12. júní 2025
Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Auður Alfa Jónsdóttir, Bjarni Már Magnússon, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Halldór Björnsson, Helga Ögmundardóttir, Þorgerður María Þorbjarnardóttir.
Fundurinn var haldinn í Grósku, kl. 12:50-15:10.
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri skráði fundargerð.
Fundargerð seinasta fundar
Fundargerð 84. fundar, sem haldinn var 22. maí var tekin til samþykktar.
Ályktun Loftslagsráðs
Á seinasta fundi var ráðið samtaka um að nauðsynlegt væri að brýna skilaboð um stöðu aðgerðaáætlunar og samdrátt í losun. Jafnframt var rætt um aðlögun að loftslagsbreytingum og hvernig mætti efla vísindalegan grunn ákvarðanatöku og takast á við þau þekkingargöt sem Vísindanefndin dró fram í skilabréfi sínu til ráðherra 3. janúar 2024 og rakin voru í minnisblaði fráfarandi formanns nefndarinnar til ráðsins.
Fyrir fundinn voru lögð fram drög að áliti þar sem skerpt er á þeim atriðum sem nefnd eru hér að ofan. Álitið var tekið til umræðu og samþykkt af fundarmönnum með lítilsháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Verkefni ráðsins næstu mánuði
Rætt var um stöðuna á helstu viðfangsefnum Loftslagsráðs næstu mánuði; verkefni um endurheimt votlendis, tölur um losun gróðurhúsalofttegunda, nýtt landsframlag Íslands gagnvart Parísarsamningnum og umsögn ráðsins um lög um loftslagsmál.
Önnur mál
Rætt var um starfið næsta haust. Breytingar á lögum um loftslagsmál munu hafa áhrif á starfsemi ráðsins sem nauðsynlegt er að taka mið af í upphafi vetrar.