Fundargerð 66. fundar Loftslagsráðs

13. apríl 2023

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnarsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Valur Klemensson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Auður Alfa Ólafsdóttir, Smári Jónas Lúðvíksson, Guðmundur Þorbjörnsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Hjörleifur Einarsson, og Tinna Hallgrímsdóttir.

Gestur fundarins á staðnum var: undir lið 2, dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor við HÍ. Aðrir gestir undir lið 2 tóku þátt í gegnum fjarfund. Það voru þau Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri, Magnús Örn Agnesar Sigurðsson sérfræðingur og Helga Jónsdóttir lögfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, kl. 14:00-16:00.
Þórunn Wolfram framkvæmdastjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt fundargerðar 65. fundar var frestað til næsta fundar.

Kynning á skýrslu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

Heiti skýrslunnar: Loftslagsráð, greining og ábendingar.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að á kjörtímabilinu skuli „taka hlutverk Loftslagsráðs til endurskoðunar með aukinni áherslu á ráðgefandi hlutverk og vísindastarf auk aðhalds- og eftirlitshlutverks gagnvart stjórnvöldum.“ Sem fyrsta skref í þeirri endurskoðun fékk Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið dr. Ómar H. Kristmundsson til að vinna greiningu á núverandi hlutverki Loftslagsráðs og setja fram ábendingar um leiðir til að efla það.

Höfundur skýrslunnar mætti til fundar við Loftslagsráð og kynnti innihald hennar og ályktanir sínar fyrir fulltrúum í ráðinu, samkvæmt beiðni formanns ráðsins. Að kynningu lokinni tóku við umræður fulltrúa með Ómari.

Ákall um heildstæða og markvissa loftslagsstefnu

Drög að útlínum samantektar ráðsins (yfirlit, stöðumat og ábendingar) voru kynnt fyrir fulltrúum í ráðinu. Ákveðið að halda áfram með þróun samantektarinnar út frá framlagðri tillögu. Boðað verður til vinnufunda á milli formlegra funda ráðsins til að skerpa nánar á efnislegri framsetningu í samantektinni.

Næsti fundur er áætlaður 11. maí kl. 14:00-16:00