Samantekt um kolefnishlutleysi
30. apríl, 2020

Alþjóðlegir mælikvarðar á kolefnishlutleysi ríkja liggja ekki fyrir og ljóst er að ríki munu nota ólíkar leiðir í átt að kolefnishlutleysi en lítið sem ekkert hefur verið unnið með hugtakið kolefnishlutleysi á Íslandi. Ísland hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi 2040. Loftslagsráð hefur fjallað um kolefnishlutleysi út frá hnattrænu samhengi og með tengingu við íslenskan veruleika. Tekið hefur verið saman umræðuplagg sem viðrar hugmyndir um kolefnishlutleysi, en er ekki leiðarvísir Íslands að kolefnishlutleysi.

Í samantektekt um kolefnishlutleysi er varpað fram nokkrum spurningum um kolefnishlutleysi og svör við þeim reifuð:

  • Hvaða lykilhugtök úr vísindum gefa kolefnishlutleysi merkingu?
  • Hver hefur þróunin verið á heimsvísu og hver þarf hún að verða?
  • Hvernig tekur Parísarsamningurinn á kolefnishlutleysi?
  • Hvernig eru önnur ríki að varða leiðina að kolefnishlutleysi? 
  • Hvaða afleiðingar hefur áhersla á kolefnishlutleysi fyrir stefnumörkun í loftslagsmálum? 
  • Eru landsframlög til markmiðs Parísarsamningsins nægjanlega metnaðarfull?
  • Hvaða leiðir eru færar til að örva þróun í átt að kolefnishlutleysi?
  • Er ljóst hvernig kolefnishlutleysi fyrir landið í heild verður gert upp?
  • Hver er formleg staða varðandi markmið Íslands um kolefnishlutleysi 2040?

Í niðurlagi samantektarinnar segir um næstu skref:

Loftslagráð mun:

  • Hafa frumkvæði að því að leyst verði úr óvissu varðandi viðmiðunarár kolefnishlutleysis hvað varðar nettólosun frá landi og hvetja til frekari rannsókna og vöktunar á losun frá landi. 
  • Stuðla að því að staðið verði með ábyrgum hætti að kolefnisjöfnun hér á landi með því að vekja athygli á hættum sem felast í núverandi fyrirkomulagi og leiða saman aðila sem gripið geta til úrbóta.

Stjórnvöld eru hvött til að:

  • Lögfesta markmið Íslands um kolefnishlutleysi 2040.  
  • Útfæra og varða framtíðarsýn um kolefnishlutlaust Ísland fyrir COP 26.

Hér má lesa samantektina í heild sinni.