Fundargerð 73. fundar Loftslagsráðs

4. október 2024

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Halldór Björnsson, Stefán Þór Eysteinsson, Auður Alfa Ólafsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Bjarni Már Magnússon, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Helga Ögmundardóttir.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir tengdist fundinum í Teams.

Fundurinn var haldinn í Veðurstofu Íslands, kl. 10:00-12:10.  
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri skráði fundargerð. 

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð 72. fundar, sem haldinn var 20. september skoðast samþykkt.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Brynhildur Davíðsdóttir fór yfir stöðuna á greiningarvinnu sem ráðist var í til að auðvelda ráðinu að meta stöðu losunar miðað við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og markmið. Þessi vinna mun jafnframt nýtast við miðlun á stöðu mála og niðurstöðum ráðsins í samhengi nýrrar útgáfu aðgerðaáætlunar.

Rætt var um stöðu losunar, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og viðbrögð loftslagsráðs við áætluninni.

Viðfangsefnið verður tekið upp á næsta fundi þegar viðbrögð loftslagsráðs verða tekin til ítarlegrar umfjöllunar.

Frétt um starfsemi ráðsins

Frétt um starfsemi ráðsins var samþykkt til birtingar á vef Loftslagsráðs.

Önnur mál

Fleira var ekki til umræðu.