Fundargerð 4. fundar Loftslagsráðs

28. nóvember 2018

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Pétur Reimarsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Steingrímur Jónsson. Jón Ingimarsson sat fundinn sem staðgengill Jóhönnu Hörpu Árnadóttur. Forföll boðaði Sigurður Ingi Friðleifsson.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030 (Hugi Ólafsson)

 1. Aðferðafræði við mat á hve miklu einstakar aðgerðir og áætlunin í heild geta skilað:
  1. Mat sem unnið var á undirbúningsstigi
  2. Nálgun við eftirfylgni (einstakar aðgerðir og í heild)
 2. Undirbúningur kynningar og umræðu um orkuskipti í samgöngum sem Sigurður Ingi mun undirbúa fyrir næsta fund.

Hvaða þætti varðandi landnotkun (minni losun frá votlendi og bindingu með landbótum) vill ráðið taka fyrir?

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í UAR og formaður verkefnisstjórnar aðgerðaáætlunarinnar kom til fundar með ráðinu og gerði grein fyrir aðferðafræði við mat á því hve miklu einstakar aðgerðir og áætlunin í heild geta skilað og því hvernig eftirfylgnin fer fram.

Hugi gerði grein fyrir úrvinnslu Verkefnisstjórnarinnar á athugasemdum sem bárust inn á Samráðsgáttina fyrir 15. nóvember og undirbúning 2. útgáfu. Hann upplýsti ráðið um stöðuna í viðræðum við Framkvæmdastjórn ESB um sameiginlega framkvæmd skuldbindinga gagnvart Parísarsamningnum og um endurskoðun Umhverfisstofnunar á losunarspám fyrir landið í heild og um samráð við hagaðila í því sambandi.

Næstu skref:

 1. Ráðið mun taka fyrirætlanir um orkuskipti í samgöngum til sérstakrar skoðunar á næsta fundi. Sigurður Ingi Friðleifsson mun gera grein fyrir sinni sýn á stöðuna sem fulltrúi í ráðinu og sem framkvæmdastjóri Orkuseturs. Erlu Sigríði Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Ástu Þorleifsdóttir frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu verður einnig boðið til samráðs.
 2. Formanni var falið að undirbúa svipaða yfirferð snemma á næsta ári yfir þá þætti áætlunarinnar sem lúta að átaki í kolefnisbindingu og bættri landnýtingu.

Framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála

Álitsgerð til ráðherra byggð á samantekt Hrafnhildar og umræðu á 3 fundi. (Drög send til fulltrúa tveimur dögum fyrir fund).

Ráðið ræddi drög að álitsgerð til ráðherra um ofangreint sem formaður hafði tekið saman á grundvelli umræðu á 3. fundi þar sem studdist meðal annars við samantekt Hrafnhildar Bragadóttur.

Almennt talið að efnisuppbygging á drögunum væri viðeigandi og að nánari útfærsla fæli í sér að fara nánar út í efnisþættina.

Fulltrúar í ráðinu munu senda formanni orðalagstillögur. Hann mun gera tilraun til að samþætta þær í lokadrög sem tekin verða til frekar umræðu á næsta fundi og lokaafgreiðslu ef samstaða næst.

Aðlögunaráætlun til að efla viðnámsþol gegn afleiðingum veðurfarsbreytinga

 • Umræður ráðsins um aðlögunaráætlun með áherslu á:
  1. Hvert ætti umfang, eðli og innihald aðlögunaráætlunar að vera?
  2. Hlutverk gerenda og samræming
  3. Reynsla annarra þjóða
  Ráðið fór yfir stöðuna í umfjölluninni um aðlögunaráætlun í lok fundar í ljósi kynningar Veðurstofustjóra og umræðunnar á 3. fundi. Ekki vannst tími til að móta næstu skref fyrir Loftslagsráð en málið verður tekið aftur fyrir á næstu fundum.

Undirbúningur næstu funda

Fimmti fundur ráðsins verður haldinn miðvikudaginn 12. desember.

Fundi slitið kl 16.00