Fundargerð 1. fundar Loftslagsráðs

20. júní 2018

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Pétur Reimarsson, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson. Á fjarfundi voru Hrönn Hrafnsdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir og Steingrímur Jónsson. Fjarverandi: Sigurður Ingi Friðleifsson.

Ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra

Ráðherra leggur áherslu á að verkefni ráðsins sé ekki að vinna sömu vinnu og fer fram á öðrum vettvangi í loftslagsmálum og forðast beri tvíverknað. Mikilvægt sé að gott samstarf eigi sér stað milli ráðsins og stofnana ríkisins. Hlutverk ráðsins er að rýna verk stjórnvalda í loftslagsmálum og veita þeim ráðgjöf auk þess að vera ráðgefandi til almennings. Stjórnsýsla í loftslagsmálum er almennt séð dreifð og aðrar stofnanir, sem hafa sinnt þessum málum lítið, eiga að fá aukið hlutverk. Skoða megi fyrirmyndir erlendis og taka á móti ábendingum um gott fyrirkomulag þessara mála. Hugmyndir um hvernig má nálgast markmið um kolefnishlutleysi 2040? Áhersla er á samlegðaráhrif til framtíðar í aðlögunaráætlun og aðgerðaráætlun. Notkun landsskipulagsstefnu til að ná markmiðum loftslagsstefnu. 6,8 milljarðar að koma inn í loftslagsmálin á næstu árum. Stuðlað að verkefnum sem stuðla að samdrætti annars vegar og bindingu hins vegar.

Skuldbindingar Íslands og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

(Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri á skrifstofu hafs, vatns og loftslags)

  • Mikil vakning er í samfélaginu á loftslagsmálum, hjá almenningi, stjórnvöldum og fyrirtækjum.
  • Ábyrgð á loftslagsvandanum er dreifð á margra hendur, alþjóðlegt vandamál. Ísland tekur upp hluta af reglum ESB í gegnum EES-samninginn. Landsbundið markmið er með í markmiðum Evrópusambandsríkja og Noregs.
  • Óvissa um losunina varðandi landnotkun. Flókið að vera með tvöfalt kerfi skuldbindinga, alþjóðlegt og evrópskt.
  • Mikilvægt að ná betur utan um hvernig losun er ákvörðuð og mæld. Ísland er stórt að flatarmáli en fámennt og passar því ekki vel inn í hefðbundnar formúlur hjá ESB varðandi skilgreiningu á landgerðum varðandi losun.
  • Að takast á við loftslagsvandann er líka tækifæri til nýsköpunar og fer vel saman með öðrum markmiðum og ímynd Íslands.

Losun Íslands, þróun og spár

(Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar) Landsskýrsla um losun gróðurhúsalofttegunda 2018:

https://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Loftslagsbreytingar/NIR%202018%2015%20April %20submission.pdf

Áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi og aðlögun

(Jórunn Harðardóttir, Veðurstofu Íslands) Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi:

https://www.vedur.is/media/loftslag/Skyrsla- loftslagsbreytingar-2018-Vefur.pdf

Hugleiðingar meðlima um væntingar til starfsins og þeirra framlag

Fulltrúar í ráðinu ræddu viðfangsefni loftslagsmála hér á landi og væntingar til Loftslagsráðs í ljósi skipunarbréfs, ávarps ráðherra og framsöguerinda undir dagskrárlið 2-4 með það að markmiði að leggja grunn að nálgun og starfsáætlun ráðsins.

Næstu skref og ákvarðanir fundarins

  • Ákveðið var að næsti fundur yrði fyrir hádegi 13. september.
  • Ákveðið að óska eftir skilafresti á tillögum um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu þar sem ljóst er að þær verða ekki tilbúnar 1. október.
  • Fara þarf í kortlagningu á loftslagsvinnu, meginviðfangsefnum í stjórnsýslu og hvar skortur er á samtengingu.
  • Tillaga kom fram um að fundirnir yrðu boðaðir ár fram í tímann því auðveldara yrði að fella niður fundi ef ekki væri þörf á þeim.
  • Könnun á samstarfi við önnur loftslagsráð, sænska og norska á byrjunarstigum en danska og finnska ráðið búin að vera til lengur.
  • Kolefnishlutleysi 2040 sambærilegt við 2050 Pathways Platform. Gott að fá yfirferð yfir þau plön sem eru til frá öðrum löndum. Fundi slitið kl. 16.00

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...