SKRIFSTOFA LOFTSLAGSRÁÐS

thorunn@loftslagsrad.is

545 8660

Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Framkvæmdastjóri

Þórunn er framkvæmdastjóri Loftslagsráðs og stýrir skrifstofu þess. Þórunn er með doktorsgráðu í umhverfisfræðum frá LbhÍ, með áherslu á greiningu á samþættum samfélagslegum og vistfræðilegum kerfum, stefnumiðum og mati á árangri. Hún er einnig með MSc gráðu í landgræðsluvistfræði frá LbhÍ og BSc gráðu í landfræði frá HÍ.

Síðustu 20 árin hefur Þórunn sinnt fjölbreyttum störfum á sviði umhverfis- og loftslagsmála og tekist á við nýjar og metnaðarfullar áskoranir, svo sem hvað varðar nýsköpun og rannsóknir og þekkingarmiðlun til almennings. Hún hefur einnig tekið beinan þátt í opinberri umræðu um loftslagsmál og mikilvægi sjálfbærrar auðlindanýtingar, bæði innanlands og erlendis.

Þórunn hefur víðtæka þekkingu og reynslu sem stjórnandi og sérfræðingur á sviði loftslags- og sjálfbærnimála og hefur tekið virkan þátt í stefnumótun, markmiðssetningu og eftirfylgni bæði innan opinberrar stofnunar, ráðuneyti umhverfismála, stjórnmálasamtaka og innlendra og erlendra umhverfis- og náttúruverndarsamtaka. (Ritaskrá Þ.W.P.).

Álit ráðsins

Verkefni Loftslagsráðs felast m.a. í því að rýna á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál og veita ráðgjöf um aðlögun að loftslagsbreytingum. 

SKULDBINDINGAR ÍSLANDS

Ísland hefur verið aðili að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), allt frá því samningurinn tók gildi árið 1994. Öll útfærsla markmiða í loftslagsmálum hér á landi tekur því mið af alþjóðlegu og evrópsku regluverki til að tryggja að markmið Íslands séu skýr og samanburðarhæf á alþjóðavettvangi.