Fundargerð 45. fundar Loftslagsráðs

18. nóvember 2021

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Unnsteinn Snorri Snorrason, Sigurður Loftur Thorlacius, Auður Alfa Ólafsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson, Steingrímur Jónsson, Sveinn Margeirsson og Brynhildur Pétursdóttir.  

Gestur fundarins var Darri Eyþórsson ráðgjafi undir lið 3.  

Fundurinn var haldinn í fjarfundi á Teams kl. 14-16. Guðný Káradóttir verkefnastjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

Stöðumat eftir COP26 í Glasgow 

Undir þessum lið var rætt um niðurstöðu 26. aðildarríkjaþings loftslagssamningsins og 3. aðildarríkjaþings Parísarsamningsins (COP26) í Glasgow og þýðingu hennar fyrir stefnu og aðgerðir í loftslagsmálum hér á landi. Fulltrúar tjáðu sig um þingið, málefni sem voru til umfjöllunar og niðurstöðuna. Meðal atriða sem dregin voru fram í umræðunni var áherslan á réttlát umskipti, bandalög sem Ísland ætti að taka virkari þátt í, losun frá skógareyðingu sem mikil áhersla var á á þinginu, hlutverk atvinulífisins og græn fjármögnun. Formaður ráðsins sótti þingið fyrir hönd ráðsins og greindi hann frá fundum sem hann sótti, m.a. hjá ICCN (alþjóðlegu samstarfsneti loftslagsráða) og þeim áherslumálum sem rædd voru á þinginu. Þá var ánægja með miðlun ráðsins, en þrír viðtalsþættir voru gerðir í aðdraganda og meðan á því stór, sem og með viðtöl við formann í íslenskum fjölmiðlum. 

Loftslagsráð sér tækifæri í að nýta niðurstöðuna af þinginu í Glasgow til að fylgja málum eftir gagnvart stjórnvöldum á Íslandi, m.a. varðandi aukinn metnað í landsframlagi og að varða leiðina í átt að kolefnishlutleysi.

Stöðuskýrsla aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

Fyrir fundinum lágu drög að áliti Loftslagsráðs um stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar sem gefin var út í september sl. Álitið var unnið á grundvelli efnislegrar umræðu um stöðuskýrsluna sem fram fór á 44. fundi ráðsins. Fram komu nokkrar tillögur um breytingar á álitinu og breytt orðalag og var samþykkt að uppfæra og ganga frá lokaútgáfu af áliti með þeim breytingum sem samþykkt var að gera. Jafnframt var samþykkt að hver og einn fulltrúi geti komið með viðbótar ábendingar um einstakar aðgerðir eða skýrsluna í heild sem einnig yrðu teknar saman.

Önnur mál

Samskiptayfirlit fyrir tímabilið ágúst til október lá fyrir fundinum og sagði verkefnastjóri frá því helsta sem í því kemur fram.

Einnig kom fram að starfsáætlun hefur verið uppfærð eftir umræðu á síðasta fundi og verður hún birt á vefnum. Hún verður endurskoðuð eftir þörfum.