Að búa sig undir breyttan heim

Umfjöllunarefni

Í þessari skýrslu er farið yfir helstu hugtök og aðferðafræði aðlögunar (1. kafli), stjórnar hætti og skipulag aðlögunarvinnu í öðrum löndum (2. kafli) og stöðu slíkrar vinnu á Íslandi nú ásamt tillögum og helstu umhugsunarefnum fyrir stjórnvöld (3. kafli). Lagt er til að unnin verði í samráði við eigandi hagaðila stefna um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum sem næsta skref að markmiði stjórnvalda um sérstaka áætlanagerð vegna aðlögunar og því langtímaverkefni að skapa heildrænt skipulag fyrir þennan málaflokk á ríkisstjórnarstiginu. Til skemmri tíma litið er mælst til þess að samhliða þeirri vinnu kanni stjórnvöld hvaða aðgerðum, verkefnum og verkferlum vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum megi koma þegar af stað eða styrkja frekar án mikillar undirbúingsvinnu.

Helstu ábendingar

  • Stjórnvöld skulu vinna eða láta vinna stefnuplagg um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum, þ.e. stefnu, hvítbók, stefnuáætlun eða rammaáætlun til að undirbyggja gerð landsáætlunar um aðlögun og/eða sértækari áætlanagerð fyrir sveitarfélög, svæði, geira og atvinnugreinar. 
  • Stjórnvöld skulu taka saman þær aðgerðir, verkefni og verkferla vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum, sem má koma af stað eða styrkja frekar til skemmri tíma án mikillar undirbúningsvinnu. Hafa skal í huga að slíkt yfirlit eða verkáætlun getur gagnast vinnu við tillögu 1 en skyldi fyrst og fremst skoða sem leið til þess að aðlögunarverkefni sem núþegar eru skipulögð eða þarfnast frekari stuðnings þurfi ekki að bíða eftir því að vinnu við stefnuplagg og áætlanagerð ljúki.