Fundargerð 11. fundar Loftslagsráðs

8. maí 2019

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Pétur Reimarsson, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir og Árni Finnsson. Í fjarfundarbúnaði: Sigurður Ingi Friðleifsson og Ragnar Frank og í stað Hrannar fyrir hönd Sambands íslenskra Sveitarfélaga. Forföll boðuðu: Brynhildur Davíðsdóttir, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Steingrímur Jónsson Jóhanna, Harpa Árnadóttir og Hrönn Hrafnsdóttir.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir starfsmaður ráðsins sat fundinn og skrifaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt án athugasemda.

Mat á árangri 2030 af aðgerðum gegn loftslagsbreytingum

Kynning á framreikningaskýrslu Umhverfisstofnunar (Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar & Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Umhverfis og auðlindaráðuneytinu

 • Skýrslan er ekki enn ekki orðið opinber og óskað er eftir trúnaði ráðsins þar til hún verður birt á næstu dögum.
 • Policy and measures (PAMs) and projections, eða skýrsla um framreikninga sem krafist er af ESB og Loftslagssamningnum. Skýrslan inniheldur yfirlit yfir stefnur og aðgerðir sem hafa verið samþykktar eða áætlaðar sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ásamt því að spá fyrir um áhrif þeirra aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2035. Skýrslan mun framvegis vera lykilverkfæri í því að meta jafnóðum hverju fyrirhugaðar aðgerðir koma til með að skila í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda.
 • Leitað var eftir ábendingum hagaðila en auk þess var stuðst við áætlanir ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í loftslagsmálum. Metin eru áhrif á losun þeirra aðgerðia sem teljast nægilega útfærðar og búið er að taka ákvörðun um að fara í. Skýrslan sýnir 19% samdrátt miðað við þær forsendur sem hún setur (til ársins 2030, miðað við losun ársins 2005). Landnotkun (LULUCF) er ekki metin. Byggir framreikningarskýrslan m.a. á eldsneytisspá frá árinu 2016, Jarðvarmaspá, og spá Orkuveitu Reykjavíkur um rafbílavæðingu frá mars 2018.
 • Skýrslunni ber alla jafna að skila á tveggja ára fresti en stefnt er að því að meta fleiri aðgerðir í aðgerðaáætlun og skila aftur á næsta ári. Að þessu sinni eru sex aðgerðir í aðgerðaáætlun metnar. Ráðuneytið kemur ekki að gerð skýrslunnar en hún mun nýtast vel til stefnumótunar inn í framtíðina.
 • Búið er að skila skýrslunni en verið er að vinna útdrátt úr henni og undirbúa kynningu.

Orkuskipti í samgögnum (Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetri)

 • Starfshópur um innviðauppbyggingu v. orkuskipta í samgöngum hefur verið starfandi seinustu mánuði með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Sigurður Ingi hefur verið í forsvari hópsins sem unnið hefur í samráði við helstu hagsmunaðila.
 • Áhersla hópsins um hvert á að beina fjármunum og þeirri vinnu sem framundan er.
 • Þriðjungur þeirrar losunar sem gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda kemur frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka aðgerðin sem mögulegt er að ráðsast í til að mæta skuldbindingum Íslands er því orkuskipti í vegasamgöngum. Þróunin er mjög hröð hvað varðar orkuskipti í samgögnum og þarf að mæta því sem markaðurinn leggur fyrir með skynsamlegum hætti. Stuðningurinn er tæknióháður ólíkt því sem var í fyrri styrkjum, en lagt er upp úr því að ökutæki sem komin eru á markað verði vísir að því hvar áherslan í innviðauppbyggingu verður. Stuðningur er við afgreiðslu á umhverfisvænni orku, ekki framleiðslu.
 • Fyrstu verkefnin verða að tryggja að ekki verði flöskuhálsar í rafbílavæðingunni með því að leggja áherslu á:
  • Hindrunarlausar ferðir rafbíla milli landshluta.
  • Aukna hleðslumöguleika við gististaði. Þessi aðgerð mun einnig hafa áhrif á eftirmarkað rafbíla.
  • Hafin er vinna við endurskoðun laga um fjölbýlishús með það að leiðarljósi að liðka fyrir rafbílavæðingu.
  • Skilgreind hafa verið verkefni varðandi orkuskipti í almenningsamgöngum og afgreiðslu á öðrum orkugjöfum.
 • Verður kynnt formlega með aðkomu ráðherrana, líklega um miðjan mánuðinn.
 • Hópurinn mun ekki taka á auknum álögum á bíla sem keyra á jarðefnaeldsneyti.
 • Loftslagsráð hefur farið yfir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum með atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti og einnig samgönguráðuneyti en telur nú orðið tímabært að funda með fjármálaráðuneyti og kanna stöðu með álögur á bíla sem keyra á jarðefnaeldsneyti.

Aðrar aðgerðir (Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Umhverfis og auðlindaráðuneytinu)

 • Tvær aðaláherslur, orkuskipti í samgöngum og átak í landnotkun. Margt er erfitt að meta en greiningar verða gerðar á því sem mögulegt er. Beðið var eftir framreikningaskýrslu Umhverfisstofnunar og verður unnið betur með þeim. Hvað varðar einstaka aðgerðir þá hefur verið óskað eftir greiningu á áhrifum kolefnisgjalda og fleiri aðgerðum.

Aðlögun að loftslagsbreytingum

Loftslagsráð stendur fyrir málþingi og vinnustofu um aðlögun að loftslagsmálum í næstu viku. Heiti ráðstefnunnar er: Erum við viðbúin? Aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum. Farið var yfir dagskrá viðburðarins. Í kjölfarið verður unnið umræðuplagg, sem rammar inn stöðuna, reynslu annara þjóða auk þess sem næstu skref verða ígrunduð.

Kolefnishlutleysi

Darri Eyþórsson hefur verið að vinna að greiningu fyrir Loftslagsráð mun hann skila af sér vinnu fyrir næsta fund. Loftslagsráð heldur utan um samstarf Íslands í 2050 Pathways Platform. Ársfundur þess verður um miðjan júní og mun Anna Sigurveig sækja ársfundinn.

Lokafundur ráðsins

Ákveðið var að halda lokafund ráðsins þann 5. júní, funda yfir heilan dag og ganga frá því sem út af stendur á þessu starfsári.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 12.00