Fulltrúar í Loftslagsráði
![]() | Halldór Þorgeirsson Halldór er formaður Loftslagsráðs, skipaður af ráðherra án tilnefningar. Hann hefur áratuga reynslu af stefnumörkun í loftslagsmálum, bæði sem skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu og sem yfirmaður stefnumörkunar hjá Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann hélt utan samninga um Parísarsamninginn. Áður var hann brautryðjandi í rannsóknum á kolefnisbúskap íslenskra skógarvistkerfa. | |
![]() | Brynhildur Davíðsdóttir Brynhildur er varaformaður Loftslagsráðs, skipuð af ráðherra án tilnefningar. Brynhildur er prófessor í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ og stjórnarformaður Orkuveitunnar. | |
![]() | Aðalheiður Snæbjarnardóttir Aðalheiður er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum. Hún er með MSs gráðu í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ og Bsc gráðu í Viðskiptafræði frá HR. Hún var áður sjálfstætt starfandi ráðgjafi í sjálfbærni. Aðalheiður situr í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og er tilnefnd í Loftslagsráð af Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. | |
![]() | Auður Alfa Ólafsdóttir Auður Alfa er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ og starfar sem sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ. Hún er með BA gráðu í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði og stundar nám í opinberri stjórnsýslu. Auður Alfa starfaði áður í nýsköpunargeiranum hjá fyrirtækjum með umhverfisvænar tæknilausnir. Hún situr í stjórn Neytendasamtakanna. Auður Alfa er tilnefnd í Loftslagsráð af ASÍ. | |
![]() | Árni Finnsson Árni er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og annar tveggja fulltrúa umhverfisverndarsamtaka í Loftslagsráði. | |
![]() | Brynhildur Pétursdóttir Brynhildur er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún hefur ritstýrt Neytendablaðinu um árabil og skrifað fjölda greina um umhverfismál og sjálfbæra neyslu. Brynhildur er tilnefnd í Loftslagsráð af Neytendasamtökunum. | |
![]() | Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir Guðfinna Aðalgeirsdóttir er prófessor í jarðeðlisfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, þar sem hún stundar rannsóknir í jöklafræði og á áhrifum loftslagsbreytinga á þróun jökla. Hún er annar tveggja fulltrúa háskólasamfélagsins í Loftslagsráði. | |
Guðmundur Þorbjörnsson Guðmundur starfar hjá verkfræðistofunni Eflu og er fyrrum framkvæmdastjóri hennar. Hann er byggingarverkfræðingur M.Sc. og með MBA gráðu. Hann er fulltrúi Viðskiptaráðs Íslands í Loftslagsráði. | ||
![]() | Hildur Hauksdóttir Hildur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún er með MBA gráðu og Bsc gráðu í rekstrarverkfræði frá HR. Hildur vann áður við umhverfismál og samfélagsábyrgð hjá HB Granda (nú Brim). Hildur situr í stjórn Úrvinnslusjóðs. Hildur er tilnefnd í Loftslagsráð af Samtökum atvinnulífsins. | |
![]() | Hrönn Hrafnsdóttir Hrönn Hrafnsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og starfar sem sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hún hefur starfað að loftslagsmálum síðan 2011 hjá Reykjavíkurborg og er tengiliður borgarinnar við alþjóðasamtök borga á sviði loftslagsmála Global Covenant of Mayors og er ábyrg fyrir upplýsingagjöf til þeirra samtaka. Hún er annar tveggja fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. | |
![]() | Ragnhildur Freysteinsdóttir Ragnhildur er umhverfisfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands þar sem hún sinnir m.a. fræðslu- og útgáfumálum, samskiptum og málefnum Kolviðar. Hún er annar tveggja aðalfulltrúa umhverfisverndarsamtaka í Loftslagsráði. | |
![]() | Sigurður Loftur Thorlacius Sigurður er umhverfisverkfræðingur (M.Sc.) og hefur unnið fjölmörg verkefni á sviði loftslagsmála og kolefnisspors hjá EFLU verkfræðistofu. Sigurður var ritari Ungra umhverfissinna til tveggja ára og formaður loftslagsnefndar félagsins til fjögurra ára. Hann var skipaður í Loftslagsráð af umhverfis- og auðlindaráðherra sem fulltrúi ungs fólks. | |
![]() | Smári Jónas Lúðvíksson Smári lauk B.Sc prófi í umhverfisskipulagsfræði og verknámi í skrúðgarðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann starfar sem verkefnastjóri umhverfismála hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Smári vann áður sem umhverfisstjóri sveitarfélagsins Norðurþings. Hann er annar tveggja fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í Loftslagsráði. | |
![]() | Steingrímur Jónsson Steingrímur er prófessor í haffræði við Háskólann á Akureyri auk þess að sinna starfi hjá Hafrannsóknastofnun. Hann er tilnefndur í Loftslagsráð af samstarfsnefnd háskólastigsins. | |
![]() | Valur Klemensson Valur starfar sem sérfræðingur í umhverfismálum hjá Bændasamtökum Íslands og er tilnefndur í Loftslagráð af samtökunum. Hann er með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands í umhverfisskipulagi og mastersgráðu frá Tækniháskólanum í München í sjálfbærri auðlindanýtingu. | |
Varafulltrúar | ||
Agla Eir Vilhjálmsdóttir Agla Eir er lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands, tilnefnd í Loftslagsráð af Viðskiptaráði. | ||
Björn Guðbrandur Jónsson Björn Guðbrandur er framkvæmdastjóri samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Hann er annar tveggja varafulltrúa í Loftslagsráði fyrir hönd umhverfissamtaka. | ||
Eygerður Margrétardóttir Eygerður er verkefnisstjóri umhverfis- og úrgangsmála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hún er landfræðingur og umhverfisfræðingur að mennt og hefur um árabil starfað að loftslags- og umhverfismálum á sveitarstjórnarstigi. Hún er tilnefnd í Loftslagsráð af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. | ||
Hafdís Hanna Ægisdóttir Hafdís Hanna er plöntuvistfræðingur (PhD). Hún er með áralanga stjórnunarreynslu á sviði vistheimtar, loftslagsmála og þróunarsamvinnu sem forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna 2010-2020. Hafdís Hanna er varafulltrúi Neytendasamtakanna í Loftslagsráði. | ||
Heimir Björn Janusarson Heimir Björn er skrúðgarðyrkjufræðingur, umsjónarmaður Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Heimir er tilnefndur í Loftslagsráð af Alþýðusambandi Íslands. | ||
Helga Ögmundardóttir Helga er lektor í mannfræði við HÍ. Rannsóknarsvið hennar eru umhverfismál, loftslagsmál, sambúð manns og náttúru, menn og dýr, orku- og auðlindamál, tækni og umhverfi o.s.frv. Hún situr í Loftslagsráði sem varafulltrúi fyrir háskólasamfélagið. | ||
Hlynur Gauti Sigurðsson Hlynur starfar sem sérfræðingur og þjónustar búgreinardeild skógarbænda hjá Bændasamtökunum og er tilnefndur sem varafulltrúi þeirra í Loftslagsráð. Hann er menntaður landslagsarkitekt og borgarskógfræðingur og var ráðgjafi í skógrækt í áratug. | ||
Hlynur Óskarsson Hlynur er dósent í vistkerfisfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur um árabil verið virkur þátttakandi í innlendum og erlendum rannsóknum á kolefnisbúskapi vistkerfa og áhrifum landnýtingar þar á. Hlynur er tilnefndur í Loftslagsráð af háskólasamfélaginu. | ||
Hrund Gunnsteinsdóttir Hrund er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Hún er varafulltrúi Festu í Loftslagsráði. | ||
Jóna Þórey Pétursdóttir Jóna Þórey er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Hún lauk grunnnámi í lögfræði frá HÍ vorið 2018. Jóna Þórey er skipuð í Loftslagsráð af ráðherra án tilnefningar sem varafulltrúi ungs fólks. | ||
Kristín Vala Ragnarsdóttir Kristín Vala er prófessor í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Hennar vísindalegi bakgrunnur er í jarðefnafræði, tengingu umhverfis og heilsu, og jarðvegsfræði. Núverandi rannsóknir snúa að því að finna sjálfbærnilausnir fyrir framtíðina, þar á meðal náttúruauðlindastjórnun og þróun velsældarhagkerfa. Kristín Vala er tilnefnd í Loftslagsráð sem varafulltrúi umhverfisverndarsamtaka. | ||
Páll Björgvin Guðmundsson Páll Björgvin er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hann er tilnefndur sem varafulltrúi Samtaka íslenskra sveitarfélaga. | ||
Pétur Blöndal Pétur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, og stjórnarmaður í Álklasanum. Hann er tilnefndur í Loftslagsráð af Samtökum atvinnulífsins. |