Fundargerð 46. fundar Loftslagsráðs

9. desember 2021

Mætt: Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Unnsteinn Snorri Snorrason, Sigurður Loftur Thorlacius, Auður Alfa Ólafsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson, Sveinn Margeirsson og Brynhildur Pétursdóttir. 

Gestir fundarins: Gestir fundarins undir lið 4 voru Eyjólfur Lárusson framkvæmdastjóri Carbon Iceland og tæknistjóri (CTO) Carbon Iceland, Christiaan P. Richter, prófessor við HÍ. 

Fundurinn var haldinn í fjarfundi á Teams kl. 14-16. Guðný Káradóttir verkefnastjóri skráði fundargerð. 

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

Stöðumat í ljósi nýs stjórnarsáttmála

Undir þessum lið tjáðu fulltrúar í ráðinu sig um hvað nýr stjórnarsáttmáli þýðir fyrir starf Loftslagsráðs. Meðal atriða sem dregin voru fram í umræðunni var sjálfstætt markmið Íslands varðandi skuldbindingar í loftslagsmálum og ákvæði um að endurskoða ætti hlutverk Loftslagsráðs. Upplýst var að formaður og varaformaður hafa átt fund með nýjum ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Ákveðið var að bjóða ráðherrum til fundar við Loftslagsráð og byrja á ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 

Ráðið lauk við að rýna fyrstu stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á fundinum og ákvað einnig að taka saman og koma á framfæri viðbótarábendingum fulltrúa í ráðinu við ráðherranefnd í loftslagsmálum. Álitið, sem lá fyrir fundinum, var afgreitt með tveimur breytingum sem lagðar voru fram á fundinum. 

Losun frá landi 

Fyrir fundinum lá uppfærð samantekt sem VSÓ ráðgjöf vann með Loftslagsráði. Í framhaldi af umræðu í ráðinu var send fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um bókhald og uppgjör varðandi votlendi. Svar hefur borist og er gerð grein fyrir því. Einnig hefur verið bætt inn upplýsingum um að umbótaáætlun vegna losunar- og bindingarbókhalds er nú endanleg, fjármögnuð og orðin hluti af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Samantektin var samþykkt. 

Önnur mál

Vakin var athygli á fundardagskrá ráðsins til vors. 

Sagt var frá málstofu um mannréttindi og loftslagsmál sem haldin verður föstudaginn 10. desember á Mannréttindadaginn en formaður mun taka þátt í henni. 

Sagt var frá framvindu við samantekt efnis og greiningarvinnu sem fyrirhugað er að fara í vegna umfjöllunar um losun gróðurhúsalofttegunda frá milliríkjasamgöngum. Málið verður sett á dagskrá á fundi ráðsins í janúar. Einnig kom fram að undirbúningur er hafinn við að setja réttlát umskipti á dagskrá í ráðinu.