Fundargerð 5. fundar Loftslagsráðs

12. desember 2018

Mætt:Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Pétur Reimarsson, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Steingrímur Jónsson (tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað).

Ragnar Frank Kristjánsson, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar mætti f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga í fjarveru Hrannar og Jón Ingimarsson, Landsvirkjun mætti f.h. Festu í fjarveru Jóhönnu Hörpu.

Fundargerð ritaði: Anna Sigurveig Ragnarsdóttir

Orkuskipti í samgöngum

  • Yfirlitskynning Sigurðar Inga Friðleifssonar um stöðuna eins og hann sér hana fyrir sér sem fulltrúi í Loftslagsráði og út frá eign reynslu af viðfangsefninu.
  • Yfirlit sérfræðinga úr Stjórnarráðinu um stöðu mála, fyrirætlanir stjórnvalda og tengsl við orku- og samgöngustefnu. i. Erla Gestsdóttir – atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu ii. Ásta Þorleifsdóttir, samgöngu– og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Umræður með gestum með megináherslu á:
    1. Heildarmyndina og samhengi hlutanna
    2. Félagslega- og efnahagslega þætti
    3. Fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og annarra hagaðila
    4. Árangursmat og eftirfylgni
    5. Samanburð við nágrannaþjóðir
    6. Hugmyndir um hvernig Loftslagsráð getur lagt lóð á vogarskálarnar á næstu mánuðum

Framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála

Endurskoðuð drög að álitsgerð til ráðherra byggð á umræðu á 4. Fundi og skriflegum tillögum frá fulltrúum í ráðinu.

Fyrir fundinn fengu meðlimir ráðsins send endurskoðuð drög að álitsgerð til ráðherra byggð á umræðu á 4. fundi og skriflegum tillögum frá fulltrúum í ráðinu.

Eftir umræður um endurskoðuð drög á fundinum verða lítilsháttar breytingar gerðar og lokaútgáfa skjalsins send til ráðsins. Samantekt Hrafnhildar um núverandi fyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála mun fylgja með skjalinu sem viðauki.

Álitsgerð ráðsins um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála verður kynnt ráðherra á fundi fyrir jól.

Með tilkomu starfsmanns verður nú auðveldara að gera tilvist ráðsins sýnilegri. Stefnt er að því að sett verði upp heimasíða fyrir ráðið og fundargerðir og annað efni verði gert opinbert, þ.m.t. greinargerðin til ráðherra.

Öðrum dagskrárliðum er frestað til næsta fundar og fundi slitið kl. 16.00