8. nóvember 2024
Fulltrúar og varafulltrúar sem sátu fundinn eða fjartengdust: Halldór Þorgeirsson, Halldór Björnsson, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Bjarni Már Magnússon, Auður Alfa Ólafsdóttir, Stefán Þór Eysteinsson, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir.
Fundurinn var haldinn í Veðurstofu Íslands, kl. 10:00-12:10.
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri skráði fundargerð.
Fundargerð seinasta fundar
Fundargerð 74. fundar, sem haldinn var 1. október var samþykkt.
Álit loftslagsráðs í tilefni aðgerðaráætlunar
Ráðið lauk umræðu um álit ráðsins í tilefni Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Vikan frá 74. fundi hafði verið nýtt vel til að þróa orðalagið áfram á Teams svæði ráðsins með góðri þátttöku allra fulltrúa. Fyrir fundinum lágu drög sem voru rædd ítarlega. Samstaða var um að stytta þyrfti álitið umtalsvert og var formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að leggja fram stytta útgáfu til endanlegrar samþykktar með tölvupósti þannig að birtinga megi álitið eftir helgina.
Önnur mál
Fram komu áhyggjur af því að stjórnarfrumvarp um kílómetragjald á ökutæki sem nú liggur fyrir Alþingi myndi, verði það að lögum, leiða til aukningar í olíunotkun í samgöngum og þannig vinna gegn loftslagsmarkmiðum. Samstaða var um að þessi staða kalli á greiningu og vel undirbyggð viðbrögð ráðsins hugsanlega í samstarfi við aðra aðila.