Fundargerð 28. fundar Loftslagsráðs

14. október 2020

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Maríanna Traustadóttir, Sævar Helgi Bragason, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Sigurður Eyþórsson, Sigurður Thorlacius, Ragnar Frank Kristjánsson, Steingrímur Jónsson, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir og Kristín Vala Ragnarsdóttir varamaður fyrir Árna Finnsson. Guðný Káradóttir verkefnisstjóri skráði fundargerð.  

Fundurinn var haldinn á Teams kl. 10-12 miðvikudaginn 14. oktbóber.  

Fundarritari var Guðný Káradóttir.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

Starfsáætlun 2020-2021  

Undir þessum lið voru til umfjöllunar þrjú atriði: álit um ábyrga kolefnisjöfnun, fyrstu drög að starfsáætlun og samskiptaáætlun.

Formaður kynnti drög að áliti um ábyrga kolefnisjöfnun sem lá fyrir fundinum. Almenn ánægja var með þessi drög. Í umræðum komu fram breytingatillögur á texta. Samþykkt var að formaður fengi umboð til að færa inn þær breytingar sem voru samþykktar og ganga frá endanlegu áliti. Einnig var samþykkt að senda álitið til hagaðila sem tóku þátt í viðburði Loftslagsráðs um kolefnisjöfnun í mars 2020 og á neytendastofu. Einnig að koma álitinu á framfæri við fjölmiðla.

Fyrir fundinum lágu drög að starfsáætlun sem formaður kynnti. Í umræðum komu fram tillögur að breytingu á orðalagi og viðbótum. Formaður lagði til að hann og starfsmaður ráðsins fengju umboð fundarins til að uppfæra og birta starfsáætlun dagsetta 14.október, með þeim breytingum sem fundurinn lagði til. Það var samþykkt og einnig að endurskoða hana innan starfsársins, upp úr áramótum.

Undir liðnum samskiptaáætlun fór verkefnisstjóri yfir helstu atriðin í áætluninni sem lýst er í skjali sem lá fyrir fundinum; markmið og aðgerðir. Meðal annars greindi hún frá framgangi í undirbúningi fundar 10. nóvember sem kynnir loftslagsráðstefnuna í Glasgow (COP26) sem haldin verður 2021 sem og fyrstu skrefunum á samfélagsmiðlum.

Þá fór formaður yfir lýsingu á markmiðum og aðferðafræði við viðburðaröðina sem tengist skuldbindingum til 2030. Einnig lagði hann fram tillögur um viðfangsefni og komu fulltrúar með fleiri hugmyndir á fundinum. Leitað verður til fagaðila við undirbúning. Fundurinn samþykkti að vinna áfram út frá þeim hugmyndum sem kynntar voru og ræddar.

Önnur mál

Sagt var frá vinnu við mótun á starfsreglum og verða fyrstu drög lögð fram á næsta fundi.

Einnig var sagt frá þátttöku formanns í vel heppnuðum fundi Stjórnvísi um loftslagsmál, Stóra myndin, stefna og aðgerðir, sem haldinn var 9. október

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...