Loftslagsráð

Halldór Þorgeirsson
Formaður Loftslagsráðs
Halldór er formaður Loftslagsráðs, skipaður af ráðherra án tilnefningar. Hann hefur áratuga reynslu af stefnumörkun í loftslagsmálum, bæði sem skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu og sem yfirmaður stefnumörkunar hjá Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann hélt utan um samninga um Parísarsamninginn. Áður var hann brautryðjandi í rannsóknum á kolefnisbúskap íslenskra skógarvistkerfa.

Brynhildur Davíðsdóttir
Varaformaður Loftslagsráðs
Brynhildur er varaformaður Loftslagsráðs, skipuð af ráðherra án tilnefningar. Brynhildur er prófessor í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs
Anna Sigurveig er framkvæmdastjóri Loftslagsráðs og stýrir skrifstofu þess. Hún hefur starfað við loftslagsmál um árabil m.a. hjá Umhverfisstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem hún m.a. hélt utan um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og var fulltrúi í samninganefnd Íslands g.v. loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Síðastliðinn vetur dvaldi hún sem Policy Leader Fellow við European University Institute í Flórens.

Halldór Björnsson
Halldór er skipaður af ráðherra án tilnefningar. Halldór er fagstjóri veðurs og loftslags. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, hafffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði. Halldór hefur í þrígang stýrt vísindanefnd um loftslagsbreytingar og tekur þátt í starfi IPCC.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir
Helga er tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins. Helga er sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU og er efna- og umhverfisverkfræðingur að mennt. Hún hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á sviði umhverfis- og loftslagsmála fyrir fyritæki, sveitarfélög og aðra opinbera aðila. Helga hefur verið brautryðjandi hérlendis á sviði útreikninga á kolefnisspori fyrir vörur og þjónustu.

Stefán Þór Eysteinsson
Stefán er tilnefndur af Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Stefán starfar sem fagstjóri hjá Matís á sviði Lífmassa og Mælinga þar sem hann hefur starfað við rannsóknir í matvælaiðnaði í um áratug.

Auður Alfa Ólafsdóttir
Auður Alfa Ólafsdóttir er tilnefnd af heildarsamtökum launþega. Auður Alfa starfar sem sérfræðingur í umhverfismálum og réttlátum umskiptum hjá Alþýðusambandi Íslands. Hún leiðir stefnumótun sambandsins í málaflokknum og greiningar sem snúa m.a. að áhrifum loftslagsbreytinga og loftslagsaðgerða á vinnumarkað, velferð og lífskjör og hvernig samræma megi loftslagsaðgerðir og markmið um afkomuöryggi og góð lífskjör.

Bjarni Már Magnússon
Bjarni er tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins. Bjarni er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á sviði hafréttar.

Bjarni Diðrik Sigurðsson
Bjarni Diðrik er tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins. Bjarni Diðrik er prófessor og deildarforseti við Náttúru- og skógadeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga og breyttrar landnýtingar á náttúruleg og ræktuð þurrlendisvistkerfi Íslands og annarra norðurslóða. Hann hefur í þrígang átt sæti í Vísindanefnd um loftslagsbreytingar.

Þorgerður María Þorbjarnardóttir
Þorgerður er tilnefnd af náttúruverndarsamtökum og er jafnframt formaður Landverndar. Hún er jarðfræðingur að mennt ásamt því að hafa lokið við meistaragráðu í leiðtogafræðum tengdum náttúruvernd frá Háskólanum í Cambridge.

Helga Ögmundardóttir
Varafulltrúi
Helga er varamaður í Loftslagsráði, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins. Hún er umhverfismannfræðingur og stundar rannsóknir á því sviði. Dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Sat í vísindanefnd um loftslagsbreytingar á Íslandi sem skilaði skýrslu 2023.

Ingibjörg Svala Jónsdóttir
Varafulltrúi
Ingibjörg Svala er varamaður í Loftslagsráði, tillnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins. Hún er prófessor í vistfræði vð Háskóla Íslands og hefur rannsakað áhrif loftslagsbreytinga og landnýtingar á gróður, vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni með áherslu á norðurslóðir í yfir 30 ár.