6. febrúar 2025
Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Halldór Björnsson, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Stefán Þór Eysteinsson, Þorgerður María Þorbjarnardóttir.
Fundurinn var haldinn í Veðurstofu Íslands, kl. 12:00-14:00.
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri skráði fundargerð.
Fundargerð seinasta fundar
Fundargerð 78. fundar, sem haldinn var 16. janúar skoðast samþykkt.
Hagrænir hvatar og gjaldtaka í samhengi loftslagsmarkmiða
Á fundi Loftslagsráðs þann 29. nóvember 2024 var fjallað um stjórnarfrumvarp um kílómetragjald og kolefnisgjald á ökutæki sem sett var fram í samráðsgátt stjórnvalda stuttu áður. Komu fram áhyggjur af því að boðaðar breytingar hefðu ekki verið nægilega vel undirbúnar og myndi það hafa neikvæð áhrif á framgang orkuskipta í samgöngum. Þetta birtist meðal annars í því að fjölmargar gagnlegar athugasemdir bárust í samráðsgáttina. Boðuðum breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku var síðan frestað. Í nefndaráliti kallaði efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að lagabreytingar yrðu undirbyggðar með frekara samráði, greiningu og áhrifamati.
Umræða hélt áfram á næsta fundi Loftslagsráðs, þann 13. desember, þar sem farið var m.a. yfir svar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um undirliggjandi greiningar og gögn og ákvað ráðið að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin og í kjölfarið voru útbúin drög að áliti skv. fyrirmælum ráðsins sem send voru til fulltrúa fyrir fundinn.
Ákveðið var að vinna áfram í álitinu og var settur á fót vinnuhópur sem mun vinna áfram í drögunum með framkvæmdastjóra á milli funda. Stefnt er að því að afgreiða álitið endanlega á fundi ráðsins þann 6. febrúar.
Starfsáætlun
Auglýstum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.
Önnur mál
Formaður og framkvæmdastjóri Loftslagsráðs sóttu vinnustofuna Climate Democracy: The Role of Independent Advisory Bodies and Courts in the EU. Þarna gafst gríðarlega gott tækifæri til að hitta önnur loftslagsráð og spegla viðgangsefni þeirra. Frásögn frá fundinum verður sett inn á Teams. Ráðið var upplýst um fund framkvæmdastjórnar með nýjum ráðherra umhverfis-, orku, og loftslagsmála þann 5. febrúar. Óskað verður eftir því að ráðherra fundi með ráðinu.