Fundargerð 10. fundar Loftslagsráðs

10. apríl 2019

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Pétur Reimarsson og Hrönn Hrafnsdóttir. Steingrímur Jónsson sótti fundinn í fjarfundarbúnaði.
Forföll boðuðu Sigurður Ingi Friðleifsson og Guðfinna Aðalgeirsdóttir.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir starfsmaður ráðsins sat fundinn og skrifaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt án athugasemda.

Landsskipulagsstefna – Loftslag, landslag, lýðheilsa

  • Kynning á landsskipulagsstefnu – Ester Anna Ármannsdóttir, Skipulagsstofnun kynnti vinnu sem fram fer um þessar mundir hjá stofnuninni. Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.
    Fyrir liggur greinargerð um hvernig fyrirhugað er að standa að mótun stefnunnar og var hún til kynningar til 8. apríl sl.
    Vinna við gerð stefnunnar fer fram næstu mánuði og er áætlað að hún verði tilbúin til kynningar og afgreiðslu á vormánuðum 2020.
    Nánar um stefnuna: https://www.landsskipulag.is/um- landsskipulagsstefnu/frettir/gerd-landsskipulagsstefnu-um-loftslag-landslag-og- lydheilsu
  • Umræður og næstu skref
    Loftslagsráð mun fylgjast með framvindu mála, stefnt er að því að Loftslagsráð komi að málinu á einhverjum tímapunkti.

Stjórnsýsla loftslagsmála

  • Ráðið ræddi um stjórnsýslu loftslagsmála og var sammála um að leggja fram tillögur er lúta m.a. að rýni áætlana stjórnvalda til ráðherra. En skv. Stjórnarsáttmála er stefnt að því að allar áætlanir stjórnvalda séu rýndar m.t.t. loftslagsmála.
  • Stefnt er að því að tillögurnar verði tilbúnar frá ráðinu á lokafundi þess í lok maí.

Aðlögunaráætlun

Skipulag málþings

  • Dagskrá málþingsins er í vinnslu og verður vonandi tilbúin fljótlega eftir páska. Unnið er að því að fá erlenda fyrirlesara á málþing fyrir hádegi. Eftir hádegið verður vinnustofa þar sem þeim sem vinna að verkefnum sem tengjast aðlögun að loftslagsbreytingum verður boðið til samráðs.

Önnur mál

Loftslagsstefna stjórnarráðsins

  • Kynnt var loftslagsstefna stjórnarráðsins sem var samþykkt 9. apríl. Tilgangur hennar er að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar af starfseminni, vera til fyrirmyndar fyrir stofnanir og fyrirtæki, miðla árangri og hafa þannig bein og óbein áhrif á framfylgd loftslagsskuldbindinga landsins. Stjórnarráðið mun skv. stefnunni draga úr losun um 40% fyrir árið 2021.
  • https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-og- natturuvernd/loftslagsmal/loftslagsstefna-stjornarradsins/

Fundur norrænu umhverfisráðherrana í morgun.

  • Formaður loftslagsráðs tók þátt í fundinum og fylgdist með umræðum um kolefnishlutleysi. Þar var mikil áhersla á að ekki sé ráðlegt að leita samstöðu einhverja eina leið að kolefnishlutleysi. Það væri styrkur í fjölbreytileika í nálguninni.
  • Einnig var lögð áhersla á hvernig löndin gætu lært hvort af öðru.
  • Mikill áhugi á að ná til atvinnulífsins og nýta þeirra krafta í átt að lágkolefnishagkerfi. Mikil vilji er til samstarfs um náttúrulegar lausnir í loftslagsmálum. Fundi slitið kl. 16.00

Fundi slitið kl. 16:00