Fundargerð 63. fundar Loftslagsráðs

24. febrúar 2023

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Aðalheiður Snæbjörnsdóttir, Árni Finnsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Hjörleifur Einarsson, Hlynur Óskarsson varafulltrúi og Smári Jónas Lúðvíksson. 

Gestir fundarins voru undir lið tvö: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Steinar Kolbeinsson aðstoðarmaður ráðherra og Stefán Guðmundsson ráðuneytisstjóri.

Fundurinn var haldinn í Skuggasundi 3 kl. 12:00-13:00. Þórunn Wolfram framkvæmdastjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerðir 61. fundar og 62. fundar voru samþykktar.

Kynning ráðherra á áformuðum breytingum á stofnanaskipulagi ráðuneytisins

Þann 31. janúar síðastliðinn kynnti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrir ríkisstjórninni þau áform að sameina tíu af stofnunum ráðuneytis síns, í þrjár öflugar stofnanir: Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúruvísindastofnun og Loftslagsstofnun (vinnuheiti). 

Ráðherra kynnti nánar fyrir ráðinu áformaðar breytingar á stofnanaskipulagi ráðuneytisins og væntan ávinning. Formaður ráðsins þakkaði honum fyrir kynninguna og í kjölfarið tóku við umræður fulltrúa ráðsins með ráðherra. 

Önnur mál og næsti fundur

Næsti fundur er áætlaður 2. mars kl. 14:00-16:00.