Fundargerð 41. fundar Loftslagsráðs

2. september 2021

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Unnsteinn Snorri Snorrason, Sveinn Margeirsson, Sigurður Loftur Thorlacius, Brynhildur Pétursdóttir, Steingrímur Jónsson og Agla Eir Vilhjálmsdóttir varafulltrúi. 

Fundurinn var haldinn á Teams kl. 14-16. Guðný Káradóttir verkefnisstjóri skráði fundargerð. 

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt með orðalagsbreytingu.

Áherslur í starfi  

Fyrir fundinum lá samantekt frá vinnufundi ráðsins þann 19. ágúst sl. en á þeim fundi voru sem engar ákvarðanir teknar eðli málsins samkvæmt. Markmið þessa fundar var að taka ákvarðanir, á grundvelli umræðunnar á vinnufundinum, um áherslur ráðsins á þessu starfsári og setja þá vinnu í farveg.  

Verkefnisstjóri fór yfir meginniðurstöður fundarins 19. ágúst sem snertu áherslur í starfinu, viðfangsefni, miðlun og þætti í innra starfi ráðsins.

Ákveðið var að ráðið leggi áherslu á eftirfarandi meginviðfangsefni á yfirstandandi starfsári: 

  • 1. Framtíð óháð jarðeldsneyti 
  • 2. Fjármálaáætlun og beiting stjórntækja í hagkerfinu
  • 3. Kolefnishlutleysi og árangur aðgerða stjórnvalda
  • 4. Landnotkun og losun frá landi
  • 5. Millilandasamgöngur (Samtal og sókn)
  • 6. Aðlögun að röskun loftslags
  • 7. Þekking í þágu loftslagsmála 

Ákveðið að leggja áherslu á meginviðfangsefni 1, 3, 4, 6 og 7 fram að COP26 í Glasgow í nóvember en nota þann tíma jafnframt til undirbúningsvinnu fyrir aðkomu ráðsins að 2 og 5 í desember og janúar.  

Ákveðið að taka 1. viðfangsefnið (Framtíð óháð jarðeldsneyti) til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins (42. fundur, 16. september) og að bjóða nýskipuðum orkumálastjóra til samráðs. Einnig verður varpað ljósi á hvernig aðrar þjóðir eru að nálgast verkefnið.  

Ákveðið að taka 6. viðfangsefnið (Aðlögun að röskun loftslags) til umfjöllunar á 43. fundi ráðsins 7. október. Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum: Drög að stefnu. Verður tekin til umfjöllunar og verður formanni starfshópsins sem vann hana boðið til fundar. Einnig mun ráðið kynna sér fyrirætlanir nýrrar skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofunni með því að bjóða skrifstofustjóra hennar til fundar. 

Ráðið mun taka 4. viðfangsefnið (Landnotkun og losun frá landi) þegar formaður hefur lokið þeirri frágangsvinnu sem honum var falin á lokafundi síðasta starfsárs. 

Í tengslum við valdeflingu fulltrúa í ráðinu var ákveðið var fela verkefnisstjóra að skipuleggja fræðandi fyrirlestra fjórum sinnum á starfsárinu fyrir fulltrúa og varafulltrúa utan hefðbundinna funda í ráðinu.

Formaður, varaformaður og verkefnastjóri munu setja aðrar niðurstöður fundarins í framkvæmd.  

Önnur mál

Verkefnastjóri sagði frá farvegi fyrir reglulega upplýsingamiðlun til fulltrúanna um útgáfu rita um loftslagsmál, viðburði og ýmislegt sem er á döfinni sem tengist beint og óbeint starfinu í ráðinu. 

Sigurður Loftur sagði frá „Sólinni“ sem er mat sem Ungir umhverfissinar munu birta á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum í komandi kosningum. 

Formaður sagði frá því að á ráðið verði upplýst á næsta fundi um undirbúning 26. Aðildarríkjaþings loftslagssamningsins sem haldið verður í Glasgow í nóvember og teknar ákvarðanir um mögulega þátttöku ráðsins í því.

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...