Evrópusamstarf

Ísland á í mikilvægu samstarfi við Evrópusambandið um loftslagsmál í gegn um EES samninginn. Samkvæmt Parísarsamningnum eiga öll ríki að senda inn upplýsingar um þeirra framlag til markmiða samningsins. Hægt er að senda inn upplýsingar sem einstakt ríki en einnig er heimilt fyrir nokkur ríki, sem eiga í nánu samstarfi, að senda inn sameiginleg markmið um samdrátt í losun og geta þá viðkomandi ríki komið sér saman um innri reglur og markmið hvers og eins ríkis. Á grundvelli þessa ákvæðis hafa ríki Evrópusambandsins ákveðið að setja sér sameiginlegt markmið um 40 prósent samdrátt í losun fyrir á árið 2030 (með 1990 sem viðmiðunarár). 

Ísland tekur þátt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og því var ákveðið að vera með í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja. Noregur komst að sömu niðurstöðu og því eru Ísland, Noregur og ESB með eitt sameiginlegt framlag gagnvart Parísarsamningnum.

Sameiginlega markmiðið er þríþætt. Í fyrsta lagi eru um að ræða hluta losunar sem skiptist niður á ríkin og myndar beinar skuldbindingar viðkomandi ríkja. Þessi hluti losunar fellur undir það sem kallað er ESR (e. Effort Sharing Regulation). Í öðru lagi er sú losun sem fellur undir viðskiptakerfi með losunarheimildir, eða það sem gengur undir skammstöfuninni ETS (e. Emission Trading System). Í þriðja lagi eru í gildi sérstakar reglur varðandi landnotkun, eða það sem oft er táknað sem LULUCF (e. Land Use, Land Use Change and Forestry).

Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum fyrir tímabilið 2018-2030 tekur mið af þessu fyrirkomulagi. 

Hér er hægt að lesa sér til um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir