Fundargerð 1. fundar Loftslagsráðs

20. júní 2018

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Pétur Reimarsson, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson. Á fjarfundi voru Hrönn Hrafnsdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir og Steingrímur Jónsson. Fjarverandi: Sigurður Ingi Friðleifsson.

Ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra

Ráðherra leggur áherslu á að verkefni ráðsins sé ekki að vinna sömu vinnu og fer fram á öðrum vettvangi í loftslagsmálum og forðast beri tvíverknað. Mikilvægt sé að gott samstarf eigi sér stað milli ráðsins og stofnana ríkisins. Hlutverk ráðsins er að rýna verk stjórnvalda í loftslagsmálum og veita þeim ráðgjöf auk þess að vera ráðgefandi til almennings. Stjórnsýsla í loftslagsmálum er almennt séð dreifð og aðrar stofnanir, sem hafa sinnt þessum málum lítið, eiga að fá aukið hlutverk. Skoða megi fyrirmyndir erlendis og taka á móti ábendingum um gott fyrirkomulag þessara mála. Hugmyndir um hvernig má nálgast markmið um kolefnishlutleysi 2040? Áhersla er á samlegðaráhrif til framtíðar í aðlögunaráætlun og aðgerðaráætlun. Notkun landsskipulagsstefnu til að ná markmiðum loftslagsstefnu. 6,8 milljarðar að koma inn í loftslagsmálin á næstu árum. Stuðlað að verkefnum sem stuðla að samdrætti annars vegar og bindingu hins vegar.

Skuldbindingar Íslands og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

(Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri á skrifstofu hafs, vatns og loftslags)

 • Mikil vakning er í samfélaginu á loftslagsmálum, hjá almenningi, stjórnvöldum og fyrirtækjum.
 • Ábyrgð á loftslagsvandanum er dreifð á margra hendur, alþjóðlegt vandamál. Ísland tekur upp hluta af reglum ESB í gegnum EES-samninginn. Landsbundið markmið er með í markmiðum Evrópusambandsríkja og Noregs.
 • Óvissa um losunina varðandi landnotkun. Flókið að vera með tvöfalt kerfi skuldbindinga, alþjóðlegt og evrópskt.
 • Mikilvægt að ná betur utan um hvernig losun er ákvörðuð og mæld. Ísland er stórt að flatarmáli en fámennt og passar því ekki vel inn í hefðbundnar formúlur hjá ESB varðandi skilgreiningu á landgerðum varðandi losun.
 • Að takast á við loftslagsvandann er líka tækifæri til nýsköpunar og fer vel saman með öðrum markmiðum og ímynd Íslands.

Losun Íslands, þróun og spár

(Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar) Landsskýrsla um losun gróðurhúsalofttegunda 2018:

https://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Loftslagsbreytingar/NIR%202018%2015%20April %20submission.pdf

Áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi og aðlögun

(Jórunn Harðardóttir, Veðurstofu Íslands) Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi:

https://www.vedur.is/media/loftslag/Skyrsla- loftslagsbreytingar-2018-Vefur.pdf

Hugleiðingar meðlima um væntingar til starfsins og þeirra framlag

Fulltrúar í ráðinu ræddu viðfangsefni loftslagsmála hér á landi og væntingar til Loftslagsráðs í ljósi skipunarbréfs, ávarps ráðherra og framsöguerinda undir dagskrárlið 2-4 með það að markmiði að leggja grunn að nálgun og starfsáætlun ráðsins.

Næstu skref og ákvarðanir fundarins

 • Ákveðið var að næsti fundur yrði fyrir hádegi 13. september.
 • Ákveðið að óska eftir skilafresti á tillögum um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu þar sem ljóst er að þær verða ekki tilbúnar 1. október.
 • Fara þarf í kortlagningu á loftslagsvinnu, meginviðfangsefnum í stjórnsýslu og hvar skortur er á samtengingu.
 • Tillaga kom fram um að fundirnir yrðu boðaðir ár fram í tímann því auðveldara yrði að fella niður fundi ef ekki væri þörf á þeim.
 • Könnun á samstarfi við önnur loftslagsráð, sænska og norska á byrjunarstigum en danska og finnska ráðið búin að vera til lengur.
 • Kolefnishlutleysi 2040 sambærilegt við 2050 Pathways Platform. Gott að fá yfirferð yfir þau plön sem eru til frá öðrum löndum. Fundi slitið kl. 16.00