3. nóvember 2022
Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Hjörleifur Einarsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Valur Klemensson, Auður Alfa Ólafsdóttir, Árni Finnsson, Tinna Hallgrímsdóttir, Smári Jónas Lúðvíksson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir og Aðalheiður Snæbjarnardóttir.
Gestir fundarins voru undir lið tvö þau Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri og Vanda Úlfrún Helsing sérfræðingur, báðar frá loftslagsskrifstofu Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis (URN) og Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Verðandi framkvæmdastjóri ráðsins, Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Fundurinn var haldinn í húsnæði Hafnartorgs við Lækjargötu, kl 14:00-16:15.
Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 56. verður tekin til samþykktar á næsta fundi ráðsins.
Samtal stjórnvalda við atvinnugreinar um aðgerðir og árangur
Gestir fundarins kynntu vinnu sem hafin er að mótun geiraskiptra markmiðum um aðgerðir og árangur í samdrætti í losun og tengsl þeirra við uppfærslu loftslagsmarkmiða stjórnvalda. Þau fóru yfir skipulag og tímalínuna framundan en áætlað er að niðurstöður liggi fyrir í apríl 2023. Verkefnisteyminu, sem Sigurður Ingi Friðleifsson leiðir, er ætlað að vinna í þéttu samstarfi við samtök helstu atvinnugreina á Íslandi, samband íslenskra sveitarfélaga og verkefnastjórn aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Teymið mun þannig ræða við samtök hverrar atvinnugreinar fyrir sig og styðja við að hver grein skilgreini losun sína og setji fram markmið um samdrátt í losun sem greinin setur sér að ná fyrir 2030. Fram kom að til að ná 55% samdrætti fyrir 2030 miðað við 2005 verðum að draga úr samfélagslosun, það er losun sem ekki fellur undir ETS kerfið, um 1,3 milljónir tonna. Eftir kynninguna svöruðu gestir spurningum ráðsins. Að lokum fóru fram umræður í ráðinu um kynninguna og mat á stöðunni.
Forgangsmál til áramóta
Rætt var að ráðið þurfi að setja sér forgangsverkefni til að koma í framkvæmd áður en árið er á enda. Ákveðið að taka það til umræðu og samþykktar á næsta fundi.
Nýtt félag og framkvæmdastjóri
Formaður fór yfir að gengið hefur verið frá ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra Loftslagsráðs og mun Þórunn Wolfram Pétursdóttir koma til starfa 1. janúar 2023. Þá mun nýstofnað félag um Loftslagsráð hafa tekið við rekstri skrifstofu ráðsins. Ákveðið var að bíða með lokafrágang yfirstandandi stefnumótunarvinnu fram í janúar. Þá mun nýr framkvæmdastjóri taka við drögunum frá ráðgjafafyrirtækinu DECIDEACT og leiða lokáfanga verkefnisins.
Önnur mál
COP27 (27. aðildarríkjaþing Loftslagssamningsins og 4. aðildarríkjaþing Parísarsamningsins) hefst í Sharm el-Sheikh, Egyptalandi, sunnudaginn 6. nóvember nk. Ráðið mun fara yfir meginniðurstöður COP27 á næsta fundi.Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 16:15