Fundargerð 51. fundar Loftslagsráðs

24. mars 2022

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Árni Finnsson, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Steingrímur Jónsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Helga Ögmundardóttir varamaður. 

Gestir fundarins voru: undir lið 2 var Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem átti sæti í starfshóp sem skipaður var til að fara yfir stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum í ljósi markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Gestir fundarins undir lið 4 voru Hrafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur og Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur.  

Fundurinn var haldinn í Skuggasundi 3 kl. 14-16.10. Guðný Káradóttir verkefnastjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 50. fundar var samþykkt. 

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir

Mikilvægur þáttur í loftslagshagstjórn hér á landi er þátttaka Íslands í sameiginlegu viðskiptakerfi ESB og EES ríkjanna með losunarheimildir (ETS). Fyrir fundinum lá minnisblað Hrafnhildar Bragadóttur til Loftslagsráðs um tekjur af uppboði losunarheimilda.  Á fundinum kynnti hún efni minnisblaðsins, stöðuna í ETS kerfinu og þær breytingar sem eru í farvatninu m.a. helstu reglur um uppboð losunarheimilda í viðskiptakerfi ESB, kröfur ESB varðandi ráðstöfun uppboðstekna og væntanlegar breytingar á viðskiptakerfinu sem fjallað er um í „Fit for 55“ pakka ESB. 

Samtal og sókn um millilandasamgöngur

Þann 14. mars var streymt frá viðburði Loftslagsráðs, Samtal og sókn í millilandasamgöngum og er upptaka af samtalinu aðgengileg á vef Loftslagsráðs. Rætt var um lærdóm af viðburðinum, það sem þar kom fram og hvort Loftslagsráði muni beita sér frekar á þessu sviði. Niðurstaðan var sú að aðhafast ekki frekar á yfirstandandi starfsári. 

Önnur mál

Formaður gerði grein fyrir því að samkomulag hefur náðst milli ráðuneytisins að Umhverfistofnunar um vinnuaðstöðu fyrir skrifstofu Loftslagsráðs í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Suðulandsbraut 24, sem fram til þessa hefur verið í Þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, Skuggasundi 3. Þetta samkomulag, sem taka mun gildi  1. apríl nk., mun engin áhrif hafa á sjálfstæði ráðsins.