Samtal um mikilvægi vísindaskýrslna IPCC: 1. þáttur
Yfirlit
2
3

Starf Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) er mikilvægur grunnur fyrir alþjóðlegar samningaviðræður um aðgerðir til að bregðast við þeirri sameiginlegu ógn sem ríki heims standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Skýrslur nefndarinnar veita mikilvæga leiðsögn fyrir stefnumörkun bæði á alþjóðavettvangi og á einstökum svæðum. 

Í ágúst 2021 skilaði vinnuhópur eitt (WGI) afdráttarlaustri skýrslu sem sýndi með óyggjandi hætti að loftslagsbreytingar eru að gerast og þær eru af mannavöldum. Verði ekki gripið til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda tafarlaust með víðtækum hætti muni það raska veðrakerfunum, það muni hlýna meira en viðmið Parísarsamningsins.

Gunnar Dofri Ólafsson ræðir hér við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs um IPCC og hvers vegna matsskýrslur þeirra eru mikilvægar, en þær draga saman alla þá vísindalegu þekkingu sem til er um loftslagsbreytingar.

Sjá einnig einstaka hluta samtalsins hér: