Upplýsingafundir Ungra umhverfissinna
Yfirlit
2
3

Ungir umhverfissinnar (UU) hafa tekið þátt í að skipuleggja verkföll fyrir loftslagið undir formerkjum Fridays for Future Ísland undanfarin tvö ár þar sem fjöldi félaga og einstaklinga koma saman og vinna að sameiginlegu markmiði. Nú blása UU til þriggja upplýsingafunda á komandi vikum í ljósi stöðu loftslagsmála í heiminum. Þeim til halds og traust verða þrír sérfræðingar í loftslagsmálum og sjálfbærni ásamt gestum. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs er einn af þessum þremur sérfræðingum en hinir eru Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ og Halldór Björnsson formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar.

Fundirnir þrír verða í Norræna húsið og í beinu streymi á netinu á eftirtöldum dagsetningum:

Gestir á fyrsta fundinum þann 20. ágúst eru Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur, Environice og Sigurður Reynir Gíslason vísindamaður við Jarðvísindastofnun HÍ.

Ungir umhverfissinnar eru frjáls félagasamtök og er tilgangur félagsins að vera vettvangur ungs fólks á Íslandi til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum. 

Loftslagsverkfall.jpg (843×1192)