Fundargerð 3. fundar Loftslagsráðs

2. nóvember 2018

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Pétur Reimarsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Steingrímur Jónsson (með fjarfundabúnaði). Forföll boðaði Sigurður Ingi Friðleifsson.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir sat fundinn og ritaði fundargerð.

Aðlögunaráætlun til að efla viðnámsþol gegn afleiðingum veðurfarsbreytinga

  1. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu kom á fund ráðsins og gaf heildaryfirlit yfir stöðu mála.
  2. Staðan hjá sveitarfélögum, atvinnulífinu og heimilinum í landinu
    Hrönn Hrafnsdóttir greindi frá stöðu aðlögunarmála hjá sveitarfélögunum.
  3. Umfang, eðli, stjórnskipulag og innihald aðlögunaráætluna

Umræður ráðsins með forstjóra Veðurstofu um stöðu mála er varða aðlögunaráætlun. Ákveðið var að halda umræðum um aðlögunaráætlun áfram á næsta fundi.

Framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála

  • a. Núverandi staða (sjá yfirlit sem Hrafnhildur Bragadóttir vann fyrir ráðið)

Sigríður Auður ráðuneytisstjóri og Hugi Ólafsson komu inn á fundinn. Til umræðu var yfirlit Hrafnhildar Bragadóttur um núverandi fyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála sem dreift var fyrir fundinn.

  • b. Næstu skref: Stefnt að því að tillögur að framtíðarfyrirkomulagi loftslagsmála verði lagðar fram til umræðu á næsta fundi ráðsins og sendar til ráðherra í kjölfarið

Aðgerðaráætlun

  1. Hlutverk og virðisauki Loftslagsráðs í þessu samhengi
  2. Forgangsmál fyrir ráðið á næstu mánuðum varðandi áætlunina.
  3. Aðföng og upplýsingar sem afla þarf til að undirbyggja frekari rýningu.

Aðgerðaráætlun er tengd umræðu um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála og eitt af viðfangsefnum ráðsins. Hvernig getur loftslagsráð stutt við samráð aðgerðaráætlunar.

  • Getur loftslagsráð lagt lið við einstakar aðgerðir?
  • Leggja verkefni loftslagsráðs frekar í að tryggja heildarárangur aðgerða?

Hugi Ólafsson, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti ræddi aðgerðaráætlunina og vinnubrögðin við eftirfylgni. Einkum eru tvö mál er varða aðgerðaráætlun sem ráðið hefur hug á að styðja við umfram önnur.

  • Framsetning gagna, skuldbindinga og upplýsinga um stöðuna. M.a. tillaga um að gera spurningalista (Q&A) um t.a.m. myndina á bls. 40 sem skýrir betur stöðuna.
  • Halda utan um árangursmat og hverju aðgerðirnar gætu skilað.

Næstu skref

  • Fá Umhverfisstofnun í heimsókn til að fá upplýsingar um hvað stofnunin er að gera á þeim sviðum sem falla undir stofnunina.
  • Ræða um framsetningu á viðfangsefninu og hvernig hægt er að fylgjast með árangri.

Undirbúningur næstu funda

  • Tímasetningar
    Samþykkt er að halda næsta fund ráðsins þann miðvikudaginn 28. nóvember kl 9-12.
  • Áherslur næsta fundar
    Tillaga að framtíðar fyrirkomulagi stjórnsýslu loftslagsmála Aðgerðaráætlun
    Aðlögunaráætlun Nóg komið á dagskrá næsta fundar en fljótlega þarf að ræða
    • Markmið um kolefnishlutleysi.
    • Æskilegt væri að heyra hvað Umhverfisstofnun er að gera í loftslagsmálum.
    • Samningar við Evrópusambandið eftir áramótin.
  • Fundur með Ungmennaráði heimsmarkmiðanna 1. desember
    • Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur óskað eftir að hitta fulltrúa ráðsins þann 1. desember. Af öllum 12 heimsmarkmiðunum er mestur áhugi ungmennaráðsins á loftslagsmálum.
    • Ráðið tekur vel í að hitta fulltrúa Ungmennaráðsins.

Önnur mál

Ráðning starfsmanns: Anna Sigurveig Ragnarsdóttir hefur verið ráðinn starfsmaður loftslagsráðs. Mun hún sinna því starfi í hálfri stöðu á móti stöðu sérfræðings í loftslagsmálum við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið frá 1. desember. áhugi á kynningu frá Skipulagsstjóra um stöðuna varðandi landskipulagstefnu.