Fundargerð 69. fundar Loftslagsráðs

15. júní 2023

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Aðalheiður Snæbjarnarsdóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Árni Finnsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Smári Jónas Lúðvíksson, Guðmundur Þorbjörnsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Hjörleifur Einarsson, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Tinna Hallgrímsdóttir og Valur Klemensson.

Fundurinn var haldinn í Hannesarholti, Grundarstíg 10, kl. 13:00-16:00.
Þórunn Wolfram framkvæmdastjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 68. fundar var samþykkt.

Ákall um heildstæða og markvissa loftslagsstefnu

Drög að lokaáliti Loftslagsráðs voru tekin til efnislegrar meðferðar og lokasamþykktar. Ákveðið var að gefa álitið út undir heitinu: Uppgjör Loftslagsráðs. Lokaútgáfa álitsins var samþykkt samhljóða af öllum fulltrúum í ráðinu. Ákveðið að skrifstofan myndi sjá um endanlegan frágang skjalsins og birta það á vefsíðu ráðsins eins fljótt og auðið er.

Önnur mál og næsti fundur

Engin önnur mál lágu fyrir fundinum. Þessi fundur var síðasti fundur starfsársins 2022-2023 og lokafundur núverandi Loftslagsráðs þar sem skipunartími þess rennur út í byrjun september næstkomandi. Á þessari stundu liggur því ekki fyrir hvenær næsti fundur verður haldinn.