Fundargerð 74. fundar Loftslagsráðs

1. nóvember 2024

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Halldór Björnsson, Helga Jóhanna Bjarnadóttir,  Bjarni Már Magnússon, Ingibjörg Svala Jónsdóttir.

Stefán Þór Eysteinsson tengdist fundinum í Teams.

Fundurinn var haldinn í Veðurstofu Íslands, kl. 10:00-12:00.  
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri skráði fundargerð. 

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð 73. fundar, sem haldinn var 4. október skoðast samþykkt.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Loftslagsráð hefur tekið aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til umfjöllunar.  Umræða hélt áfram um áætlunina og viðbrögð loftslagsráðs í ljósi stjórnarskipta.

Góðar umræður náðust á fundinum og ákveðið var að gengið yrði endanlega frá áliti ráðsins á 75. fundi, þann 8. nóvember. Á þeim fundi verði jafnframt fjallað um kynningu á álitinu.

Mikilvægt er að ráðið bendi á að loftslagsmál eru ekki framtíðarvandamál. Stjórnvöld eiga og þurfa að gera ýmislegt sem enginn annar getur gert. Því valdi fylgir mikil ábyrgð.

COP 29 og Loftslagsráð

Loftslagsráð mun ekki sækja aðildaríkjaþing loftslagssamningsins í Baku í nóvember, ekki síst í ljósi komandi kosninga. Formaður og framkvæmdastjóri ráðsins taka hins vegar þátt í fundi formanna Loftslagsráða þann 14. nóvember í fjarfundarbúnaði.

Tveir fulltrúar í loftslagsráði verða viðstaddir.

Önnur mál

Fleira var ekki til umræðu.