Fundargerð 15. fundar Loftslagsráðs

16. október 2019

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Sigurður Thorlacius, Maríanna Traustadóttir, Sigurður Eyþórsson, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Gunnar Dofri Ólafsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Hrefna Karlsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson, Steingrímur Jónsson.

Varafulltrúar: Helga Ögmundardóttir, Björn Guðbrandur Guðmundsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir

Anna Sigurveig, starfsmaður Loftslagsráðs, sat fundinn og ritaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt með breytingu samkvæmt tillögu sem borist hafði fyrir fundinn.

Kolefnishlutleysi 2040

  • Umræðan um kolefnishlutleysi er skammt á veg komin hérlendis en vonast er til þess að umfjöllun ráðsins bæti skilning á hvað átt er við með kolefnishlutleysi og hver myndbirting þess gæti orðið í íslensku samhengi.
  • Mikilvægt er í þessu sambandi að gera skýran greinarmun á eðlismuninum sem fellst í því að horfa til 2030 annars vegar og hins vegar til 2040. Þetta er viðbótarflækjustig fyrir marga en til ársins 2030 mun verkefnið snúast um að gera það sem þarf til að draga megi úr losun, þegar horft er til lengri tíma er mikilvægi framtíðarsýnar og þess að viðhalda hagsæld og tryggja verðmætasköpun.
  • Í umræðum ráðsins kom fram Verkefnið er í sjálfu sér ekki flókið, snýst um að ná jafnvægi í losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda en það þarf að finna góða strategíu til að ná þessum markmiðum fram.
  • Reykjavíkurborg hefur sett fram stefnu um kolefnishlutleysi líkt og ríkisstjórnin hefur sett takmark um kolefnishlutleysi árið 2040. Mikilvægt er að setja fram stefnu, en henni þarf að fylgja aðgerðalisti. Umræðan um kolefnishlutleysi er erfið fyrir mörg sveitarfélög þar sem losun frá landnotkun er mjög mikil og fámenn sveitarfélög ná ekki tökum á slíkri losun ein síns liðs.
  • Mikilvægt er að einfalda skilaboðin eins og hægt er. Nú er talað um loftslagskvíða og nóg er af málefnum sem þarf helst að vera sérfræðingur til að skilja, næringarfræðingur, upplýsingatæknifræðingur.
  • Upplýsingarnar eru oft ekki til staðar, þær þurfa að vera til staðar til að hægt sé að skilja vandamálið og bregðast við.
  • Erlent samstarf er í þessu mikilvægt fyrir Ísland því hver og einn einstaklingur er í mörgu.
  • Spurning er hvað eru eðlilegar uppgjörseiningar, þéttbýli, dreifbýli, fyrirtæki, sveitarfélög o.s.frv. Reiknireglur skipta máli, hvar drögum við línu í sandinn varðandi landnotkun, verið er að miða við 1990 eða 2005 í áætlunum annarra ríkja. Ræða þarf hver grunnlínan er og hvað það þýðir að við drögum línuna á ákveðnum stað.
  • Hlutverk ráðsins er að sýna stjórnvöldum fram á möguleikana, síðan leggjum við upp miðað við skilgreiningarnar.
  • Eitt mikilvægasta framtak Loftslagsáðs er að spyrja réttu spurninganna, ekki endilega svara þeim. Þegar kemur að tölum eru ákvarðanir um landið stærsta málið. Mikilvægt er að fá betri upplýsingar um landnotkun.
  • Leggja þarf áhersla á upplýsingagjöf, markmiðin séu skýr og fela í sér framfarir og bætur fyrir Ísland, t.d. að nota heimatilbúna orku.
  • Skilgreining á kolefnishlutleysi er að nokkru leiti pólitísk spurning en ráðið ætti að leggja fram þær skilgreiningar og hvað þær þýða. Greining ráðsins er vísir að slíku, en þó að skilgreining á kolefnishlutleysi sé að einhverju leiti pólitísk spurning, þá er ljóst að það er ekki eins ráðherra að ákveða, heldur ríkistjórnar eða þingsins. En spurningin er ekki bara stjórnvalda. Það væri mikill skaði ef umræða um kolefnishlutleysi fjallar um uppgjörsreglur, þær eru nauðsynlegar en uppgjörsreglur eru stöðugt að breytast.
  • Einnig er mikilvægt að gera greiningar sem tengjast hagstærðum, þar sem kemur fram samhengi milli losunar og verðmætasköpunar. Hvar fáum við mestu velferðina, hér þarf raunverulega hagsmunagreiningu.
  • Mikilvægt er að ræða einnig hver er kostnaðurinn við aðgerðarleysi.
  • Nauðsynlegt er að Loftslagsráð vinni áfram með kolefnishlutleysi, hver viljum við að staðan sé í vor, hvernig getum við losað um kraft og fengið umræðu um kolefnishlutleysi í baklandinu. Nú hefur ungt fólk stigið fram, hvernig er hægt að vinna með ungu fólki? Hvernig virkum við bakland Loftslagsráðs? Hvernig getur Loftslagsráð gert starf fulltrúa í Loftslagsráði auðveldara?

Næstu skref

Ákveðið var varðandi skýrslu um kolefnishlutleysi að fulltrúar hafi viku til að gera athugasemdir við skjalið. Ákveðið var að þegar skjalið er gert opinber fylgi henni yfirlýsing frá Loftslagsráði um þá fyrirvara sem henni eru settar. Formaður og varaformaður komi með tillögu að yfirlýsingu sem tekur mið af umræðum fundarins og kynni á næsta fundi ráðsins, auk þess sem athugasemdir verða teknar til greina.

Upplýsinga- og fræðslumál

  • Innan Loftslagsráðs er hópur sem er að skoða upplýsinga og fræðslumál. Í hópnum eru Maríanna, Sævar Helgi og Sigurður Thorlacius, Anna Sigurveig heldur utan um þá vinnu.
  • Á fundum Loftslagsráðs hefur umræða um flækjustigið oft komið upp og mikill vilji er til að leita leiða til að greiða úr því. Hópurinn leggur til að láta vinna myndefni (e. infograms) um loftslagsmál, sem hægt er að nota til að miðla upplýsingum og greiða úr flækjustiginu, slíkar myndir væru öllum aðgengilegar. Hópurinn leggur einnig til að unnið verði að því að setja upp námskeið fyrir fjölmiðlafólk. Fyrirmyndir af slíkum námskeiðum eru að finna erlendis og hægt er að vinna eftir slíku. Mikilvægt er að slíkt verði unnið á forsendum blaðamanna og í miklu samstarfi við þá.
  • Ákveðið var að fara áfram með þessar hugmyndir en Loftslagsráð áréttar að hlutverk blaða- og fréttamanna sé virt í hvívetna við skipulag slíks námskeiðs.
  • Mikill vilji er fyrir því að upplýsingar frá ráðinu séu aðgengilegar og mikilvægur liður í því er að það hafi veftilvist sem hentar vel til miðlunar, vefsíða sem er óháð Stjórnarráðinu og býður upp á meiri möguleika væri nærtækasti kosturinn. Ákveðið var að málið yrði tekið til skoðunar.
  • Fleiri hugmyndir til miðlunar voru ræddar og verða þær teknar upp í upplýsinga- og fræðsluhóp ráðsins.

Aðlögun að loftslagsbreytingum

Farið var yfir þá vinnu sem Loftslagsráð hefur haft með höndum um aðlögun að loftslagsbreytingum en haldin var ráðstefna og vinnustofa um aðlögun í vor. Ráðið fékk einnig Magnús Rafn Sigurðsson til að vinna umræðuskjal um aðlögun og hafði hann því góðan efnivið. Á næsta fundi ráðið taka aðlögun fyrir og skýrslu Magnúsar. Oft er litið á aðlögun sem vandamál, en aðlögunarvinna felur einnig í sér tækifæri þar sem fjárfestingar í aðlögun geta verið mjög hagkvæmar. Markmiðið verður að gera skjalið opinbert fljótlega í kjölfar næsta fundar.

Starfsáætlun Loftslagsráðs

Drög að starfsáætlun voru kynnt en ekki náðist tími til umræðna. Áfram verður unnið með áætlunina og hún lögð fyrir á næsta fundi.

Loftslagssjóður

Hildur Knútsdóttir formaður Loftslagssjóðs er tilbúin til að koma á næsta fund þann 6. nóvember og kynna málið fyrir ráðinu. Gert hefur verið samkomulag við Rannís um að það haldi utan um sjóðinn.

Önnur mál

Erindi barst frá Skipulagstofnun fyrir fundinn sem ekki gafst tími til að ræða. Leitast verður eftir því að svara erindinu milli funda.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.