Fundargerð 40. fundar Loftslagsráðs

23. júní 2021

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Árni Finnsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Unnsteinn Snorri Snorrason, Sævar Helgi Bragason og Steingrímur Jónsson. 

Gestir fundarins: undir lið 2, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða og Sóllilja Bjarnadóttir doktorsnemi og undir lið 3, Bryndís Skúladóttir ráðgjafi hjá VSÓ. 

Fundurinn var haldinn í Háhyrnu, Skuggasundi 3 kl. 9-13. Guðný Káradóttir verkefnisstjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

Vísindaráðgjöf 

Fyrir fundinum lá samantekt með niðurstöðum kortlagningar á vísindaráðgjöf. Gestir fundarins, þær Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða og Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi kynntu vinnuna og helstu niðurstöður. 

Fulltúrar í ráðinu tjáðu sig um efni samantektarinnar. Í umræðum var m.a. rætt um kynningu á samantektinni sem hugsuð er sem áfangi í stærra verkefni, þ.á.m. kom fram tillaga um að halda málþing um vísindaráðgjöf í haust og verður hún tekin til skoðunar í tengslum við umræðu um starfsáætlun 2021-2022. 

Samantektin var afgreidd með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum, auk þess sem fulltrúar fengu tækifæri til að senda frekari ábendingar skriflega eftir fundinn. Viðfangsefnið verður aftur á dagskrá ráðsins í haust.  

Losun frá landi 

Fyrir fundinum lá samantekt VSÓ Ráðgjafar en óskað hafði verið eftir skriflegum athugasemdum við orðalag fyrir fundinn. Farið var yfir þær á fundinum, auk þess sem fleiri ábendingar komu fram í umræðunni. Samantekt VSÓ verður uppfærð með þeim breytingum sem samþykkt var að gera og send fulltrúum. 

Þá var til umfjöllunar drög að áliti frá ráðinu. Í umræðunni komu fram tillögur um breytingar á orðalagi. Þá var ákveðið að gefa þeim fulltrúum sem voru fjarverandi tækifæri á að senda ábendingar. Formanni var falið að fylgja málinu eftir. 

Samskipti

Samskiptiyfirlit fyrir tímabilið febrúar til og með júní var lagt fyrir fundinn til upplýsingar. 

Önnur mál

Formaður upplýsti ráðið um að erindi hefði borist frá Carbfix o.hf. þar sem farið var fram á stuðning ráðsins við umsókn fyrirtækisins um viðurkenningu. Formanni var falið að gera tillögu að svari sem sent verður á ráðið. Sökum vanhæfi mun varaformaður ekki taka þátt í afgreiðslu erindisins. 

Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir kynnti vinnu IPCC (milliríkjanefndar SÞ), útgáfu vísindaskýrslna um loftslagsmál, helstu dagsetningar og aðkomu hennar að vinnu IPCC, en hún er í vinnuhópi I. Guðfinnu var þakkað fyrir hennar framlag og fórnfýsi við að taka þátt í þessari mikilvægu vinnu IPCC.

Þá var kynnt tillaga að tímasetningum funda í Loftslagsráði á næsta starfsári en þeir verða á fimmtudögum kl. 14-16. Einnig var sagt frá fyrirhuguðum vinnufundi ráðsins sem fram fer 19. ágúst nk.