Fundargerð 30. fundar Loftslagsráðs

11. nóvember 2020

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Maríanna Traustadóttir, Sævar Helgi Bragason, Jóhanna Harpa Árnadóttir,  Sigurður Loftur Thorlacius, Steingrímur Jónsson, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Árni Finnsson og Berglind Ósk Alfreðsdóttir (varamaður fyrir Sigurð Eyþórsson). Guðný Káradóttir verkefnisstjóri skráði fundargerð. Gestir fundarins voru Richard Baron framkvæmdastjóri 2050 Pathways Platform og Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður hjá Magna. 

Fundurinn var haldinn á Teams 11. nóvember kl. 10:00-11:40. 

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

Kolefnishlutleysi – þróun á alþjóðavettvangi nýverið

Formaður kynnti dagskrárliðinn og sagði mikið hafa gerst á þessu sviði á alþjóðavettvangi síðustu tvo mánuði. Nægir þar að nefna yfirlýsingar Kína, Japan og Suður-Kóreu um tímasetningu þeirra kolefnishlutleysis. 

Gestur fundarins, Richard Baron, framkvæmdastjóri 2050 Pathways Platform hélt kynningu og lýsti sínu mati á stöðunni á alþjóðavettvangi. Hann færði einnig fréttir af starfi 2050 Pathways Platform en Loftslagsráð er aðili að því samstarfi og greindi frá nýlegri skýrslu World Resources Institute um framsetningu markmiða um kolefnishlutleysi og kynningu á þeim. Sýndi m.a. myndrænt hvaða lönd hafa skilað inn langtímastefnumótun um kolefnishlutleysi til Parísarsamningsins eða eru með slíka stefnumótun í undirbúningi. Hann sagði frá átakinu Race to Zero sem UNFCCC stendur fyrir og hnattrænu samtali um loftslagslausnir undir merkjum Race to Zero Dialogues sem hófst mánudaginn 9. nóvember og stendur í tvær vikur. Richard fékk ýmsar spurningar og góðar umræður sköpuðust. Hann mun einnig sendar ítarefni til fróðleiks um þau mál sem komu til umfjöllunar. 

Starfsreglur

Fyrir fundinum lágu lokadrög að starfsreglum, en unnið hefur verið úr athugasemdum sem ræddar voru á síðasta fundi og bárust ráðinu. Þórður Bogason hjá Magna er ráðinu til ráðgjafar við mótun starfsreglnanna og var hann gestur fundarins og hlustaði á umræðu og svaraði spurningum sem til hans var beint. Búið er að kynna lokadrögin fyrir varafulltrúum. 

Umræður voru um að skerpa þyrfti á og breyta atriðum í texta varðandi starfshætti og þagnar- og trúnaðarskyldu. Var verkefnisstjóra falið að vinna úr þeim athugasemdum með Þórði og formanni. Endanleg drög verða send fulltrúum tímanlega fyrir næsta fund og stefnt að afgreiðslu reglnanna á þeim fundi.

Önnur mál

Sagt var frá vel heppnuðum málfundi undir yfirskriftinni Loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19 sem haldinn var miðvikudaginn 10. nóvember í samvinnu við breska sendiráðið á Íslandi. Fundurinn heppnaðist vel og fylgdist mikill fjöldi með honum. Fundinum var m.a. streymt á Vísi.is. Myndbönd frá fundinum verða gerð aðgengileg á vef og samfélagsmiðlum Loftslagsráðs. Þá sagði verkefnisstjóri frá því sem áunnist hefur varðandi miðlun og samskipti.  

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...