Fundargerð 16. fundar Loftslagsráðs

2. nóvember 2019

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Sigurður Thorlacius, Maríanna Traustadóttir, Sigurður Eyþórsson, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Gunnar Dofri Ólafsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir og Árni Finnsson. Í fjarfundarbúnaði: Ragnar Frank Kristjánsson og Steingríur Jónsson.

Varafulltrúar: Páll Björgvin Guðmundsson og Pétur Blöndal

Anna Sigurveig, starfsmaður Loftslagsráðs, sat fundinn og ritaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt án breytinga.

Aðlögun að loftslagsbreytingum

  • Fyrir fundinn voru fulltrúar beðnir um að fara yfir umræðuskjal um aðlögun að loftslagsbreytingum sem ráðið hefur látið vinna en skjalið er á lokastigum. Skýrslan er að mörgu leiti svar við skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og góður efniviður fékkst frá ráðstefnu um aðlögun sem og vinnustofu síðar um daginn.
  • Ákveðið var að næstu skref yrðu að senda skýrsluna til þátttakenda sem tóku þátt í vinnustofu um aðlögun að loftslagsbreytingum til rýningar auk þess sem fulltrúar í ráðinu voru beðnir um að senda athugasemdir sínar á starfsmann ráðsins.
  • Bent var á að:
    • Æskilegt væri að unnin yrði samantekt sem sett er framan við skjalið
    • Breytingar voru gerðar á lögum um loftslagsmál sl. sumar sem nú segja að unnin skuli aðlögunaráætlun fyrir Ísland.

Starfsáætlun

Stafsáætlun fyrir árið er í vinnslu og verið er að vinna hana í samstarfi við fulltrúa ráðuneytisins. Drög að áætluninni voru lögð fram á seinasta fundi og hafa verið gerðar við hana viðbætur m.t.t. þess sem rætt hefur verið fundum ráðsins.

  • Stefnt er að því að leggja lokadrög starfsáætlunar fyrir næsta fund ráðsins ásamt fjárhagsáætlun.
  • Drög að starfsáætlun voru kynnt en ekki náðist tími til umræðna. Áfram verður unnið með áætlunina og hún lögð fyrir á næsta fundi.
  • Ábendingar varðandi starfsáætlun:
    • Leggja þarf áherslu á að minnka losun sem hefur haldið áfram að hækka frá 1995. Starf ráðsins þarf að tryggja að þessi losun minnki.
    • Samið hefur verið um 29% samdrátt og er það yfirlýst markmið. Loftslagsráð þarf að gera þetta að sínu meginmarkmiði í starfinu í vetur.
    • Rætt var um aðgerðaráætlun í þessu samhengi og mikilvægi þess að tryggja að aðgerðaáætlun skili 40% minni losun. Gott væri ef kæmi sterk ályktun frá ráðinu um að draga þurfi úr losun meira.
    • Það sem skilar mestu eru kolefniskattar, gjöld og hvatar. Eitt þyrfti að skoða vel, kolefniskattar og -gjöld. Miklir fjármunir eru að fara í kolefnisskatta og gjöld, en kortleggja þarf hvert þessir fjármunir eru að fara. Einnig þarf að skoða aðra gjaldtöku sem hefur áhrif á kolefnislosun, s.s. þungaskatt.
    • Ákveðið var að Loftslagráð myndi skoða hagrænar lausnir á þessu ári. Vinnan verður skipulögð á þann hátt að áhugasamir fulltrúar skoði hagræna þáttinn. Pétur, Árni, Sigurður, Hildur, Maríanna og Gunnar.
    • Fyrsta atriðið verður að fá unna mynd af kerfinu líkt og gert var með stjórnsýslu loftslagsmála og spyrja spurningarinnar; hvaða áhrif hefur þetta á losun gróðurhúsalofttegunda.
    • Loftslagsráð vinni einnig að lausnasviðinu og sá þáttur verði styrktur í starfsáætlun. Mikilvægt að lausnir komi víða að.

Kolefnishlutleysi

Kolefnishlutleysi var tekið fyrir á seinasta fundi og eftir hann gafst fulltrúum ráðsins tækifæri á að koma með athugasemdir við skjalið. Fjölmargar góðar athugasemdir bárust og hefur verið brugðist við þeim í nýrri útgáfu af skjalinu sem send var út fyrir fundinn.

  • Margt hefur breyst, í flestum tilfellum hafa athugasemdir orðið til þess að gera greinargerðina hnitmiðaðri og einfaldari þannig að hún er nær því að vera beinhörð framsetning á helstu stærðargráðum.
  • Ekki hafa margir haft tök á að fara yfir skjalið eins og það lítur út núna. Í umræðuskjalinu verður ákveðnum atriðum stillt upp sem valkostum. Ekki er inni mat á því hvað endurheimt votlendis getur skilað þar sem um það er töluverð óvissa. Móta þarf það sem Loftslagsráð vill segja til að setja skjalið í samhengi.
  • Á fundinum kom m.a. fram:
    • Ábendingar hafa borist um að e.t.v. ætti ráðið ekki að senda frá sér slíka greiningu og hún ætti fremur að koma frá ráðuneytinu þá getur ráðið fengið það í hendur og gangrýnt.
    • Hafa þarf mjög skýrt að draga þarf úr losun fyrir 2030 og Loftslagsráð þarf að passa að draga ekki athyglina að langtímamarkmiðum og á sama tíma gleyma því sem þarf að gerast núna. Ísland hefur skrifað undir yfirlýsingar um að það skuldbindur sig til að halda hlýnun innan við 1,5 °C og því þarf að auka aðgerðir til 2030.
    • Markmið stjórnvalda til 2030 þurfa að vera skýr, og þau eru að mati sumra fulltrúa ekki nógu skýr
    • Enn vantar betri strúktúr á skýrsluna. Afmarka ætti þann hluta sem verið er að vinna með, afmarka þann ramma sem varðar skuldbindingar til 2030.
    • Ætti að vera sérumfjöllun um ETS-ið og markmið í því kerfi í skýrslunni.
    • Upphafsstaða varðandi landið er valkostur.
    • Ekki er hægt að lýsa yfir kolefnishlutleysi án þess að iðnaður sé tekinn með.
    • Kolefnisskatta ætti að nýta til að styrkja lausnir fyrir tækniþróun.
    • Erlendis hefur sumstaðar verið sett í lög að ná skuli kolefnishlutleysi.
    • Þurfum að vera með minni losun árið 2030 en lýst hefur verið yfir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040.
  • Ráðið ætti að forðast að taka afstöðu í hvora áttina sem er, þar sem eru valkostir eru ætti ráðið að stilla þeim upp en ætti ekki að taka ákvörðun um hvernig kolefnishlutleysi verður afmarkað. Slíkir valkostir eru t.d. varðandi landnotkun.
  • Stórar spurningar sem þarf að svara í þessu sambandi varða ETS, landnotkun e.t.v. milliríkjasamgöngur en þær eru utan við skuldbindingar. Slíka losun er erfitt að heimfæra á einstaka ríki og eru almennt ekki taldar með hjá öðrum þjóðum.

Loftslagssjóður

Hildur Knútsdóttir formaður stjórnar Loftslagssjóðs og Helga Barðadóttir fulltrúi UAR í sjóðnum kynnir stöðu mála varðandi Loftslagssjóð.

  • Fundað hefur verið stíft með Rannís síðan í september, passað var upp á skörun við aðra sjóði þannig að þessi sjóður væri hrein viðbót. Úthlutað verður núna 2019 og 2020 til að spara umsýslukostnað, nú 140 milljónir. Verið er að vinna að handbók sem Rannís er að vinna umsýslukerfi upp úr og auglýst verður í lok nóvember. Kynningarfundur verður stuttu fyrir auglýsta úthlutun.
  • Veittir verða styrkir til fræðslu og styrkir til nýsköpunar sem verða hærri. Nú verður auglýsingin mjög víð og ríkisstofnanir, sveitarfélög einnig sótt um. Samstarfsstyrkir styrkja umsóknir sem og lausnir sem geta nýst víðar.
  • Loftslagssjóður er skilgreindur í lögum og stjórnin er bundin því sem kemur fram þar.
  • Áhyggjur komu fram hjá ráðinu um að tilkoma sjóðsins leiddi til þess að fjárveitingar úr öðrum sjóðum til loftslagsmála minnki og hvetur sjóðinn til að gera ráðstafanir og taka stöðuna á hvaða fjármagn er að fara í loftslagsmál núna. Ráðið óskar eftir að heyra í fulltrúum sjóðsins aftur þegar úthlutun liggur fyrir.

Innviðir kolefnisjöfnunar

Umræðuefni:

  • Átta sig á kolefnissporinu
  • Lágmarka sporið
  • Kolefnisjöfnun

Eitt vottunarfyrirtæki hefur tekið saman viðmið um kolefnishlutleysi og óskar eftir viðbrögðum. Skógræktin hefur einnig tekið saman upplýsingar um hvernig hægt er að halda utan um kolefni sem tengist skógrækt. Ná þarf utan um það sem er að gerast á þessu sviði.

Tillagan er tvíþætt:

  1. Láta vinna samantekt um stöðuna hér á landi, tækifæri, hættur og hugsanlegar úrbætur með sérstakri áherslu á bein viðskipti með kolefniseiningar og hugsanleg viðskiptaleg áhrif af yfirlýsingum um kolefnisjöfnun eða kolefnishlutleysi.
  2. Boða aðila sem þessi mál snerta til samráðsfundar með ráðinu þar sem farið verði yfir stöðuna og lagður grunnur að samkomulagi um leiðir til að bæta gagnsæi og tryggja áreiðanleika í tengslum við:
    • i. Mælingar og eftirlit
    • ii. Miðlæga skráningu kolefniseininga (tilurð, viðskipti og afskrift)
    • iii. Tengingar við landupplýsingakerfi

Gera þarf greinarmun á raunverulegri bindingu annars vegar og framtíðar bindingu hins vegar þar sem tekið er lán inn í framtíðina.
Mikill áhugi er hjá ráðinu að hitta gerendur og ábyrgðaraðila á þessu sviði en mikilvægt er að ráðið sé tilbúið í þær samræður.

Önnur mál

Erindi Skipulagsstofnunar um ósk að aðkomu ráðsins að loftslagsáherslum í landsskipulagsmálum

  • Skipulagsstofnun hefur óskað eftir því að Loftslagsráð komi að rýningu á viðauka um loftslag, landslag og lýðheilsu sem stofnunin vinnur að auk þess sem þess var óskað að ráðið taki þátt í viðburði eftir áramótin. Mikill áhugi er hjá ráðinu á að verða við þessari beiðni og er hún samþykkt.

Samkomulag Íslands, Noregs og ESB um samstarf á sviði loftslagsmála

  • Fulltrúar hafa óskað eftir því að fá nánari upplýsingar um samkomulagið og hvað í því fellst. Send verður fyrirspurn til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og fulltrúar ráðsins eru beðnir um að senda spurningar sínar til starfsmanns ráðsins sem sér um að senda þær áfram.

Nýr varafulltrúi fyrir ungt fólk.

  • Ráðherra skipaði Sigurð Thorlacius, sem fulltrúa ungs fólks í Loftslagsráð og nú hefur verði skipaður varafulltrúi fyrir hann. Hún heitir Jóna Þórey Pétursdóttir, er nýr varaformaður Stúdentaráðs og hefur verið með í skipulagningu loftslagsverkfalla.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.