STARFSÁÆTLUN LOFTSLAGSRÁÐS
STARFSÁÆTLUN LOFTSLAGSRÁÐS 27.02.2025
Hlutverk
Meginhlutverk Loftslagsráðs er að vera stjórnvöldum til aðhalds og ráðgjafar í loftslagsmálum.
Ráðið hefur óháða yfirsýn og býr yfir þekkingu á loftslagsmálum sem stuðlar að upplýstri umræðu um ákvarðanir stjórnvalda og hagaðila og metur reglulega framvindu aðgerða og árangur á þessu sviði.
Framtíðarsýn
Sameiginlegur og óháður vettvangur loftslagsmála sem vísar veg ákvarðanatöku og byggir á virðingu og trausti milli stjórnvalda, hagaðila og almennings.
Loftslagsráð er sjálfstætt í störfum sínum og fulltrúar í ráðinu eru einungis bundnir af eigin dómgreind.
Unnið er eftir starfsreglum og samskiptastefnu Loftslagsráðs og gangsæi ríkir um störf ráðsins og árangur.
Helstu vinnustraumar
1. Aðgerðir til að draga úr losun og auka bindingu - alþjóðlegar skuldbindingar
Markmið
Loftslagsráð sinnir virku aðhaldi með framkvæmd aðgerðaáætlunar Íslands í loftslagsmálum sem er eitt mikilvægasta verkefni Loftslagsráðs.
Einkum mun ráðið að einbeita sér að tölum um losun Íslands og túlkun þeirra, framkvæmd aðgerða og nýju landsframlagi gagnvart Parísarsamningnum.
Leiðir
1. Tölur um losun Íslands settar í samhengi. Q1-Q2.
Staðreyndarskjal um losun Íslands. Q1-Q2.
Útgefið mat/álit ráðsins á stöðu samdráttar í losun, byggt á losunartölum. Q2.
Kynning á Loftslagsdeginum (fyrsta vikan í október). Q4
2. Aðkoma Loftslagsráðs að landsframlagi Íslands til Parísarsamningsins. Q1-Q3
2. Aðlögun að loftslagsbreytingum
Markmið
Loftslagsráð hafi góða yfirsýn yfir stöðu aðlögunarmála á Íslandi og gefi viðbrögð við þeirri stöðu tímanlega ef þörf er á.
Leiðir:
- Umfjöllun um stöðu aðlögunarmála á Íslandi í ráðinu. Q1- Q2
- Viðbrögð ráðins samantekt / álit. Q3
3. Stjórnsýsla loftslagsmála
Markmið
Að stjórnsýsla loftslagmála sé skilvirk og þjóni hlutverki sínu. Að staða og hlutverk Loftslagsráðs í regluverki loftslagsmála sé skýr. Að Loftslagsráð sé áhrifaaðili gagnvart öllum stigum opinberrar stjórnsýslu. Viðurkennd staða að því er varðar álit og ábendingar um framkvæmd loftslagsmála.
Leiðir
- Undirbúningur að nýrri löggjöf um loftslagsmál – Rýni á loftslagslögum. Q3-Q4
- Sjá einnig verkefni 2 undir lið 1.
4. Losun frá landi
Markmið
Ráðið fylgist vel með þróun losunar frá landi, bæði hvað varðar nánari útfærslu á skuldbindingum Íslands varðandi landnotkun og að kröfum til rannsókna og vöktunar, sem bókhaldið byggir á, sé fylgt.
Leiðir
- Verkefni um endurheimt votlendis. Q1-Q4
5. Ábyrgir kolefnismarkaðir
Markmið
Loftslagsráð hafi góða yfirsýn yfir stöðu og þróun kolefnismarkaða á Íslandi og geti gefi viðbrögð við þeirri stöðu tímanlega ef þörf er á. Að íslenskar kolefniseiningar og viðskipti með þær standist alþjóðlegar gæðakröfur. Að stefna íslands varðandi kolefnismarkaði og tengsl við markmið og skuldbindingar sé skýr og reglur um þær einnig.
Leiðir
- Ráðið fylgist með þróun mála erlendis og hérlendis og bregst við ef þörf er á.
6. Loftslagstengd vísindaráðgjöf
Markmið
Aðhalds og ráðgjafarhlutverki Loftslagsráðs er grundvölluð á vísindum og bestu fáanlegri þekkingu. Ráðið hefur einnig yfirsýn yfir vísindaráðgjöf og þekkingarmiðlun og veitir stuðning og stuðlar að betra umhverfi og aðstæðum til rannsókna og nýtingu þekkingar á sviði loftslagsmála.
Leiðir
- Ráðið mun fylgja eftir fyrri skýrslu sinni um þekkingu í þágu loftslagsmála og fylgist með þróun vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem er að taka breytingum. Q2-Q4
7. Loftslagsmál og tekjur og útgjöld ríkisins
Markmið
Að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða. Að stefnumörkun í ríkisfjármálum sé samstillt við stefnumið Íslands í loftslagsmálum.
Leiðir
- Verkefni um opinber fjármál, stjórntæki hins opinbera og samlegðaráhrif aðgerða. Q1-Q4
8. Upplýsingagjöf til almennings
Markmið
Ráðið hefur yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um störf ráðsins og loftslagsmál almennt í gegnum heimasíðu ráðsins.
Leiðir
- Ráðið vinnur eftir samskiptastefnu og styður aðra aðila s.s. félagasamtök, fræðasamfélagið og atvinnulífið í loftslagstengdum verkefnum og viðburðum eins og tök er á.
- Staðreyndaskjöl um tiltekna þætti loftslagsmála. Q1-Q4