Samningaviðræður í Glasgow í þessari viku

Samningaviðræður standa nú yfir á COP26 í Glasgow. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs og Gunnar Dofri Ólafsson ræða í þessum 3. viðtalsþætti sem Loftslagsráð sendir frá sér, um samningingaviðræðurnar í Glasgow og hvaða áhrif ráðstefnan muni hafa. 

Fyrirsjáanlegt er hvaða álitamál það eru sem loftslagsráðherrar koma til með að takast á við í Glasgow. Vonir eru bundnar við að halda megi hlýnun jarðarinnar innan við 2,0°C einkum í ljósi þess landsframlags sem Indland hefur sent frá sér. Verkefnið er erfitt en mikilvægt er að halda í vonina og vísar Halldór í orð Davids Attenborough þegar hann talar um örvæntingavon (desparate hope). „Þetta er fjarri því að vera búið“ segir Halldór.

Í þættinum ræða þeir líka um hvernig og hvenær er hægt að fylgjast með því sem ríkin eru raunverulega að gera; þörf er á meiri gagnsæi. Þróunarríkin þurfa sveigjanleika og er verið að takast á um hann í samningaviðræðunum. Carbfix tæknin er geysilega mikilvæg og á ábyrgð þjóðarinnar að tryggja að hún nýtist sem best og sem víðast.

COP26 í Glasgow – þriðji þáttur from Loftslagsráð on Vimeo.

Hér er hægt að velja eintaka hluta:

Sjötti kafli Parísarsamningsins

Stóru fréttirnar telur Halldór vera niðurstöðuna varðandi sjötta kafli Parísarsamningsins sem heimilar ríkjum að skila framlögum sínum sameiginlega. Gengið er út frá því að það verði niðurstaða um að það verði alþjóðlegt kerfi um hvernig kolefnismarkaði þróast og tengjast. Þeir ræddu hvernig Kyoto samningurinn og Parísarsamningurinn tengjast að þessu leyti.

Fjárstuðningur við þróunarríkin

EvrópFjárstuðningur við þróunarríkin er mikilvægur hluti af samningaviðræðunum. Rætt er um hvert markmiðið verður á næstu árum. Þá er talin þörf á meiri fyrirsjáanleika í fjárstuðningi við þróunarríkin.

Landsframlög og fimm ára taktur Parísarsamningsis

Stór spurning er hvort ráðstefnan í Glasgow þrýsti á um að hvert ríki skili landsframlögum sínum til Parísarsamningsins og útskýri þau. Setja þarf athygli á landsframlögin árlega en ákvæði samningsins er um fimm ára stöðutöku og uppfærð landsframlög. Rætt er um leiðir til að þrýsta meira á ríkin. Kína kom t.d. ekki með uppfært landsframlag fyrir ráðstefnuna í Glasgow. Halldór sagði frá bandalögum sem vinna saman og á ráðstefnunni í París réði t.d. úrslitum um að niðurstaða náðist í markmiðum um að halda hlýnun innan 2,0°C og helst innan 1,5°C.

Barátta ungs fólks mikilvæg

Greta Thunberg hefur gagnrýnt fundinn – hann má ekki bara vera um „bla, bla bla…“ svo notuð séu orð Gretu. Að mati Halldórs mikilvægt að hafa kraftmikið aðhald frá ungu fólki sem er áberandi í Glasgow. Óþolinmæði unga fólksins skiptir miklu máli.

Miklar væntingar til bandalags um verndun regnskóga

Bandalag þjóða um verndun regnskóganna er dýpra og raunsærra en það sem áður var. Þetta bandalag tekur á því sem veldur eyðingu regnskóganna og þar skiptir fæðukerfið miklu máli.

Ísland stendur á tímamótum með verðmæta lausn

Vonir gagnvart lausnum eru miklar eins og til dæmis Carbfix tækninni, að breyta gasi í grjót. Carbfix tæknin fær mikla athygli á alþjóðavettvangi og á ráðstefnunni. Ísland sem þjóð stendur að mati Halldórs á ákveðnum tímamótum. „Þetta er stærra mál en fyrirtæki eins og Carbfix ræður við; þetta er mál Íslands í heild og ábyrgð.“ Halldór segir mikilvægt er að lausnin nýtist hratt og sem víðast – við höfum ekki tíma til að bíða. 

Neyðarástand sem kallar á leiðtogaábyrgð

Bretta þarf upp ermar og takast á við það neyðarástand sem nú ríkir. „Það þarf að moka“. Leiðtogar þurfa að átta sig á því að neyðarástand gefur þeim meira umboð“ segir Halldór og í því liggja tækifæri. Hófleg og raunsæ bjartsýni er það sem lýsir væntingum um árangur ágætlega.