Skipan nýs loftslagsráðs
5. júní, 2024

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gekk nýverið frá skipan nýs loftslagsráðs, í takt við nýja reglugerð um ráðið þar sem meðal annars eru sett eru fram ákvæði um hámarksfjölda skipaðra fulltrúa og hæfniviðmið. Loftslagsráð er nú skipað níu fulltrúum sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu af loftslagsmálum og uppfylla saman öll framsett hæfniviðmið.

Halldór Þorgeirsson, fyrrum yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), er áfram skipaður formaður ráðsins og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður en bæði eru þau skipuð af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Í ráðinu eiga einnig sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka, auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi þar sæti.

Í nýskipuðu loftslagsráði sitja:

  • Halldór Þorgeirsson, formaður;
  • Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður;
  • Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur og formaður vísindanefndar um loftslagsmál;
  • Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Eflu – þekkingarfyrirtæki, f.h. Samtaka atvinnulífsins;
  • Stefán Þór Eysteinsson, bæjarráði Fjarðabyggðar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga;
  • Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, f.h. heildarsamtaka launþega;
  • Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann á Bifröst og
  • Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, f.h. Samstarfsnefndar háskólastigsins;
  • Þorgerður María Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur, f.h. umhverfis- og náttúruverndarsamtaka.

Aukinheldur voru tveir fulltrúar háskólasamfélagsins skipaðir varafulltrúar til setu í fjarveru aðalfulltrúa eftir atvikum:

  • Helga Ögmundardóttir, dósent við Háskóla Íslands og
  • Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.

Stjórnarráðið | Nýtt loftslagsráð tekið til starfa (stjornarradid.is)