Fundargerð 67. fundar Loftslagsráðs

11. maí 2023

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnarsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Smári Jónas Lúðvíksson, Guðmundur Þorbjörnsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Tinna Hallgrímsdóttir og Pétur Blöndal varafulltrúi.

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, kl. 14:00-16:00.

Þórunn Wolfram framkvæmdastjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerðir 65. fundar og 66. fundar voru samþykktar.

Ákall um heildstæða og markvissa loftslagsstefnu

Grunndrög að samantekt/stöðumati ráðsins liggja fyrir. Í skjalinu eru dregnar fram meginniðurstöður úr útgefnum greinargerðum og álitum ráðsins, frá því það var skipað haustið 2019 fram til dagsins í dag, og helstu viðbrögðum stjórnvalda við þeim. Rætt var hverju ráðið vill nú bæta við á þessum tímamótum og hvaða tillögur til úrbóta það vill leggja fram. Ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri vinni fyrstu drög að lokaályktun þess, til umræðu og frekari úrvinnslu með öllum fulltrúum í ráðinu á næsta fundi þess.

Næsti fundur er áætlaður 25. maí kl. 14:00-16:00