Opinn fundur Loftslagsráðs 24. mars kl. 15-16
18. mars, 2021

Miðvikudaginn 24. mars kl. 15-16 heldur Loftslagsráð opinn fund í streymi á vefnum. Rýnt verður í fyrirkomulag og reynslu Dana í stjórnun loftslagsmála. Við fáum kynningu frá Ullu Blatt Bendtsen, yfirmanni alþjóðatengsla hjá danska loftslagsráðinu, Klimarådet og síðan verða spurningar frá fulltrúum í Loftslagsráði og umræður. Fundurinn fer fram á ensku. 

Ulla mun segja frá stjórnkerfi loftslagsmála í Danmörku, hlutverki danska loftslagsráðsins og hvernig greiningar þeirra og ráðgjöf nýtist í stefnumótun og við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Einnig fer hún yfir nýlegar breytingar á löggjöf um loftslagsmál og uppfærð markmið Dana í samstarfi við Evrópusambandið. 

 Skráning fer fram hér á vefnum.

vo sentimetra út af þessari bráðnun jökla á Suðurskauti og á Grænlandi á umræddu árabili, samkvæmt rannsókninni. Í samtali við CNN benti einn aðalhöfunda rannsóknarinnar, Inés Otosaka frá Leedsháskóla, á hið augljósa: „Þetta er mikið áhyggjuefni því 40% mannkyns býr á strandsvæðum.“

Um Klimarået

Danska loftslagsráðið var stofnað árið 2015 og þegar ákvæði um ráðið og hlutverk þess var sett í lög. Ráðið er skipað níu fulltrúum sem allir eru úr háskólasamfélaginu úr ólíkum fræðigreinum sem snerta loftslagsmál í breiðum skilningi. Starfsmenn skrifstofu ráðsins eru 22.

Hlutverk ráðsins er að veita ráðgjöf um hvernig Danmörk geti ráðist í umskipti í átt að kolefnishlutlausu hagkerfi árið 2050 á áhrifaríkan og hagkvæman hátt. Það byggist á að ýta auðlindir með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi, endurnýjanlega orkugjafa og að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda í öðrum geirum. Framlag ráðsins er í formi traustrar, faglegrar ráðlegginga sem byggja á óháðum greiningum og markmiðum um kolefnishlutleysi árið 2050. Ráðið bendir á lausnir til skemmri tíma, meðal langs tíma og langtíma lausnir.

Ulla Blatt Bendtsen er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskólanum í Árósum og meira en 30 ára starfsreynslu á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri og ráðgjafi í danska umhverfisráðuneytinu og dönsku orkustofnuninni og sem loftslags- og orkuráðgjafi fyrir mexíkósk stjórnvöld. Sem stendur hefur hún stöðu sem loftslagsgreinandi og framkvæmdastjóri alþjóðamála hjá skrifstofu danska loftslagsráðsins.

Sjá nánar um danska ráðið á vefsíðu þess.  

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Guðný Káradóttir, gudny@loftslagsrad.is.