18. desember 2025
Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Bjarni Már Magnússon, Halldór Björnsson, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Helga Ögmundardóttir og Ingibjörg Svala Jónsdóttir.
Fundurinn var haldinn í Grósku.
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri skráði fundargerð.
Fundargerð seinasta fundar
Fundargerð 89. fundar sem haldinn var 22. nóvember var samþykkt án athugasemda.
Aðlögunaráætlun
Fyrsta aðlögunaráætlun Íslands vegna áhrifa loftslagsbreytinga hefur verið í undirbúningi undanfarin ár.
Óskað hefur verið eftir áliti ráðsins á forgangsröðun fyrstu aðgerða og áætluninni í heild sinni. Barst ráðinu tillaga verkefnastjórnar að aðlögunaráætlun, 14. nóvember auk minnisblaðs með ítarefni vegna tillögu verkefnastjórnar þann 19. nóvember.
Fyrir fundinum lágu drög að efnistökum álits eftir umræður á fundi ráðsins í lok nóvember.
Mótun atvinnustefnu
Á fundinum var rætt um viðbrögð Loftslagsráðs við mótun atvinnustefnu, sem samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneyti lýsir því hvernig stjórnvöld vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpun í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði.
Á 88. fundi ráðsins 4. nóvember var samþykkt minnisblað til forsætisráðuneytis vegna mótunar atvinnustefnu. Drög forsætisráðuneytis að atvinnustefnu voru síðan birt í samráðsgátt 14. nóvember.
Á fundi ráðsins þann 27. nóvember var ákveðið að ráðið myndi bregðast við með áliti sem yrði gert opinbert í byrjun nýs árs. Fyrir fundinum lágu drög að álitinu og var það til umræðu. Unnið verður úr athugasemdum ráðsins og lokaálit borið fram til samþykktar á fundi ráðsins í janúar.
Staðreyndablöð
Vinnuhópur um tölur um losun hefur verið að störfum síðan í vor og lagt drög að staðreyndablöðum um losun gróðurhúsalofttegunda í einstaka geirum. Á starfsdegi
ráðsins, 26. september var ákveðið að ljúka við verkefnið fyrir alla geira. Var niðurstaða fundarins að blöðin yrðu stutt, en hnitmiðuð.
Á 87. fundi ráðsins þann 23. október var lagt fram eitt staðreyndablað til samþykktar og ákveðið að vinna blöðin áfram fyrir aðra geira með sama formi.
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að staðreyndablöðum fyrir aðra þætti hagkerfisins þ.e. F-gös, fólksbíla, bílaleigubíla og þungaflutninga sem lágu fyrir fundinum til samþykktar. Unnið verður að frekari greiningum og staðreyndablöð unnin fyrir aðra geira samfélagslosunar, sem lagðir verða fram fyrir næsta fund ráðsins.
Samantekt um votlendi
Verkefnið snýr að því að meta stöðu þekkingar á losun frá votlendi við mismunandi aðstæður og áhrifaþáttum hennar. Megináherslan verður hins vegar á leiðir til að skapa hvata til endurheimtar og markvissrar uppbyggingar þekkingar og reynslu.
Fyrir fundinum lágu drög til umræðu og verður unnið áfram með skýrsluna í ljósi athugasemdanna. Stefnt er að útgáfu hennar í byrjun febrúar.
Önnur mál
- Skýrsla verkefnisstjórnar loftslagsaðgerða 2025.
Sagt var frá því að skýrsla verkefnastjórnar loftslagsaðgerða hefur verið gerð aðgengileg á vef Stjórnarráðsins. - Fyrirspurn Loftslagsráðs um ETS undanþágu vegna millilandaflugs.
- Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Skrifstofa Loftslagsráðs hefur fengið beiðni um aðgang að upplýsingum frá Ríkisendurskoðun. Gengið verður frá svörum fyrir árslok.
