Vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum

Umfjöllunarefni

Haldin var ráðstefna þann 16.maí 2019 með það að markmiði að gefa yfirsýn yfir stöðu aðlögunar að loftslagsbreytingum á Íslandi og fá tillögur frá þátttakendum um brýnustu úrlausnarefni og leiðir til að takast á við þau. Titill ráðstefnunnar var „Erum við viðbúin? Aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum“.

Dagskrá var þannig háttað að fyrir hádegi voru kynningar en eftir hádegi vinnustofa þar sem þátttakendur ræddu nánar brýnustu úrlausnarefnin og leiðir til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga með það fyrir augum að auka viðnámsþol samfélagsin. Vinnustofan var tvískipt og hófst hún á kynningu Loftslagsráðs en á seinni hluta vinnustofunnar voru umræður í svokölluðum heimskaffi stíl.

Í skýrslunni er birt samantekt á því samtali sem fór fram á vinnustofunni og því sem kom fram í könnun sem var send þátttakendum vinnustofunnar í framhaldi hennar.