gróðurhúsalofttegunda, hvar sem hún er á jarðarkringlunni, leiðir til aukins styrks koldíoxíðs í andrúmsloftinu.
Álit ráðsins
Verkefni Loftslagsráðs felast m.a. í því að rýna á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál og veita ráðgjöf um aðlögun að loftslagsbreytingum.