Fundargerð 8. fundar Loftslagsráðs

27. febrúar 2019

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Pétur Reimarsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Jóhanna Harpa Árnadóttir. Sigurður Ingi Friðleifsson og Steingrímur Jónsson sóttu fundinn í fjarfundarbúnaði. Forföll boðaði Hrönn Hrafnsdóttir

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir starfsmaður ráðsins sat fundinn og skrifaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt án athugasemda.

Niðurstaða rýningar á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

  • Yfirferð og umræður um drög að áliti
  • Lokaumræður um ályktun loftslagsráðs um aðgerðaáætlunina.

Næstu skref

  • Formanni var falið að finna orðalag varðandi nokkur efnisatriði sem útaf standa í ljósi umræðunnar á fundinum. Tillaga formanns að lokaorðalagi verður send fulltrúum ráðsins til samþykktar áður en niðurstaðan fer til ráðherra og síðar birt á verfsvæði ráðsins.

Kolefnishlutleysi

  • Hugmyndarammi kynntur
  • Umræður
  • Hnattrænt samhengi.
  • Tengsl við framtíðarsýn þjóðarinnar
  • Forsendur og mælikvarðar
  • Áhrifaþættir og stjórntæki
  • Athuga að upptalningin er ekki tæmandi, með tímanum komum við eflaust auga á fleira sem á heima hér.• Um er að ræða viðbót við skuldbindingar um samdrátt í losun fyrir 2030

Næstu skref

  • Að setja í gang faglega vinnu sem myndi gagnast sem faglegur grunnur umræðu um kolefnishlutleysi innan ráðsins, innan Stjórnarráðsins og í samfélaginu.
  • Leggja grunn að markvissari aðkomu Íslands að samstarfi um kolefnishlutleysi á vettvangi Parísarsamningins, innan Norræns samstarfs og óformlegu samstarfi ríkja, borga og atvinnulífs. Byrjað verður á að fá kynningu frá Richard Baron framkvæmdastjóra 2050 Pathways Platform.

Aðlögunaráætlun

Skipulag málþings

  • Málþing verði haldið um miðjan maí. Staðfest dagseting ekki komin.

Næstu skref

  • Unnið verður áfram með verkefnið og kynnt betur á næsta fundi

Önnur mál

Samráðsfundur með forstöðumönnum stofnana UAR

  • Formaður Loftslagsráðs hitti forstöðumenn stofnana ráðuneytisins fyrr í vikunni. Mikill samstarfsvilji er hjá stofnunum og óskaði formaður ráðsins eftir frekari upplýsingum frá þeim sem munu nýtast til mats ráðsins á stjórnsýslu loftslagsmála. Stefnt er að því að skila áliti til ráðherra nú á vordögum.
  • Óskað verður eftir að Ásdís Hlökk, skipulagsstjóri komi á fund ráðsins.

Fundi slitið kl. 12:00