Hoppa yfir valmynd

Fulltrúar í Loftslagsráði

Halldór Þorgeirsson   
Halldór Þorgeirsson 
Halldór er formaður Loftslagsráðs, skipaður af ráðherra án tilnefningar. Hann hefur áratuga reynslu af stefnumörkun í loftslagsmálum, bæði sem skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu og sem yfirmaður stefnumörkunar hjá Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann hélt utan samninga um Parísarsamninginn. Áður var hann brautryðjandi í rannsóknum á kolefnisbúskap íslenskra skógarvistkerfa.   
 Brynhildur Davíðsdóttir  
Brynhildur Davíðsdóttir 
Brynhildur er varaformaður Loftslagsráðs, skipuð af ráðherra án tilnefningar. Brynhildur er prófessor í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. 
 Aðalheiður Snæbjarnardóttir  
Aðalheiður Snæbjarnardóttir
Aðalheiður er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum. Hún er með MSs gráðu í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ og Bsc gráðu í Viðskiptafræði frá HR. Hún var áður sjálfstætt starfandi ráðgjafi í sjálfbærni. Aðalheiður situr í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og er tilnefnd í Loftslagsráð af Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
 Auður Alfa Ólafsdóttir  
Auður Alfa Ólafsdóttir
Auður Alfa er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ og starfar sem sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ. Hún er með BA gráðu í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði og stundar nám í opinberri stjórnsýslu. Auður Alfa starfaði áður í nýsköpunargeiranum hjá fyrirtækjum með umhverfisvænar tæknilausnir. Hún situr í stjórn Neytendasamtakanna. Auður Alfa er tilnefnd í Loftslagsráð af ASÍ.
Árni Finnsson      
Árni Finnsson 
Árni er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og annar tveggja fulltrúa umhverfisverndarsamtaka í Loftslagsráði.
 
      
Guðmundur Þorbjörnsson
Guðmundur starfar hjá verkfræðistofunni Eflu og er fyrrum framkvæmdastjóri hennar. Hann er byggingarverkfræðingur M.Sc. og með MBA gráðu. Hann er fulltrúi Viðskiptaráðs Íslands í Loftslagsráði.
 
    Hafdís Hanna Ægisdóttir
Hafdís Hanna er plöntuvistfræðingur (PhD). Hún  er með áralanga stjórnunarreynslu á sviði vistheimtar, loftslagsmála og þróunarsamvinnu sem forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna 2010-2020. Hafdís Hanna er fulltrúi Neytendasamtakanna í Loftslagsráði.
   
Hildur Hauksdóttir
Hildur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún er með MBA gráðu og Bsc gráðu í rekstrarverkfræði frá HR. Hildur vann áður við umhverfismál og samfélagsábyrgð hjá HB Granda (nú Brim). Hildur situr í stjórn Úrvinnslusjóðs. Hildur er tilnefnd í Loftslagsráð af Samtökum atvinnulífsins.
    Hjörleifur Einarsson
Hjörleifur Einarsson er prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Hjörleifur er með doktorspróf í matvælafræði frá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg, Svíþjóð. Hans rannsóknir og kennsla fjalla um gæði og öryggi matvæla, fremst sjávarfangs auk nýsköpunar og bættri nýtingu lífmassa úr sjó. Þessar rannsóknir tengjast mjög svo bláa hringrásarhagkerfinu. Hjörleifur er annar tveggja fulltrúa háskólasamfélagsins í Loftslagsráði.
 Hrönn Hrafnsdóttir  
Hrönn Hrafnsdóttir
Hrönn Hrafnsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og starfar sem sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hún hefur starfað að loftslagsmálum síðan 2011 hjá Reykjavíkurborg og er tengiliður borgarinnar við alþjóðasamtök borga á sviði loftslagsmála Global Covenant of Mayors og er ábyrg fyrir upplýsingagjöf til þeirra samtaka. Hún er annar tveggja fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
    Ingibjörg Svala Jónsdóttir
Ingibjörg Svala er prófessor í vistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og hefur sinnt rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á vistkerfi norðurslóða í rúma þrjá áratugi. Hún hefur starfað við háskólastofnanir í Svíþjóð og Noregi og leiddi uppbyggingu Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 2006-2009. Ingibjörg Svala er annar tveggja fulltrúa háskólasamfélagsins í Loftslagsráði.
 Ragnhildur Freysteinsdóttir  
Ragnhildur Freysteinsdóttir
Ragnhildur er umhverfisfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands þar sem hún sinnir m.a. fræðslu- og útgáfumálum, samskiptum og málefnum Kolviðar. Hún er annar tveggja aðalfulltrúa umhverfisverndarsamtaka í Loftslagsráði.Smári Jónas Lúðvíksson
 
Smári Jónas Lúðvíksson
Smári lauk B.Sc prófi í umhverfisskipulagsfræði og verknámi í skrúðgarðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann starfar sem verkefnastjóri umhverfismála hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Smári vann áður sem umhverfisstjóri sveitarfélagsins Norðurþings. Hann er annar tveggja fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í Loftslagsráði.
    Tinna Hallgrímsdóttir
Tinna  er með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands auk B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði. Hún er forseti Ungra umhverfissinna, einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins og situr í Sjálfbærniráði. Tinna er jafnframt ungmennafulltrúi Íslands í sérfræðingahóp Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun. Áður gegndi hún stöðu ungmennafulltrúa Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar ásamt því að vera varafulltrúi á sviði mannréttinda. Hún  hefur hlotið viðurkenningu fyrir störf sín og var m.a. valin Félagi ársins 2021 hjá Landssambandi ungmennafélaga. Tinna er fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, skipuð án tilnefningar af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
 Valur Klemensson  
Valur Klemensson 
Valur starfar sem sérfræðingur í umhverfismálum hjá Bændasamtökum Íslands og er tilnefndur í Loftslagráð af samtökunum. Hann er með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands í umhverfisskipulagi og mastersgráðu frá Tækniháskólanum í München í sjálfbærri auðlindanýtingu.

 Varafulltrúar

   
       Agla Eir Vilhjálmsdóttir
Agla Eir er lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands, tilnefnd í Loftslagsráð af Viðskiptaráði.
    Björn Guðbrandur Jónsson
Björn Guðbrandur er framkvæmdastjóri samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Hann er annar tveggja varafulltrúa í Loftslagsráði fyrir hönd umhverfissamtaka.
    Brynhildur Pétursdóttir
Brynhildur er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún hefur ritstýrt Neytendablaðinu um árabil og skrifað fjölda greina umhverfismál og sjálfbæra neyslu. Brynhildur er varafulltrúi Neytendasamtakanna í Loftslagsráði.
    Eygerður Margrétardóttir
Eygerður er verkefnisstjóri umhverfis- og úrgangsmála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hún er landfræðingur og umhverfisfræðingur að mennt og hefur um árabil starfað að loftslags- og umhverfismálum á sveitarstjórnarstigi. Hún er tilnefnd í Loftslagsráð af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  
    Heimir Björn Janusarson
Heimir Björn er skrúðgarðyrkjufræðingur, umsjónarmaður Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Heimir er tilnefndur í Loftslagsráð af Alþýðusambandi Íslands.
    Helga Ögmundardóttir 
Helga er lektor í mannfræði við HÍ. Rannsóknarsvið hennar eru umhverfismál, loftslagsmál, sambúð manns og náttúru, menn og dýr, orku- og auðlindamál, tækni og umhverfi o.s.frv. Hún situr í Loftslagsráði sem varafulltrúi fyrir háskólasamfélagið.


Hlynur Gauti Sigurðsson
Hlynur starfar sem sérfræðingur og þjónustar búgreinardeild skógarbænda hjá Bændasamtökunum og er tilnefndur sem varafulltrúi þeirra í Loftslagsráð. Hann er menntaður landslagsarkitekt og borgarskógfræðingur og var ráðgjafi í skógrækt í áratug.
    Hlynur Óskarsson
Hlynur er dósent í vistkerfisfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur um árabil verið virkur þátttakandi í innlendum og erlendum rannsóknum á kolefnisbúskapi vistkerfa og áhrifum landnýtingar þar á. Hlynur er tilnefndur í Loftslagsráð af háskólasamfélaginu.
    Hrund Gunnsteinsdóttir
Hrund er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Hún er varafulltrúi Festu í Loftslagsráði.
    Jóna Þórey Pétursdóttir 
Jóna Þórey er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Hún lauk grunnnámi í lögfræði frá HÍ vorið 2018. Jóna Þórey er skipuð  í Loftslagsráð af ráðherra án tilnefningar sem varafulltrúi ungs fólks.
    Kristín Vala Ragnarsdóttir
Kristín Vala er prófessor í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Hennar vísindalegi bakgrunnur er í jarðefnafræði, tengingu umhverfis og heilsu og jarðvegsfræði. Núverandi rannsóknir snúa að því að finna sjálfbærnilausnir fyrir framtíðina, þar á meðal náttúruauðlindastjórnun og þróun velsældarhagkerfa. Kristín Vala er tilnefnd í Loftslagsráð sem varafulltrúi umhverfisverndarsamtaka.
    Páll Björgvin Guðmundsson
Páll Björgvin er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hann er tilnefndur  sem varafulltrúi Samtaka íslenskra sveitarfélaga.
    Pétur Blöndal
Pétur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, og stjórnarmaður í Álklasanum. Hann er tilnefndur í Loftslagsráð af Samtökum atvinnulífsins.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar