thorunn@loftslagsrad.is
545 8660
Þórunn Wolfram Pétursdóttir. Framkvæmdastjóri
Þórunn er framkvæmdastjóri Loftslagsráðs og stýrir skrifstofu þess. Þórunn er með doktorsgráðu í umhverfisfræðum frá LbhÍ, með áherslu á greiningu á samþættum samfélagslegum og vistfræðilegum kerfum, stefnumiðum og mati á árangri. Hún er einnig með MSc gráðu í landgræðsluvistfræði frá LbhÍ og BSc gráðu í landfræði frá HÍ.
Síðustu 20 árin hefur Þórunn sinnt fjölbreyttum störfum á sviði umhverfis- og loftslagsmála og tekist á við nýjar og metnaðarfullar áskoranir, svo sem hvað varðar nýsköpun og rannsóknir og þekkingarmiðlun til almennings. Hún hefur einnig tekið beinan þátt í opinberri umræðu um loftslagsmál og mikilvægi sjálfbærrar auðlindanýtingar, bæði innanlands og erlendis.
Þórunn hefur víðtæka þekkingu og reynslu sem stjórnandi og sérfræðingur á sviði loftslags- og sjálfbærnimála og hefur tekið virkan þátt í stefnumótun, markmiðssetningu og eftirfylgni bæði innan opinberrar stofnunar, ráðuneyti umhverfismála, stjórnmálasamtaka og innlendra og erlendra umhverfis- og náttúruverndarsamtaka. (Ritaskrá Þ.W.P.).