Norrænt samstarf

Ísland tekur þátt í víðtæku norrænu samstarfi með veru sinni í Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Umhverfis- og loftslagsmál eru mikilvægur málaflokkur í norrænu samstarfi og hafa Norðurlöndin lagt áherslu á að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum. Þannig geti áhrif landanna orðið umtalsverð, þrátt fyrir að samanlagt beri Norðurlöndin einungis ábyrgð á litlum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. 

Samstarf Norðurlandanna er einkum í formi samráðs og að þróa sameiginlega sýn á viðfangsefnið. Þá er norrænt samstarf kjörinn vettvangur til að deila upplýsingum og læra af öðrum. Einnig hefur Ráðherranefndin haft frumkvæði af fjölmörgum verkefnum og skýrslum þar sem lögð er áhersla á að skoða loftslagsmál í norrænu ljósi, hvernig staðan sé í mismunandi ríkjum og hvaða tækifæri séu til samstarfs. Sjá nánar hér