Fundargerð 55. fundar Loftslagsráðs

9. júní 2022

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Valur Klemensson, Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Sigurður Loftur Thorlacius, Smári Jónas Lúðvíksson og Steingrímur Jónsson.

Gestur fundarins: undir lið 2 var Hrafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur.

Fundurinn var haldinn í húsnæði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 14 kl. 13.00 – 16.00. Guðný Káradóttir verkefnastjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 54. fundar var samþykkt. 

Gagnsæi í loftslagshagstjórn

Fyrir fundinum lágu lokadrög af samantekt sem byggir á greiningu á samspili ríkisfjármála og loftslagsmála en ráðist var í greininguna til að ná yfirsýn yfir þá þætti ríkisfjármálanna sem hafa sérstaka þýðingu og áhrif á árangur af loftslagsaðgerðum. Tilgangurinn er að stuðla að gagnsæi varðandi ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða og stuðla að samstillingu stefnumörkunar í ríkisfjármálum við stefnumið þjóðarinnar í loftslagsmálum. Yfirskrift greiningarinnar er Opinber fjármál og loftslagsmál. Brynhildur Davíðsdóttir varaformaður, sem leiddi þessa vinnu í ráðinu, kynnti lokadrögin og í kjölfarið voru umræður. Samantektin var samþykkt og ákveðið að birta hana opinberlega eftir 20. júní nk. 

Viðbrögð Loftslagsráðs við matsskýrslu þriðja vinnuhóps IPCC

Fyrir fundinum lágu uppfærð drög að áliti um viðbrögð Loftslagsráðs við matsskýrslu IPPC, en upphafleg drög voru lögð fyrir 54. fund ráðsins þann 19. maí sl. Umræður voru um álitið og gerðar á því breytingar. Álitið var samþykkt og ákveðið að senda það til ráðherranefndar um loftslagsmál. 

Önnur mál

Formaður sagði frá því að auglýst verður eftir nýjum starfsmanni Loftslagsráðs á næstunni. Þá var einnig rætt um upphaf næsta starfsárs sem mun hefjast að venju með vinnufundi til að meta stöðuna og leggja línurnar fyrir komandi starfsár. Fundurinn verður þann 18. ágúst nk. 

Sagt var frá fyrirhugaðri málefnavinnu um millilandasamgöngur sem Loftslagsráð mun leiða innan International Climate Councils Network (ICCN) sem er alþjóðlegt samstarfsnet loftslagsráða

Þá kváðu sér hljóðs tveir fulltrúar sem munu ganga úr ráðinu á næstunni þau Sigurður Loftur Thorlacius fulltrúi ungs fólks og Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir annar fulltrúi háskólasamfélagsins. Þeim var þakkað samstarfið á liðnum árum og góð störf í ráðinu. Þá þakkaði Guðný Káradóttir verkefnastjóri fulltrúum fyrir samstarfið en hún mun láta af störfum þann 30. júní nk. Henni voru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...