Tafla 2. Helstu ábendingar ráðsins er varða stefnumótun og stjórnsýslu.

Gera þarf markvissa loftslagsstefnu, skýr árangursmarkmið og áætlun um eftirfylgni
Móta þarf skýra framtíðarsýn og tengja markmið í loftslagsmálum við breytta atvinnuhætti, öra tækniþróun og samfélagsbreytingar. Æskilegt er að slík sýn yrði mótuð með þverpólitískum hætti undir forystu Alþingis eða forsætisráðuneytis og staðfest af Alþingi
Horfa verður heildrænt á hagstjórn og ráðstöfun opinberra fjármuna og leita leiða til að tryggja að allar ákvarðanir um opinber fjármál styðji við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, meðal annars markmið um kolefnishlutleysi, viðnámsþrótt/seiglu gegn loftslagsbreytingum og réttlát umskipti
Meta þarf loftslagsáhrif allra væntra aðgerða, strax í upphafi stefnumótunar og áætlanagerðar
Mat á áhrifum á kolefnisbúskap og viðnámsþrótt (seiglu) gagnvart loftslagsvá þarf að fara fram á frumstigi allrar stefnumótunar og áætlanagerðar á vegum ríkisins svo tryggja megi að nauðsynlegt tillit sé tekið til þessara þátta á loftslagsmarkmiðin
Efla þarf mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða ríkisins til að skapa forsendur fyrir upplýstum og skilvirkum ákvörðunum um framlög til loftslagsmála
Sérfræðiþekking á breiðu sviði loftslagsmála þarf að liggja til grundvallar opinberri stefnumótun
Skapa þarf vettvang fyrir samskipti eða farveg fyrir umræðu og mótun stefnu sem byggir á vísindalegri nálgun. Skýr loftslagsstefna þarf að liggja fyrir til að vísindin þjóni hlutverki sínu og að tryggt sé að samfella verði í rannsóknum og vöktun
Efla þarf rannsóknir á ýmsum sviðum loftslagsmála og bæta gagnasöfnun, sem nýtist bæði til að bæta skýrslugjöf Íslands á alþjóðavettvangi og við að dýpka skilning á mögulegum aðgerðum og áhrifum þeirra. Stórefla þarf aðkomu félags- og hugvísinda að rannsóknum og greiningum
Kerfislæg umskipti eru nauðsynleg til að tryggja kolefnishlutlaust samfélag til framtíðar og til að aðlagast þeim breytingum sem verða vegna loftslags-breytinga. Til að slík umskipti verði réttlát þarf að vera til staðar öflug vísindaráðgjöf um áhrif umskiptanna í samfélaginu
Stefna um opinber fjármál þarf að grundvallast á skýrri loftslagsstefnu
Lykilþættir árangurs eru að skýr stefna liggi fyrir í umhverfis- og loftslagsmálum og að nýtt séu tæki og aðferðir sem stuðlað geta að upplýstri ákvarðanatöku sem byggir á greiningu gagna og sýnt sé fram á samhæfingu ríkisfjármála við umhverfis- og loftslagsmarkmið. Stefna um opinber fjármál þarf að grundvallast á skýrri stefnu og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
Efla þarf mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða ríkisins til að skapa forsendur fyrir upplýstum og skilvirkum ákvörðunum um framlög til loftslagsmála
Við samhæfingu opinberra fjármála og loftslagsmála er fyrsta skrefið að skilgreina með skýrum hætti markmið og áherslur ríkisins í loftslagsmálum, bæði hvað varðar mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum. Ljóst þarf að vera hvaða árangri ríkið hyggst ná og hvernig, þar á meðal hvernig aðgerðir verði fjármagnaðar
Fjárfestingar verða að þjóna loftslagsmarkmiðum
Kerfislæg umskipti kalla á miklar fjárfestingar og því er mikilvægt að tryggja að fjárfestingarnar þjóni loftslagsmarkmiðum. Auka þarf þekkingu, setja viðmið og bæta greiningar á fjárfestingum út frá loftslagssjónarmiðum
Auka þarf gagnsæi og tengja loftslagsmál mun skýrar við áætlanagerð um opinber fjármál
Tryggja þarf gagnsæi um ferli fjárlagagerðarinnar og veita aðgengilegar og skýrar upplýsingum um hvernig fjárlög eru samræmd markmiðum á sviði umhverfis- og loftslagsmála
Flokkun á kostnaði vegna aðgerða í loftslagsmálum er ekki nægjanlega skýr. Auka þarf gagnsæi og tengja loftslagsmál með skýrari hætti við áætlanagerð um opinber fjármál
Bæta þarf gagnsæi og framsetningu upplýsinga um kostnað og tekjur vegna aðgerða í loftslagsmálum til að unnt sé að gera sér grein fyrir tengslum loftslagsstefnu stjórnvalda og þeirrar forgangsröðunar sem fram kemur í fjármálaáætlun og fjárlögum
Tryggja þarf virka samvinnu og gagnsætt samráð innan alls stjórnkerfis loftslagsmála
Samhæfa þarf vinnu innan Stjórnarráðsins og tryggja að loftslagsmál fái þann sess sem fylgir því að vera eitt helsta forgangsverkefni samfélagsins til næstu áratuga
Mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða þarf að vera samþætt annarri vinnu við stefnumótun og skýr grein gerð fyrir áhrifum valkosta á loftslag áður en afstaða er tekin til þeirra. Allir ráðherrar þurfa þannig að tryggja að fullt tillit sé tekið til loftslagsmála á starfssviði síns ráðuneytis
Tryggja þarf að ábyrgð einstakra ráðherra liggi fyrir og skýr verkaskipting sé á milli ráðuneyta
Styrkja þarf pólitíska forystu í loftslagsmálum með skýrri verkaskiptingu ráðuneyta og skýrri ábyrgð einstakra ráðherra. Samstarf embættismanna þeirra ráðuneyta sem vinna að verkefnum á sviði loftslagsmála þarf að vera formfest og tryggja þarf með virkum hætti að gagnsæi ríki um stefnumótun og aðgerðir á sviði loftslagsmála til að opna umræðu í samfélaginu
Tryggja þarf beina aðkomu sveitarfélaga að opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku
Stjórnsýsla loftslagsmála er á tveimur stjórnsýslustigum. Forsenda árangurs er að samspil sé á milli stjórnsýslustiganna. Tryggja þarf að sveitarfélög eigi ávallt aðkomu að opinberri stefnumótun í loftslagsmálum og að ákvarðanir um aðgerðir ríkis og sveitarfélaga í loftslagsmálum séu samhæfðar
Virkja þarf getu stjórnvölda og atvinnulífs til að bregðast samtaka við loftslagsvánni
Tengja verður saman sýn og vinnu stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum með beinum hætti. Þetta á ekki síst við um tækifæri til nýsköpunar sem gegnir mikilvægu hlutverki í að takast á við áskoranir í loftslagsmálum og auka samkeppnishæfni
Vinna þarf stefnu um aðlögun og áætlun um eftirfylgni
Lagt er til að unnin verði, í samráði við viðeigandi hagaðila a) stefna, um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum sem næsta skref að markmiði stjórnvalda um sérstaka b) áætlanagerð vegna aðlögunar og því langtímaverkefni að skapa heildrænt skipulag fyrir þennan málaflokk á ríkisstjórnarstiginu
Til skemmri tíma litið er mælst til þess að samhliða þeirri vinnu kanni stjórnvöld hvaða aðgerðum, verkefnum og verkferlum vegna aðlögunar að loftslags-breytingum megi koma þegar af stað eða styrkja frekar án mikillar undirbúningsvinnu
Setja þarf viðmið í skipulagsgerð um hvað sé ásættanleg áhætta
Mikilvægt að opinberir aðilar setji viðmið í skipulagsgerð um ásættanlega áhættu þegar kemur að loftslagsvá. Mótun slíkra viðmiða kallar á virkt samráð ríkis og sveitarfélaga og samtal við haghafa
Framsetning sviðsmynda um framtíðarþróun helstu umhverfisþátta (s.s. hækkun sjávarborðs, úrkomuákefð og hitafar) er nátengd umræðunni um hvað sé viðunandi áhætta. Formfesta þarf hver skuli bera ábyrgð á slíkri sviðsmynda-gerð á grundvelli rannsókna, vöktunar og bestu fáanlegrar þekkingar
Nota þarf loftslagsmiðað skipulag landnotkunar sem grunn mótvægis- og aðlögunaraðgerða
Loftslagsráð fagnar því að tekið er heildstætt á loftslagsvá og litið bæði til aðgerða sem minnka nettólosun og aðgerða sem byggja upp viðnámsþrótt gegn loftslagsvá. Nota þarf öll tiltæk verkfæri í verkfærakistunni, þar með talið skipulag landnotkunar og byggðar. Í tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu eru lagðar fram aðgerðir og leiðbeiningar sem geta skilað miklum ávinningi. Sumar aðgerðir í skipulagsmálum skila ekki sjálfar beinum ávinningi í loftslagsmálum en eru þó nauðsynleg forsenda til að aðrar aðgerðir gangi upp

Tafla 2. Helstu ábendingar ráðsins er varða stefnumótun og stjórnsýslu.

Gera þarf markvissa loftslagsstefnu, skýr árangursmarkmið og áætlun um eftirfylgni
Móta þarf skýra framtíðarsýn og tengja markmið í loftslagsmálum við breytta atvinnuhætti, öra tækniþróun og samfélagsbreytingar. Æskilegt er að slík sýn yrði mótuð með þverpólitískum hætti undir forystu Alþingis eða forsætisráðuneytis og staðfest af Alþingi
Horfa verður heildrænt á hagstjórn og ráðstöfun opinberra fjármuna og leita leiða til að tryggja að allar ákvarðanir um opinber fjármál styðji við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, meðal annars markmið um kolefnishlutleysi, viðnámsþrótt/seiglu gegn loftslagsbreytingum og réttlát umskipti
Meta þarf loftslagsáhrif allra væntra aðgerða, strax í upphafi stefnumótunar og áætlanagerðar
Mat á áhrifum á kolefnisbúskap og viðnámsþrótt (seiglu) gagnvart loftslagsvá þarf að fara fram á frumstigi allrar stefnumótunar og áætlanagerðar á vegum ríkisins svo tryggja megi að nauðsynlegt tillit sé tekið til þessara þátta á loftslagsmarkmiðin
Efla þarf mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða ríkisins til að skapa forsendur fyrir upplýstum og skilvirkum ákvörðunum um framlög til loftslagsmála
Sérfræðiþekking á breiðu sviði loftslagsmála þarf að liggja til grundvallar opinberri stefnumótun
Skapa þarf vettvang fyrir samskipti eða farveg fyrir umræðu og mótun stefnu sem byggir á vísindalegri nálgun. Skýr loftslagsstefna þarf að liggja fyrir til að vísindin þjóni hlutverki sínu og að tryggt sé að samfella verði í rannsóknum og vöktun
Efla þarf rannsóknir á ýmsum sviðum loftslagsmála og bæta gagnasöfnun, sem nýtist bæði til að bæta skýrslugjöf Íslands á alþjóðavettvangi og við að dýpka skilning á mögulegum aðgerðum og áhrifum þeirra. Stórefla þarf aðkomu félags- og hugvísinda að rannsóknum og greiningum
Kerfislæg umskipti eru nauðsynleg til að tryggja kolefnishlutlaust samfélag til framtíðar og til að aðlagast þeim breytingum sem verða vegna loftslags-breytinga. Til að slík umskipti verði réttlát þarf að vera til staðar öflug vísindaráðgjöf um áhrif umskiptanna í samfélaginu
Stefna um opinber fjármál þarf að grundvallast á skýrri loftslagsstefnu
Lykilþættir árangurs eru að skýr stefna liggi fyrir í umhverfis- og loftslagsmálum og að nýtt séu tæki og aðferðir sem stuðlað geta að upplýstri ákvarðanatöku sem byggir á greiningu gagna og sýnt sé fram á samhæfingu ríkisfjármála við umhverfis- og loftslagsmarkmið. Stefna um opinber fjármál þarf að grundvallast á skýrri stefnu og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
Efla þarf mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða ríkisins til að skapa forsendur fyrir upplýstum og skilvirkum ákvörðunum um framlög til loftslagsmála
Við samhæfingu opinberra fjármála og loftslagsmála er fyrsta skrefið að skilgreina með skýrum hætti markmið og áherslur ríkisins í loftslagsmálum, bæði hvað varðar mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum. Ljóst þarf að vera hvaða árangri ríkið hyggst ná og hvernig, þar á meðal hvernig aðgerðir verði fjármagnaðar
Fjárfestingar verða að þjóna loftslagsmarkmiðum
Kerfislæg umskipti kalla á miklar fjárfestingar og því er mikilvægt að tryggja að fjárfestingarnar þjóni loftslagsmarkmiðum. Auka þarf þekkingu, setja viðmið og bæta greiningar á fjárfestingum út frá loftslagssjónarmiðum
Auka þarf gagnsæi og tengja loftslagsmál mun skýrar við áætlanagerð um opinber fjármál
Tryggja þarf gagnsæi um ferli fjárlagagerðarinnar og veita aðgengilegar og skýrar upplýsingum um hvernig fjárlög eru samræmd markmiðum á sviði umhverfis- og loftslagsmála
Flokkun á kostnaði vegna aðgerða í loftslagsmálum er ekki nægjanlega skýr. Auka þarf gagnsæi og tengja loftslagsmál með skýrari hætti við áætlanagerð um opinber fjármál
Bæta þarf gagnsæi og framsetningu upplýsinga um kostnað og tekjur vegna aðgerða í loftslagsmálum til að unnt sé að gera sér grein fyrir tengslum loftslagsstefnu stjórnvalda og þeirrar forgangsröðunar sem fram kemur í fjármálaáætlun og fjárlögum
Tryggja þarf virka samvinnu og gagnsætt samráð innan alls stjórnkerfis loftslagsmála
Samhæfa þarf vinnu innan Stjórnarráðsins og tryggja að loftslagsmál fái þann sess sem fylgir því að vera eitt helsta forgangsverkefni samfélagsins til næstu áratuga
Mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða þarf að vera samþætt annarri vinnu við stefnumótun og skýr grein gerð fyrir áhrifum valkosta á loftslag áður en afstaða er tekin til þeirra. Allir ráðherrar þurfa þannig að tryggja að fullt tillit sé tekið til loftslagsmála á starfssviði síns ráðuneytis
Tryggja þarf að ábyrgð einstakra ráðherra liggi fyrir og skýr verkaskipting sé á milli ráðuneyta
Styrkja þarf pólitíska forystu í loftslagsmálum með skýrri verkaskiptingu ráðuneyta og skýrri ábyrgð einstakra ráðherra. Samstarf embættismanna þeirra ráðuneyta sem vinna að verkefnum á sviði loftslagsmála þarf að vera formfest og tryggja þarf með virkum hætti að gagnsæi ríki um stefnumótun og aðgerðir á sviði loftslagsmála til að opna umræðu í samfélaginu
Tryggja þarf beina aðkomu sveitarfélaga að opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku
Stjórnsýsla loftslagsmála er á tveimur stjórnsýslustigum. Forsenda árangurs er að samspil sé á milli stjórnsýslustiganna. Tryggja þarf að sveitarfélög eigi ávallt aðkomu að opinberri stefnumótun í loftslagsmálum og að ákvarðanir um aðgerðir ríkis og sveitarfélaga í loftslagsmálum séu samhæfðar
Virkja þarf getu stjórnvölda og atvinnulífs til að bregðast samtaka við loftslagsvánni
Tengja verður saman sýn og vinnu stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum með beinum hætti. Þetta á ekki síst við um tækifæri til nýsköpunar sem gegnir mikilvægu hlutverki í að takast á við áskoranir í loftslagsmálum og auka samkeppnishæfni
Vinna þarf stefnu um aðlögun og áætlun um eftirfylgni
Lagt er til að unnin verði, í samráði við viðeigandi hagaðila a) stefna, um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum sem næsta skref að markmiði stjórnvalda um sérstaka b) áætlanagerð vegna aðlögunar og því langtímaverkefni að skapa heildrænt skipulag fyrir þennan málaflokk á ríkisstjórnarstiginu
Til skemmri tíma litið er mælst til þess að samhliða þeirri vinnu kanni stjórnvöld hvaða aðgerðum, verkefnum og verkferlum vegna aðlögunar að loftslags-breytingum megi koma þegar af stað eða styrkja frekar án mikillar undirbúningsvinnu
Setja þarf viðmið í skipulagsgerð um hvað sé ásættanleg áhætta
Mikilvægt að opinberir aðilar setji viðmið í skipulagsgerð um ásættanlega áhættu þegar kemur að loftslagsvá. Mótun slíkra viðmiða kallar á virkt samráð ríkis og sveitarfélaga og samtal við haghafa
Framsetning sviðsmynda um framtíðarþróun helstu umhverfisþátta (s.s. hækkun sjávarborðs, úrkomuákefð og hitafar) er nátengd umræðunni um hvað sé viðunandi áhætta. Formfesta þarf hver skuli bera ábyrgð á slíkri sviðsmynda-gerð á grundvelli rannsókna, vöktunar og bestu fáanlegrar þekkingar
Nota þarf loftslagsmiðað skipulag landnotkunar sem grunn mótvægis- og aðlögunaraðgerða
Loftslagsráð fagnar því að tekið er heildstætt á loftslagsvá og litið bæði til aðgerða sem minnka nettólosun og aðgerða sem byggja upp viðnámsþrótt gegn loftslagsvá. Nota þarf öll tiltæk verkfæri í verkfærakistunni, þar með talið skipulag landnotkunar og byggðar. Í tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu eru lagðar fram aðgerðir og leiðbeiningar sem geta skilað miklum ávinningi. Sumar aðgerðir í skipulagsmálum skila ekki sjálfar beinum ávinningi í loftslagsmálum en eru þó nauðsynleg forsenda til að aðrar aðgerðir gangi upp

Tafla 3. Helstu ábendingar ráðsins varðandi mótvægisaðgerðir

Gera þarf regulegt heildarmat á raunstöðu samdráttar, miðað við framsett markmið
Stöðuskýrslur þurfa að fela í sér heildarmat á því hversu hratt miðar í átt að þeim markmiðum sem sett hafa verið. Byggja þarf slíkt árangursmat á viðurkenndri aðferðafræði og taka mið af reynslu annarra þjóða. Í stöðuskýrslu ættu að koma fram upplýsingar um tekjur og kostnað við hverja aðgerð auk verk- og kostnaðaráætlunar aðgerða næsta árs svo forgangsröðun hins opinbera komi skýrt fram
Tengja þarf árangursmælikvarða við greiningar á losun
Við endurskoðun áætlunarinnar árið 2020 voru skilgreindir árangursmæli-kvarðar fyrir hverja aðgerð. Þessir árangursmælikvarðar eru grunnur stöðuskýrslunnar en hafa ekki verið tengdir við greiningu á losun gróðurhúsa-lofttegunda
Setja þarf markmið fyrir mælikvarðana sem byggja á raunverulegum samdrætti í losun. Svo dæmi sé tekið þá hafa orkuskipti í samgöngum þann tilgang að skipta mengandi orkugjöfum út fyrir hreina orkugjafa og því þurfa upplýsingar um samsetningu bílaflotans að vera beintengdar við losunartölur
Birta þarf rauntímatölur losunar um leið og þær liggja fyrir
Mikilvægt að rauntímatölur um losun gróðurhúsalofttegunda séu birtar um leið og þær liggja fyrir í stað þess að bíða með það þangað til lokauppgjöri um losun og bindingu gróðurhúsaloftteg. er skilað til Loftslagssamnings Sþ og ESB
Tengja þarf árangursmat í stöðuskýrslu við tölur um losun og spár um vænta framtíðarlosun
Tengja þarf stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar við reglulegar skýrslur sem Umhverfisstofnun vinnur fyrir Íslands hönd um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands (e. Report on Policies and and Measures and Projections; PaMs), svo betur megi greina hvernig: a) fyrri áætlanir hafi staðist og b) til að skýra heildarstefnumótun, áætlanagerð og greiningarvinnu hins opinbera í loftlagsmálum
Árangursmælikvarðar þurfa að vera gagnsæir og fjölbreyttir
Árangursmælikvarðar þurfa að vera gagnsæir og ættu annars vegar að tengjast einstökum aðgerðum og hins vegar vera víðir og lýsa samfélags- og efnahagsþróun á stórum skala
Tryggja þarf stöðuga eftirfylgni með vöktun á árangri og endurskoðun á aðgerðum
Eftirfylgni með áætluninni þarf að vera lifandi og stöðug endurskoðun þarf að eiga sér stað. Fylgjast þarf með framgangi og stjórnvöld þurfa að vera tilbúin til að herða á aðgerðum ef þróunin gefur tilefni til. Setja þarf skýr viðmið um hvenær grípa þarf inn
Tryggja þarf að viðskipti með kolefniseiningar hérlendis standist fjölþjóðlegar gæðakröfur
Loftslagsráð hvetur Stjórnarráðið eindregið til að stuðla að því að viðskipti með kolefniseiningar hér á landi standist fjölþjóðlegar kröfur um gæði eininga, gagnsæi og rekjanleika. Samkeppnisyfirvöld þurfa einnig að hafa eftirlit með yfirlýsingum um kolefnisjöfnun vöru og þjónustu og tryggja að slíkar yfirlýsingar standist samkeppnislöggjöf og önnur viðmið um eðlilega viðskiptahætti
Auka þarf rannsóknir til að bæta þekkingu á losun frá landi
Samhljómur var innan ráðsins um að mikilvægt væri að auka rannsóknir og vöktun til að bæta þekkingu á raunverulegri losun frá landi og til að mæta kröfum alþjóðlegra samninga um skil á gögnum. Þekkingaruppbygging þarf að vera þríþætt; 
• Bæta þarf þekkingu á losunarstuðlum tiltekinna landgerða
• Vinna þarf betur gagnagrunna um skiptingu lands í landgerðarflokka
• Auka þarf skilning á hvernig losun frá landi breytist með tíma og eftir árferði

Tafla 3. Helstu ábendingar ráðsins varðandi mótvægisaðgerðir

Gera þarf regulegt heildarmat á raunstöðu samdráttar, miðað við framsett markmið
Stöðuskýrslur þurfa að fela í sér heildarmat á því hversu hratt miðar í átt að þeim markmiðum sem sett hafa verið. Byggja þarf slíkt árangursmat á viðurkenndri aðferðafræði og taka mið af reynslu annarra þjóða. Í stöðuskýrslu ættu að koma fram upplýsingar um tekjur og kostnað við hverja aðgerð auk verk- og kostnaðaráætlunar aðgerða næsta árs svo forgangsröðun hins opinbera komi skýrt fram
Tengja þarf árangursmælikvarða við greiningar á losun
Við endurskoðun áætlunarinnar árið 2020 voru skilgreindir árangursmæli-kvarðar fyrir hverja aðgerð. Þessir árangursmælikvarðar eru grunnur stöðuskýrslunnar en hafa ekki verið tengdir við greiningu á losun gróðurhúsa-lofttegunda
Setja þarf markmið fyrir mælikvarðana sem byggja á raunverulegum samdrætti í losun. Svo dæmi sé tekið þá hafa orkuskipti í samgöngum þann tilgang að skipta mengandi orkugjöfum út fyrir hreina orkugjafa og því þurfa upplýsingar um samsetningu bílaflotans að vera beintengdar við losunartölur
Birta þarf rauntímatölur losunar um leið og þær liggja fyrir
Mikilvægt að rauntímatölur um losun gróðurhúsalofttegunda séu birtar um leið og þær liggja fyrir í stað þess að bíða með það þangað til lokauppgjöri um losun og bindingu gróðurhúsaloftteg. er skilað til Loftslagssamnings Sþ og ESB
Tengja þarf árangursmat í stöðuskýrslu við tölur um losun og spár um vænta framtíðarlosun
Tengja þarf stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar við reglulegar skýrslur sem Umhverfisstofnun vinnur fyrir Íslands hönd um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands (e. Report on Policies and and Measures and Projections; PaMs), svo betur megi greina hvernig: a) fyrri áætlanir hafi staðist og b) til að skýra heildarstefnumótun, áætlanagerð og greiningarvinnu hins opinbera í loftlagsmálum
Árangursmælikvarðar þurfa að vera gagnsæir og fjölbreyttir
Árangursmælikvarðar þurfa að vera gagnsæir og ættu annars vegar að tengjast einstökum aðgerðum og hins vegar vera víðir og lýsa samfélags- og efnahagsþróun á stórum skala
Tryggja þarf stöðuga eftirfylgni með vöktun á árangri og endurskoðun á aðgerðum
Eftirfylgni með áætluninni þarf að vera lifandi og stöðug endurskoðun þarf að eiga sér stað. Fylgjast þarf með framgangi og stjórnvöld þurfa að vera tilbúin til að herða á aðgerðum ef þróunin gefur tilefni til. Setja þarf skýr viðmið um hvenær grípa þarf inn
Tryggja þarf að viðskipti með kolefniseiningar hérlendis standist fjölþjóðlegar gæðakröfur
Loftslagsráð hvetur Stjórnarráðið eindregið til að stuðla að því að viðskipti með kolefniseiningar hér á landi standist fjölþjóðlegar kröfur um gæði eininga, gagnsæi og rekjanleika. Samkeppnisyfirvöld þurfa einnig að hafa eftirlit með yfirlýsingum um kolefnisjöfnun vöru og þjónustu og tryggja að slíkar yfirlýsingar standist samkeppnislöggjöf og önnur viðmið um eðlilega viðskiptahætti
Auka þarf rannsóknir til að bæta þekkingu á losun frá landi
Samhljómur var innan ráðsins um að mikilvægt væri að auka rannsóknir og vöktun til að bæta þekkingu á raunverulegri losun frá landi og til að mæta kröfum alþjóðlegra samninga um skil á gögnum. Þekkingaruppbygging þarf að vera þríþætt; 
• Bæta þarf þekkingu á losunarstuðlum tiltekinna landgerða
• Vinna þarf betur gagnagrunna um skiptingu lands í landgerðarflokka
• Auka þarf skilning á hvernig losun frá landi breytist með tíma og eftir árferði

Tafla 4. Meginniðurstöður úr útgefnu efni ráðsins varðandi stefnumótun og stjórnkerfi loftslagsmála.

2021. Júlí. Þekking í þágu loftslagsmála. Greinargerð Loftslagsráðs.
Skilgreina og formfesta þarf hlutverk og ábyrgð: til að byggja upp og nýta vísindalega þekkingu í stefnumörkun og ákvarðanatöku í loftslagsmálum.
Sannreyndar fræðilegar niðurstöður undirstaða umræðu og ákvarðana:
Skapa þarf vettvang fyrir samskipti eða farveg fyrir umræðu og mótun stefnu sem byggir á vísindalegri nálgun.
Efla þarf rannsóknir á ýmsum sviðum loftslagsmála og bæta gagnasöfnun, sem nýtist bæði til að bæta skýrslugjöf Íslands á alþjóðavettvangi og við að dýpka skilning á mögulegum aðgerðum og áhrifum þeirra. Stórefla þarf aðkomu félags- og hugvísinda að rannsóknum og greiningum.
Skortur á heildstæðri loftslagsstefnu og skýrri framtíðarsýn: Heildstæð langtímasýn þjóðarinnar í loftslagsmálum og skýr loftslagsstefna þarf að liggja fyrir til að vísindin þjóni hlutverki sínu og að tryggt sé að samfella verði í rannsóknum og vöktun.
Kerfislæg umskipti eru nauðsynleg til að tryggja kolefnishlutlaust samfélag til framtíðar og til að aðlagast þeim breytingum sem verða vegna loftslagsbreytinga.
Til að slík umskipti verði réttlát þarf að vera til staðar öflug vísindaráðgjöf um áhrif umskiptanna í samfélaginu.
2020. Júní. Tillögur um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu. Greinargerð Loftslagsráðs.
Skortur á skýrri sýn og árangursviðmiðum:
Það háir öllum aðgerðum stjórnvalda, fyrirtækja og heimila að ekki liggur fyrir skýr sýn um hvernig Ísland hyggst ná þeim markmiðum sem fram koma í alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og hvernig íslenskt samfélag hyggst búa sig undir nýjan veruleika í grænu hagkerfi.
Óljóst markmið um kolefnishlutleysi: Markmið um kolefnishlutlaust Ísland er í hugum flestra óljóst.
Samhæfa þarf vinnu innan Stjórnarráðsins: og tryggja að loftslagsmál fái þann sess sem fylgir því að vera eitt helsta forgangsverkefni samfélagsins til næstu áratuga.
Virkt samspil á milli stjórnsýslustiga: Stjórnsýsla loftslagsmála er á tveimur stjórnsýslustigum. Forsenda árangurs er að samspil sé á milli stjórnsýslustiganna.
Vísindaráðgjöf: Tryggja þarf sess vísindaráðgjafar til grundvallar stefnumörkun.
Skýr ábyrgð einstakra ráðherra og skýr verkaskipting á milli ráðuneyta: Styrkja þarf pólitíska forystu í loftslagsmálum með skýrri verkaskiptingu ráðuneyta og skýrri ábyrgð einstakra ráðherra.
Formfesta samstarf milli ráðuneyta: Samstarf embættismanna þeirra ráðuneyta sem vinna að verkefnum á sviði loftslagsmála verði formfest og tryggt með virkum hætti að gagnsæi ríki um stefnumótun og aðgerðir á sviði loftslagsmála til að opna umræðu í samfélaginu.
Formleg fastanefnd ráðuneytisstjóra: Komið verði á fastanefnd ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta er bera meginábyrgð á sviði loftslagsmála.
Skýr loftslagsstefna og heildstæð áætlun um eftirfylgni: Móta þarf skýra framtíðarsýn og tengja markmið í loftslagsmálum við breytta atvinnuhætti, öra tækniþróun og samfélagsbreytingar. Æskilegt er að slík sýn yrði mótuð með þverpólitískum hætti undir forystu Alþingis eða forsætisráðuneytis og staðfest af Alþingi.
Tryggja þarf aðkomu sveitarfélaga og samhæfða ákvarðanatöku: Tryggt verði að sveitarfélög eigi ávallt aðkomu að opinberri stefnumótun í loftslagsmálum og að ákvarðanir um aðgerðir ríkis og sveitarfélaga í loftslagsmálum séu samhæfðar.
Gagnsæ fjármálastjórnun loftslagsverkefna: Tryggja verður að skýrt sé hvernig fjármagni er forgangsraðað til einstakra verkefna og á hvaða forsendum. Tengja verður saman fjármagn og ábyrgð á verkefnum og forðast að útbúin verði of mörg kerfi til úthlutunar fjármagns.
Apríl 2020. Samantekt um kolefnishlutleysi – Greinargerð Loftslagsráðs.
Hvernig kolefnislausa framtíð viljum við móta? Spurningin er ekki hvort heldur hvernig kolefnishlutlausa framtíð við hyggjumst stefna á hérlendis.
Samstilling við hagstjórn og stefnumótun: Viðureignin við loftslagsvá kallar á samstillingu við hagstjórn og stefnumótun á flestum sviðum samfélagsins.
Þróa þarf vísitölur sem stuðla að (loftslagsjákvæðum) framförum.
Aukna verðmætasköpun á hvert losað tonn GHL: Hámarka þarf verðmætasköpun fyrir hvert tonn gróðurhúsalofttegunda sem losað er út í andrúmsloftið.
Nýta allar leiðir til að draga úr losun: Nota þarf öll tiltæk verkfæri í verkfærakistunni, svo sem hagræn stjórntæki (skatta, gjöld og ívilnanir); skipulag á landnotkun og byggð; lög og reglugerðir; þátttöku í svæðasamstarfi um viðskipti með losunarheimildir (EU ETS); endurheimt vistkerfa; kolefnisjöfnun; viðskipti með kolefniseiningar á innlendum markaði; þróun hringrásarhagkerfis; rannsóknir og nýsköpun og upplýsingu og fræðslu.
Loftslagsráð hvetur stjórnvöld til að lögfesta markmið Íslands um kolefnishlutleysi 2040.
Loftslagsráð hvetur stjórnvöld til að útfæra og varða framtíðarsýn um kolefnishlutlaust Ísland fyrir COP26.
2019. Júní. Uppbygging stjórnsýslu í loftslagsmálum. Álit Loftslagsráðs.
Heildaryfirsýn, skýr markmið, stefnufesta og samræming aðgerða: úrslitaatriði um hvort Ísland nái að takast af festu á við loftslagsvána.
Efla samstillingu innan hins opinbera, einkum milli ríkis og sveitarfélaga svo stórauka megi árangur á sviði loftslagmála, með auknu samráði ríkisvalds við sveitarfélögin á undirbúningsstigi aðgerða og stefnumörkunar.
Auka samráð ríkis við sveitarfélögin: Stórauka má árangur á sviði loftslagsmála með auknu samráði ríkisvalds við sveitarfélögin á undibúningsstigi aðgerða og stefnumörkunar.
Tvíþætt aðkoma stjórnvalda – stefnumótun, eftirfylgni og fjármögnun: Aðkoma stjórnvalda að mótun viðbragða við loftslagsvandanum er annars vegar í gegnum stefnumörkun, setningu laga og reglugerða á fjölda sviða sem hafa langvarandi áhrif á kolefnisbúskapinn en hins vegar í gegnum fjármögnun á sértækum loftslagsaðgerðum.
Aukin upplýsingagjöf stjórnvalda til almennings: Stjórnvöld bera ríka upplýsingaskyldu gagnvart almenningi um beinar og óbeinar ógnanir sem steðja að samfélaginu vegna loftslagsvár, um kolefnisspor Íslands og færar leiðir til að minnka það.
Loftslagsáhrif metin í upphafi allrar stefnumótunar og áætlanagerðar: Mat á áhrifum á kolefnisbúskap og viðnámsþrótt (seiglu) gagnvart loftslagsvá fari fram á frumstigi allrar stefnumótunar og áætlanagerðar á vegum ríkisins svo tryggja megi að nauðsynlegt tillit sé tekið til þessara þátta á loftslagsmarkmiðin.
Allir ráðherrar þurfa að taka fullt tillit til loftslagsmála innan síns ráðuneytis: Farsælast að áðurnefnt mat sé samþætt annarri vinnu við stefnumótun og að skýr grein verði gerð fyrir áhrifum valkosta á loftslag áður en afstaða er tekin til þeirra. Allir ráðherrar þurfa þannig að tryggja að fullt tillit sé tekið til loftslagsmála á starfssviði síns ráðuneytis.
Loftslagsráð geti óhindrað kallað eftir upplýsingum eða valkostagreiningum: Möguleikar Loftslagsráðs til að kalla eftir upplýsingum og óska eftir greiningum á valkostum í stefnumörkun sem áhrif hefur á kolefnisbúskapinn eða tjónnæmi íslensks efnahagslífs verði tryggðir.
Vísinda- og tækniráð fari sérstaklega yfir ráðstöfun fjármuna til rannsókna og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi í ljósi þeirra áskorana sem tengjast loftslagsvá og grípi til viðeigandi ráðstafana.
2018. Desember. Öflug stjórnsýsla í loftslagsmálum. Álitsgerð Loftslagsráðs
Skýr stefnumörkun: Brýning til stjórnvalda um nauðsyn skýrrar stefnumörkunar til skamms- og langstíma í málaflokki loftslagsmála.
Víðtæk sátt mikilvæg: Mikilvægt er að ná sem víðtækastri sátt og stuðningi við loftslagsstefnu stjórnvalda til að hún lifi af stjórnarskipti og kosningar.
Grípa strax til aðgerða sem skila skjótum árangri og samhliða fara í langtímaskipulag: Brýnt er að grípa til beinna aðgerða sem skila skjótum árangri. Samhliða því þarf að taka stefnumarkandi ákvarðanir sem hrint geta af stað jákvæðri langtímaþróun sem skila mun enn frekari árangri til lengri tíma litið.
Samstarfsverkefni ríkisstjórnar og Alþingis: Nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi taki viðfangsefni föstum tökum og tryggi upplýsingaflæði til almennings, atvinnulífs og samtaka.
Virk samvinna innan ríkisstjórnar og Stjórnarráðsins lykilatriði: Loftslagsmál ganga þvert á verksvið flestra ráðuneyta og kalla því bæði á virka samvinnu og reglulegt samráð bæði á vettvangi ríkisstjórnar og innan Stjórnarráðsins.
Reglulegt almennt samráð: Kalla einnig á reglulegt samráð við sveitarfélög, atvinnulífið, vísindasamfélagið og almenning.
Samvinnan og samráðið þarf að vera markvisst, lausnarmiðað, skilvirkt, gagnsætt og byggt á upplýstu mati á áhættu og tækifærum.

Tafla 5. Meginniðurstöður úr útgefnu efni ráðsins varðandi helstu stjórntæki og innleiðingu þeirra.

2022. Júní. Opinber fjármál og loftslagsmál. Greinargerð Loftslagsráðs.
Græn fjárlagagerð tæki til að ná markmiðum í loftslagsmálum: Í skýrslu OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB um græna fjárlagagerð eru megin skilaboðin að græn fjárlagagerð geti verið öflugt tæki fyrir ríki til að ná markmiðum í loftslags- og umhverfismálum.
Opinber fjármál verða að styðja við loftslagsstefnu stjórnvalda: Horfa verður heildrænt á hagstjórn og ráðstöfun opinberra fjármuna og leita leiða til að tryggja að allar ákvarðanir um opinber fjármál styðji við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, meðal annars markmið um kolefnishlutleysi, viðnámsþrótt gegn loftslagsbreytingum og réttlát umskipti.
Við samhæfingu opinberra fjármála og loftslagsmála er fyrsta skrefið að skilgreina með skýrum hætti markmið og áherslur ríkisins í loftslagsmálum, bæði hvað varðar mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum. Ljóst þarf að vera hvaða árangri ríkið hyggst ná og hvernig, þar á meðal hvernig aðgerðir verði fjármagnaðar.
Stefna í loftslagsmálum samhæfð við ríkisfjármál: Lykilþættir árangurs eru að skýr stefna liggi fyrir í umhverfis- og loftslagsmálum og að nýtt séu tæki og aðferðir sem stuðlað geta að upplýstri ákvarðanatöku sem byggir á greiningu gagna og sýnt sé fram á samhæfingu ríkisfjármála við umhverfis- og loftslagsmarkmið.
Skýr umgjörð um stefnumörkun og ákvarðanir þarf að vera fyrir hendi sem og hlutverk og samspil viðeigandi stofnana.
Stefna um opinber fjármál þarf að grundvallast á skýrri stefnu og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Efla þarf mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða ríkisins til að skapa forsendur fyrir upplýstum og skilvirkum ákvörðunum um framlög til loftslagsmála.
Gagnsæi við fjárlagagerð mikilvæg: Tryggja þarf gagnsæi um ferli fjárlagagerðarinnar og veita aðgengilegar og skýrar upplýsingum um hvernig fjárlög eru samræmd markmiðum á sviði umhverfis- og loftslagsmála.
Óskýr flokkun á kostnaði loftslagsaðgerða: Flokkun á kostnaði vegna aðgerða í loftslagsmálum er ekki nægjanlega skýr.
Auka þarf gagnsæi og tengja loftslagsmál með skýrari hætti við áætlanagerð um opinber fjármál.
Bæta þarf gagnsæi og framsetningu upplýsinga um kostnað og tekjur vegna aðgerða í loftslagsmálum til að unnt sé að gera sér grein fyrir tengslum loftslagsstefnu stjórnvalda og þeirrar forgangsröðunar sem fram kemur í fjármálaáætlun og fjárlögum.
Fyrstu skrefin stigin: Af opinberum gögnum um ríkisfjármál sést að vinna er hafin hér á landi við að flétta loftslagsmarkmið inn í stefnumörkun í opinberum fjármálum.
Þrátt fyrir að fyrstu skrefin hafa verið tekin er ljóst að stjórnvöld eiga enn mikla vinnu fyrir höndum við að samhæfa stefnumörkun ríkisfjármála og loftslagsmála.
2021. Júlí. Þekking í þágu loftslagsmála. Greinargerð Loftslagsráðs.
Fjárfestingar þjóni loftslagsmarkmiðum: Kerfislæg umskipti kalla á miklar fjárfestingar og því er mikilvægt að tryggja að fjárfestingarnar þjóni loftslagsmarkmiðum.
Auka þarf þekkingu, setja viðmið og bæta greiningar á fjárfestingum út frá loftslagssjónarmiðum.
Loftslagshagstjórn og kvik haglíkön: Hagstjórn og áætlanagerð stjórnvalda þarf að taka mið af loftslagsmarkmiðum og greina þarf áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf og fjármálastöðugleika.
Haglíkön þurfa að vera þannig úr garði gerð að þau nýtist í kolefnishagstjórn.
2021. Janúar. Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu. Umsögn Loftslagsráðs.
Loftslagsmiðað skipulag landnýtingar mikilvæg mótvægis- og aðlögunaraðgerð: Loftslagsráð fagnar því að tekið er heildstætt á loftslagsvá og litið bæði til aðgerða sem minnka nettólosun og aðgerða sem byggja upp viðnámsþrótt gegn loftslagsvá.
Nota þarf öll tiltæk verkfæri í verkfærakistunni, þar með talið skipulag landnotkunar og byggðar. Í tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu eru lagðar fram aðgerðir og leiðbeiningar sem geta skilað miklum ávinningi. Sumar aðgerðir í skipulagsmálum skila ekki sjálfar beinum ávinningi í loftslagsmálum en eru þó nauðsynleg forsenda til að aðrar aðgerðir gangi upp.
2019. Júní. Uppbygging stjórnsýslu í loftslagsmálum. Álit Loftslagsráðs.
Efla kolefnishagstjórn: Þó hagrænum stjórntækjum hafi þegar verið beitt til að hafa áhrif á kolefnisbúskapinn, þá eru enn umtalverð tækifæri fyrirliggjandi til kolefnishag-stjórnar með sköttum og gjöldum og með ívilnunum.

Tafla 6. Meginniðurstöður úr útgefnu efni ráðsins varðandi landnotkun.

2021. Desember. Losun GHL frá landi – samantekt á rannsóknum og vöktun. Greinargerð Loftslagsráðs.
Auka rannsóknir til að bæta þekkingu á losun frá landi. Samhljómur innan ráðsins um að mikilvægt væri að auka rannsóknir og vöktun til að bæta þekkingu á raunverulegri losun frá landi og til að mæta kröfum alþjóðlegra samninga um skil á gögnum.
Þekkingaruppbygging þarf að vera þríþætt; 

• Bæta þarf þekkingu á losunarstuðlum tiltekinna landgerða
• Vinna þarf betur gagnagrunna um skiptingu lands í landgerðarflokka
• Auka þarf skilning á hvernig losun frá landi breytist með tíma og eftir árferði

2020. Október. Ábyrg kolefnisjöfnun. Álit Loftslagsráðs.
Uppbygging innviða kolefnisjöfnunar gerist of hægt: Loftslagsráð telur uppbyggingu innviða kolefnisjöfnunar gerast of hægt og brýnt að ráðist verði sem fyrst í úrbætur á eftirfarandi veikleikum:
Skortir alþjóðlega viðurkennda aðferðafræði: Mjög skortir á að alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði sé beitt við mælingar og útgáfu kolefniseininga sem leiðir til þess að einingar á markaði eru ekki sambærilegar og draga má í efa að sumar þeirra standist lágmarksgæðakröfur.
Skortir miðlæga skráningu: Það skortir miðlæga skráningu á útgáfu kolefniseininga, á viðskiptum með slíkar einingar og afskráningu þeirra þegar þær eru nýttar til kolefnisjöfnunar.
Viðmið um ábyrgar yfirlýsingar: Móta þarf viðmið um ábyrgar yfirlýsingar á samkeppnismarkaði og frá opinberum aðilum um að vara eða þjónusta hafi verið kolefnisjöfnuð. Slík viðmið þurfa að ná bæði til upplýsinga um kolefnisspor sem jafna skal og til eiginleika þeirra kolefniseininga sem nýta má til jöfnunar.
Úrbætur krefjast sameiginlegs átaks: Úrbætur krefjast sameiginlegs átaks aðila á markaði, fagstofnana, vottunaraðila og opinberra eftirlitsaðila. Loftslagsráð hvetur Stjórnarráðið eindregið til að stuðla að því að viðskipti með kolefniseiningar hér á landi standist fjölþjóðlegar kröfur um gæði eininga, gagnsæi og rekjanleika. Samkeppnisyfirvöld þurfa einnig að hafa eftirlit með yfirlýsingum um kolefnisjöfnun vöru og þjónustu og tryggja að slíkar yfirlýsingar standist samkeppnislöggjöf og önnur viðmið um eðlilega viðskiptahætti.
2020. Janúar. Innviðir kolefnisjöfnunar á Íslandi. Greinargerð Loftslagsráðs.
Skýrslunni var fyrst og fremst ætlað gefa yfirlit yfir helstu skilgreiningar og hugtök sem tengjast kolefnisjöfnun, innviði kolefnisjöfnunar og hvað þurfi að vera til staðar til að hægt sé að tala um slíka jöfnun á trúverðugan hátt. Fram kom að þetta væri aðeins fyrsta skref af mörgum sem þyrfti að taka til að efla þekkingu og skilning á hvað kolefnisjöfnun er og hvaða fræðilegu forsendur liggja að baki.
2019. Júní. Uppbygging stjórnsýslu í loftslagsmálum. Álit Loftslagsráðs.
Góðar upplýsingar um kolefnisbúskap undirstaða vandaðrar stjórnsýslu
Undirstaða vandaðar stjórnsýslu á sviði loftslagsmála byggir á góðum upplýsingum um kolefnisbúskap landsins.
Birta rauntímatölur losunar um leið og þær liggja fyrir: Mikilvægt að rauntímatölur um losun gróðurhúsalofttegunda séu birtar um leið og þær liggja fyrir í stað þess að bíða með það þangað til lokauppgjöri um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda er skilað til Loftslagssamnings Sþ og ESB.

Tafla 7. Meginniðurstöður úr útgefnu efni ráðsins varðandi aðlögun að loftslagsbreytingum.

2020. Janúar. Aðlögun að loftslagsbreytingum. Greinargerð Loftslagsráðs.
Skortir heildrænt skipulag aðlögunar: Ísland er eftirbátur annara ríkja í heildrænu skipulagi aðlögunar og á meðal fárra Evrópulanda sem hafi hvorki sett sér stefnu né áætlun í því tilliti. Þó sé ljóst að afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi, t.a.m. vegna aukinnar úrkomuákefðar og súrnunar sjávar, feli í sér umtalsverða áhættu fyrir fólk, eignir, innviði og efnahag.
Vinna þarf stefnu um aðlögun og áætlun um eftirfylgni: Lagt er til að unnin verði, í samráði við viðeigandi hagaðila stefna, um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum sem næsta skref að markmiði stjórnvalda um sérstaka áætlanagerð vegna aðlögunar og því langtímaverkefni að skapa heildrænt skipulag fyrir þennan málaflokk á ríkisstjórnarstiginu.
Til skemmri tíma litið er mælst til þess að samhliða þeirri vinnu kanni stjórnvöld hvaða aðgerðum, verkefnum og verkferlum vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum megi koma þegar af stað eða styrkja frekar án mikillar undirbúningsvinnu.
2019. Júní. Uppbygging stjórnsýslu í loftslagsmálum. Álit Loftslagsráðs.
Setja þarf viðmið í skipulagsgerð um hvað sé ásættanleg loftslagsáhætta:
Mikilvægt að opinberir aðilar setji viðmið í skipulagsgerð um ásættanlega áhættu þegar kemur að loftslagsvá. Mótun slíkra viðmiða kallar á virkt samráð ríkis og sveitarfélaga og samtal við haghafa.
Framsetning sviðsmynda um framtíðarþróun helstu umhverfisþátta (s.s. hækkun sjávarborðs, úrkomuákefð og hitafar) er nátengd umræðunni um hvað sé viðunandi áhætta. Formfesta þarf hver skuli bera ábyrgð á slíkri sviðsmyndagerð á grundvelli rannsókna, vöktunar og bestu fáanlegrar þekkingar.
Tengja starfsemi Loftslagsráðs og Vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga: Eðlismunur er á starfi Loftslagsráðs sem ætlað er að veita stjórnvöldum aðhald með markvissri ráðgjöf og starfi Vísindanefndar um afleiðingar loftslagsbreytinga sem tekur reglulega saman yfirlit yfir stöðuna hér á landi.
Auka þarf samráð Vísindanefndarinnar og Loftslagsráðs og áhersla lögð á að samfella í starfi Vísindanefndarinnar verði tryggð og henni verði gefið umboð til að vinna sviðsmyndir um framtíðarþróun helstu þátta sem taka þarf tillit til í ákvarðanatöku tengdri skipulagi og innviðauppbyggingu.
Möguleikar Loftslagsráðs til að kalla eftir upplýsingum og óska eftir greiningum á valkostum í stefnumörkun sem áhrif hefur á kolefnisbúskapinn eða tjónnæmi íslensks efnahagslífs verði tryggðir.
Efla þarf faglega ráðgjöf um tiltækar aðlögunarlausnir: Fagleg ráðgjöf til stjórnvalda um tiltækar lausnir verði efld, t.d. með því að Loftslagsráð leiti eftir ráðgjöf um náttúrulegar, tæknilegar, hagrænar eða félagslegar lausnir. Slík ráðgjöf verði unnin í samráði við leiðandi aðila í rannsóknum og nýsköpun og líti til reynslu annarra þjóða.

Tafla 8. Meginniðurstöður úr útgefnu efni ráðsins um stöðuskýrslu og aðgerðaáætlun. Staða 2023.

2021. Desember. Rýni Loftslagsráðs á fyrstu stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum
Stöðuskýrslan sýnir ekki raunstöðu og það skortir á eftirfylgni með aðgerðaáætlun: Þessi fyrsta stöðuskýrsla sýnir ekki hversu nálægt loftslagsmarkmiðum sínum Ísland er. Eftirfylgni með áætluninni er ófullnægjandi að mati ráðsins. Auka þarf gagnsæi um framkvæmd og ráðstöfun fjármuna, efla þarf miðlun og taka upp heildstæðari nálgun við árangursmat.
Uppfært markmið Íslands liggur ekki fyrir: Óheppilegt er að ekki sé búið að fastsetja hver hlutdeild Íslands er í uppfærðu markmiði ESB, Noregs og Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta dregur úr gildi stöðuskýrslunnar þar sem töluleg markmið sem tilgreind eru í skýrslunni munu taka breytingum.
Heildarmat á raunstöðu, miðað við framsett markmið um samdrátt, ekki til staðar: Stöðuskýrslur þurfa að fela í sér heildarmat á því hversu hratt miðar í átt að þeim markmiðum sem sett hafa verið. Byggja þarf slíkt árangursmat á viðurkenndri aðferðafræði og taka mið af reynslu annarra þjóða. Í stöðuskýrslu ættu að koma fram upplýsingar um tekjur og kostnað við hverja aðgerð auk verk- og kostnaðaráætlunar aðgerða næsta árs svo forgangsröðun hins opinbera komi skýrt fram.
Árangursmælikvarðar ekki skilgreindir fyrir allar aðgerðir: Mikill fjöldi aðgerða er enn í mótun og ekki er ljóst hvenær þær komast á framkvæmdastig.
Tölulegar greiningar hluti af reglulegri vöktun á væntum árangri loftslagsaðgerða: Greining á væntum árangri lá fyrir í sumum tilfellum í upphafi en slíkar greiningar þurfa nú að verða virkur hluti af framkvæmdinni með stöðugri endurskoðun á forsendum og beinum tengingum árangursmælikvarða við samdrátt í losun.
Árangursmælikvarðar verða að vera tengdir við greiningar á losun:
Við endurskoðun áætlunarinnar árið 2020 voru skilgreindir árangursmælikvarðar fyrir hverja aðgerð. Þessir árangursmælikvarðar eru grunnur stöðuskýrslunnar en hafa ekki verið tengdir við greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda.o Mælikvarðarnir þurfa að hafa skýra tengingu við raunverulegan samdrátt: Setja þarf markmið fyrir mælikvarðana sem byggja á raunverulegum samdrætti í losun.
Svo dæmi sé tekið þá hafa orkuskipti í samgöngum þann tilgang að skipta mengandi orkugjöfum út fyrir hreina orkugjafa og því þurfa upplýsingar um samsetningu bílaflotans að vera beintengdar við losunartölur.
Bæta upplýsingagjöf, til að mynda með stafrænu mælaborði loftslagsmála: Sýna þarf árangur yfir tiltekið tímabil í samanburði við vænt markmið. Bæta mætti upplýsingagjöf, til dæmis með því að setja upp í stafrænt mælaborð loftlagsmála.
Tengja mat í stöðuskýrslu við tölur um raunlosun og spár um vænta framtíðarlosun: Tengja þarf stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar við reglulegar skýrslur sem Umhverfis-stofnun vinnur fyrir Íslands hönd um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands (e. Report on Policies and and Measures and Projections; PaMs), svo betur megi greina hvernig: a) fyrri áætlanir hafi staðist og b) til að skýra heildarstefnu-mótun, áætlanagerð og greiningarvinnu hins opinbera í loftlagsmálum.
Mikilvægt að efla getu og umboð opinberra stofnana og samstarf í greiningarvinnu, t.a.m. við PaMs greiningu Umhverfisstofnunar og við þróun orkuspár.
Efla þarf stýringu og stjórnsýslu aðgerðaáætlunarinnar: Stýringu og stjórnsýslu aðgerðaáætlunar þarf að styrkja. Skipa þyrfti framkvæmdastjórn yfir áætluninni sem bæri ábyrgð á framkvæmd hennar. Slíka framkvæmdastjórn ætti að skipa lykilstjórnendum þeirra ráðuneyta og stofnana sem koma að framkvæmdinni og gefa þarf þeirri framkvæmdastjórn ráðstöfunarvald yfir fjármunum.
Tilgreina þarf nánar hverjir eru ábyrgðaraðilar hverrar aðgerðar, ekki eingöngu undir hvaða ráðuneyti aðgerðin fellur, sem og að tilgreina helstu haghafa, samstarfsaðila og stofnanir sem að framkvæmdinni koma og skýra hlutverk hvers og eins.
Skýra þarf hvernig bregðast eigi við og hver beri ábyrgð á umbótum ef í stöðuskýrslu kemur í ljós að aðgerðir séu ekki að skila nægjanlegum árangri.
Loftlagsráð fagnar því að hafin sé vinna við kostnaðar- og nytjagreiningu aðgerðaáætlunarinnar auk greiningar á réttlætissjónarmiðum, en slíkt er forsenda þess að aðgerðirnar skili sem mestum árangri á sem skilvirkastan hátt.
2020. Apríl. Rýni Loftslagsráðs á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Aðgerðaráætlunin er nauðsynlegt skref í vegferðinni sem fram undan er. Fulltrúar í Loftslagsráði eru sammála um að meira þurfi til vegna hættu af alvarlegum afleiðingum loftslagsvár.
Metnir þættir skila ekki þeim árangri sem skuldbindingar Íslands krefjast: Aukinn metnað þarf til að nauðsynleg markmið náist. Þættir sem metnir eru í áætluninni gefa til kynna 28% samdrátt en eftir er að útfæra aðgerðir í lykilatvinnuvegum sem gætu leitt til 40% samdráttar og marka leið að kolefnishlutleysi.
Meta þarf þjóðhagsleg áhrif aðgerða en tryggja samhliða réttlát umskipti: Vinna þarf kostnaðar- og ábatagreiningu þar sem m.a. þjóðhagsleg áhrif eru metin og sett fram með skýrum hætti. Kostnaður við eina aðgerð getur leitt til sparnaðar á öðrum sviðum og greiningin ætti að taka tilliti til þess. Samhliða þarf að tryggja sanngjörn umskipti í hagkerfinu sem leiða til velferðar og greina áhrif væntra aðgerða á mismunandi samfélagshópa. Kostnaðar- og ábatagreining þarf því að taka fullt mið af markmiðum um jöfnuð og félagslegt réttlæti loftslagsaðgerða.
Árangursmælikvarðar þurfa að vera gagnsæir og fjölbreyttir: Árangursmælikvarðar þurfa að vera gagnsæir og ættu annars vegar að tengjast einstökum aðgerðum og hins vegar vera víðir og lýsa samfélags- og efnahagsþróun á stórum skala.
Tryggja þarf stöðuga eftirfylgni með vöktun á árangri og endurskoðun á aðgerðum: Eftirfylgni með áætluninni þarf að vera lifandi og stöðug endurskoðun þarf að eiga sér stað. Fylgjast þarf með framgangi og stjórnvöld þurfa að vera tilbúin til að herða á aðgerðum ef þróunin gefur tilefni til. Setja þarf skýr viðmið um hvenær grípa þarf inn.
Tryggja þarf umboð og ábyrgð verkefnisstjórnar hvað varðar eftirfylgni: Tryggja þarf að verkefnastjórn aðgerðaáætlunarinnar sé í stakk búin til að hafa nauðsynlega yfirsýn og hafi úrræði til að tryggja eftirfylgni.
Uppfæra orkuspá reglulegar og uppfæra losunarbókhald Íslands hraðar: Það er veikleiki í áætluninni að spár um losun sem byggja á eldsneytisspá frá 2016, eru úreltar í mikilvægum atriðum. Spár, s.s. eldsneytisspá, þarf að uppfæra reglulega og loftslagsbókhald Íslands þarf að uppfæra hraðar.
Setja þarf fram raunhæfa áætlun um útfösun jarðefnaeldsneytis: Ráðið telur tímabært að setja fram, samhliða orkuspá, raunhæfa áætlun um hvernig útfösun jarðefnaeldsneytis verður náð.
Setja sem fyrst markmið og markvissari skref í aðgerðum sem eftir á að útfæra: m.a. um sjávarútveg, landbúnað og varðandi orkuskipti í þungaflutningum.
Óljós framsetning á losun frá landnotkun: Skýra þarf framsetningu á losun frá landnotkun og hvernig miðað er við ólíka tímaramma þegar tölur eru settar fram.
2019. Mars. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030. Álitsgerð Loftslagsráðs.
Tímasett og mælanleg markmið ekki til staðar; ekki hægt að meta væntan árangur: Loftslagsráð getur ekki á þessu stigi lagt mat á hversu mikils árangurs megi vænta. Til þess skortir upplýsingar um tímasett og magnbundin markmið um samdrátt í losun og nánari útfærslu þeirra aðgerða sem grípa á til.
Lykiltölur þarf að vakta í rauntíma, ekki tæpum tveim árum síðar: Þegar niðurstöðu-tölur heildarbókhalds Umhverfisstofnunar um kolefnisbúskapinn eru birtar hafa tæp tvö ár liðið frá því að losunin átti sér stað. Það er því einnig brýnt að vakta lykilvísi-tölur í rauntíma, s.s. nýskráningar bifreiða, fjölda ferðamanna og aðrar breytur svo bregðast megi við væntanlegri aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda tímanlega og fylgjast með hve miklu aðgerðir eru að skila.
Samræma þarf árangursmat áætlunarinnar við vinnslu losunarspár landsins: Mikilvægt er að árangursmat fyrir áætlunina verði samræmt vinnslu losunarspár fyrir landið í heild sem Umhverfisstofnun vinnur á grundvelli laga um loftslagsmál. Aðeins með þeim hætti verður mögulegt að átta sig á stöðu Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum og hvort grípa þurfi til frekari aðgerða til að draga úr losun.
Tryggja að ábyrgðarskipting innan stjórnkerfisins sé skýr og allir innviðir til staðar: Kanna þarf hvort núverandi ábyrgðarskipting innan stjórnkerfisins varðandi gagnasöfnun og upplýsingagjöf um kolefnisbúskapinn sé nægjanlega skýr; hvort fullnægjandi mannauður, innviðir eða fjármagn séu til staðar. Ef ekki, er brýnt ráða bót á því án tafar því hér eru miklir hagsmunir í húfi.
Kynna þarf útfærslu alþjóðlegra skuldbindinga Íslands: Mikilvægt er að útfærsla skuldbindinga Íslands gagnvart Parísarsamningnum, sem uppfylltar verða sameiginlega með aðildarríkjum ESB, verði kynnt með skýrum og aðgengilegum hætti í næstu útgáfu aðgerðaáætlunarinnar.
Tryggja þarf skýra ábyrgðarskiptingu á aðgerðum og eftirfylgni með áætluninni: Hvernig eftirfylgni verður háttað ræður miklu um árangur. Mikilvægt er að tryggja að ráðuneytin og stofnanir þeirra sýni árangur hið fyrsta í þeim verkefnum sem þau bera ábyrgð á og því eðlilegt að viðhalda því samráði innan stjórnarráðsins sem byggt var upp við undirbúning áætlunarinnar. Einnig er mikilvægt að ríkisstjórnin í heild sinni fari reglulega yfir stöðuna, meti hana og grípi til viðeigandi ráðstafana.
Áætlunin þarf að vera sameign þjóðarinnar og þannig ábyrgð okkar allra: Áætlunin mun aðeins skila þeim árangri sem að er stefnt ef hún verður sameign þjóðarinnar þannig að öll stjórnsýslustig og hagaðilar finni til ábyrgðar og skynji að framlag þeirra sé metið. Eðlilegt er því að fulltrúar sveitarfélaga og hagaðila komi með beinum hætti að eftirfylgni þeirra þátta sem að þeim snúa. Eftirfylgni á framkvæmdastigi er meira krefjandi en undirbúningur aðgerða.

Tafla 1. Yfirlit yfir útgefin álit og greinargerðir Loftslagsráðs 2018-2023.

Starfsár
2018-2019 (júní-júní)
2018-2019 (júní-júní)
2018-2019 (júní-júní)
2019-2020 (ágúst-júní)
2019-2020 (ágúst-júní)
2019-2020 (ágúst-júní)
2019-2020 (ágúst-júní)
2020-2021 (ágúst-júní)
2021-2022 (ágúst-júní)
2021-2022 (ágúst-júní)
2021-2022 (ágúst-júní)
2022-2023 (ágúst-júní)
Álit
Öflug stjórnsýsla í loftslagsmálum (des. 2018)
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030 (mars 2019)
Uppbygging stjórnsýslu í loftslagsmálum (júní 2019)
Rýni Loftslagsráðs á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum (apríl 2020)
Rýni Loftslagsráðs á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum (apríl 2020)
Rýni Loftslagsráðs á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum (apríl 2020)
Rýni Loftslagsráðs á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum (apríl 2020)
Umsögn um tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026 (jan. 2021)
Rýni á stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum (des. 2021)
Loftslagsaðgerðir ekki í samræmi við viðvaranir milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) (júní 2022)
Uppgjör Loftslagsráðs (júní 2023)
Greinargerðir
Samantekt – Vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum (maí 2019)
Samantekt – Vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum (maí 2019)
Samantekt – Vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum (maí 2019)
Umræðuplagg – Aðlögun að loftslags-breytingum (jan. 2020)
Umræðuplagg – Innviðir kolefnsjöfnunar á Íslandi (jan. 2020)
Samantekt um kolefnishlutleysi (apríl 2020)
Úttekt á framtíðarfyrirkomulagi stjórnsýslu loftslagsmála (júní 2020)
Þekking í þágu loftslagsmála (júlí 2021)
Losun gróðurhúsalofttegunda frá landi - samantekt á rannsóknum og vöktun (des 2021)
Minnisblað um uppboðstekjur losunarheimilda (mars 2022)
Opinber fjármál og loftslagsmál (júní 2022)