Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða
Yfirlit
2
3

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk loftslagsráða í alþjóðlegu samhengi.

Fjallað verður sérstaklega um stjórnkerfi og stjórnsýslu loftslagsmála sem og hlutverk, samsetningu og verkefni loftslagsráða og gefin dæmi frá Bretlandi og Danmörku þar um.

Einnig verður farið í gegnum stjórnun, stjórnkerfi og stjórnsýslu loftslagsmála hérlendis og lagalegt hlutverk íslenska loftslagsráðsins innan þess og kynntar niðurstöður úttektar á starfsemi ráðsins hingað til og ábendingar varðandi frekari styrkingu á starfsemi þess. 

Málþingið verður haldið í Grósku Bjargargötu 1, 101 Reykjavík þann 11. janúar nk. frá kl 13:00-16:00 og er opið öllum.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

13:00 Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

13:15 Strengthening climate governance: The role of climate councils
Alina Averchenkova, Distinguished Policy Fellow, Grantham Research Institute on Climate Change and the Environment, LSE

13:40 Governance and Stakeholder Engagement on Climate Policy. The Danish Case, based on reflections on the Climate Act 2014 and 2019 Jacob Krog Søbygaard, Head of Secretariat, The Danish Council on Climate Change. 

4:05 Umræður

14:25 Kaffihlé

Loftslagsráð

14:40 Stjórnun loftslagsmála á Íslandi – hvernig stuðlar löggjöfin að góðum ákvörðunum?
Hrafnhildur Bragadóttir lögfræðingur, sérhæfð í umhverfis- og loftslagsrétti

15:00 Loftslagsráð: greining og ábendingar. Niðurstöður úttektar á starfsemi ráðsins
Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

15:20 Styrking stjórnsýslu loftslagsmála og Loftslagsráðs
Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

15:35 Umræður          

16:00 Málþingslok

Loftslagsráð

Fundarstjóri: Þórunn Wolfram framkvæmdastjóri Loftslagsráðs