6. febrúar 2019
Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Pétur Reimarsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, og Jóhanna Harpa Árnadóttir. Guðfinna Aðalgeirsdóttir sótti fundinn í fjarfundarbúnaði.
Forföll boðuðu Sigurður Ingi Friðleifsson og Steingrímur Jónsson.
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir starfsmaður ráðsins sat fundinn og skrifaði fundargerð.
Fundargerð seinasta fundar
Fundargerð seinasta fundar var samþykkt án athugasemda.
Landnýtingarþáttur aðgerðaáætlunar
Sameiginleg kynning ráðuneytisins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar
- Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri og Björn Helgi Barkarson sérfr., skrifstofu landgæða. Hugi Ólafsson skrifstofustjóri, skrifstofu hafs, vatns og loftslags.
- Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri hjá Skógræktinni
- Gústav Ásbjörnsson, sviðstjóri hjá Landgræðslunni
- Jón Geir kynnti drög að áætlun um landnotkun sem verið er að vinna á vegum ráðuneytisins sem hluta af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við Landgræðsluna og Skógræktina og stefnt er að því að kynna hana á vormánuðum.
- Aðgerðaáætlun um kolefnisbindingu og samdrátt losunar kolefnis frá landi miðar að markmiðum Parísarsamningsins 2030 og ríkisstjórnar Íslands um kolefnishlutleysi 2040. Auk þess eru lagðar til grundvallar áherslur varðandi undirbúning, framkvæmd og mat á árangri þeirra aðgerða sem ráðist verður í.
Næstu skref
Vinna heldur áfram við áætlunina á vegum ráðuneytisins. Mun verða send Loftslagsráði til rýningar þegar nær dregur útgáfu.
Aðgerðaráætlun
Ráðið telur mikilvægt að ljúka rýningu á 1. útgáfu Aðgerðaráætlunar í Loftslagsmálum 2018- 2030. Formaður mun taka saman niðurstöður frá umræðum loftslagsráðs um áætlunina í drög að áliti sem send verða út fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstöðurnar verða ræddar á næsta fundi ráðsins og kynntar ráðherra í kjölfarið.
Starfsáætlun fyrir 2019
- Drög að starfsáætlun ársins kynnt
- Drög að starfsáætlun ráðsins var til umræðu. Byggir hún fyrst og fremst á skipunarbréfi ráðsins.
- Umræður og næstu skref
- Drög að starfsáætlun er samþykkt.
Aðlögunaráætlun
- Skipulag málþings o.fl.
- Staða mála í vinnu Loftslagsráðs um aðlögun var kynnt.
Fundi slitið kl. 12:00