Fundargerð 9. fundar Loftslagsráðs

27. mars 2019

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Jóhanna Harpa Árnadóttir. Steingrímur Jónsson og Sigurður Ingi Friðleifsson sóttu fundinn í fjarfundarbúnaði. Forföll boðuðu Pétur Reimarsson og Hrönn Hrafnsdóttir. Ragnar Frank sótti fundinn í stað Hrannar fyrir hönd Sambands íslenskra Sveitarfélaga.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir starfsmaður ráðsins sat fundinn og skrifaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt án athugasemda.

Álit loftslagsráðs um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Álitinu var skilað til ráðherra og verður það nú birt opinberlega á vefsvæði Loftslagsráðs. stjornarrad.is/loftslagsrad

Mikilvægt verður að fylgja eftir því sem kemur fram í álitinu bæði gagnvart stjórnvöldum og öðrum leikendum.

Kolefnishlutleysi 2040

  • Verkefni loftslagsrráðs um kolefnishlutleysi
  • Kynning Richard Baron frá 2050 Pathways Platform 25. mars sl.
  • Umræður og næstu skref
    • Á vegum ráðsins hefur farið vinna af stað varðandi kolefnishlutleysi. Sú vinna er leidd áfram af formanni og varaformanni ráðsins. Stefnt er að því að kynna niðurstöður í lok maí.

Aðlögunaráætlun

Skipulag málþings

  • Loftslagsáð stendur fyrir viðburði um aðlögun að veðurfarsbreytingum þann 16. maí.
  • Um verður að ræða í almennt málþing fyrir hádegið og vinnustofu eftir hádegið þar sem unnið verður í minni hópum. Dagskrá er enn í vinnslu. Unnið er að því að fá bæði innlenda og erlenda gesti.

Næstu skref

  • Unnið verður áfram með verkefnið og kynnt betur á næsta fundi.

Aðkoma Loftslagsráðs að fræðslu um loftslagsmál – upphafsumræða

Umræður um fræðslu um loftslagsmál með áherslu á:

  • Hvert er hlutverk og virðisauki loftslagsráðs í þessu samhengi
  • Mögulegt samstarf, verkefni og áherslur.
  • Aðkoma ráðsins var rædd í víðu samhengi. Fundarmenn voru sammála um að mikilvægt er tryggja virkni ráðsins og fagmennsku og að það hafi ákveðna vigt. Einnig að starf þess sé sýnilegt. Ekki vannst tími til að móta næstu skref en málið verður tekið aftur fyrir á næstu fundum.

Önnur mál

Samstarf við ungmennaráð heimsmarkmiðanna

  • Fulltrúar ráðsins fóru fyrir stuttu á fund teymisins sem heldur utan um starf heimsmarkmiðanna þar var starf ráðsins kynnt og við fengum upplýsingar um þá vinnu sem er í gangi varðandi heimsmarkmiðin og ungmennaráð þess. Vænta má frekara samstarfs.

Samstarf við Festu

  • Nýlega fóru fulltrúar ráðsins á fund við nýjan framkvæmdastjóra Festu. Rætt var um mögulegt samstarf í sambandi við kolefnishlutleysi og fleira.

Fréttir frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

  • Staða á frumvarpi um loftslagsmál kynnt
  • Staðan á Loftslagssjóði
  • Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
    • Unnið er að annarri útgáfu áætlunarinnar en stefnt er að því að ný útgáfa komi út á haustmánuðum. Sú áætlun innihaldi greiningar á áhrifum á losun gróðurhúsalofttegunda.
    • Samráð stendur yfir og verður næstu vikur og mánuði.
    • Áætlanir varðandi kolefnisbindingu og orkuskipti í samgögnum eru langt komnar og verða kynntar í maí.

Fundi slitið kl. 11:45